Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 47
Málsnúmer 1706009F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 357. fundur - 28.06.2017
Fundargerð 47. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 357. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson, Gunnsteinn Björnsosn, Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson og Sigurjón Þórðarson kvöddu sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 47 Undir þessum lið komu Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga til fundarins. Rætt var um framtíðarfyrirkomulag rekstrar safnsvæðisins í Glaumbæ og gerð nýs samnings þar að lútandi en þar er lykilatriði að samkomulagi um deiliskipulag fyrir svæðið verði náð hið fyrsta. Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 47 Drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns dagsett 8. maí sl. voru kynnt fyrir héraðsskjalavörðum og fulltrúum sveitarfélaga á fundi hjá Þjóðskjalasafni Íslands þann 15. maí 2017. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði var sviðsstjóra Stjórnsýslu- og fjármálasviðs ásamt héraðsskjalaverði falið að koma með tillögu að athugasemdum fyrir hönd Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd. Tillagan var kynnt og samþykkt í nefndinni. Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 47 Til fundarins kom Sólborg Una Pálsdóttir héraðsskjalavörður sem kynnti ársskýrslu Héraðsskjalsafns Skagfirðinga fyrir árið 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 47 Lagt fram bréf, dagsett 29. maí 2017, frá Kristjáni Jónssyni fyrir hönd Jónsmessuhátíðarnefndar á Hofsósi. Í bréfinu er óskað eftir 500.000 kr. styrk til að halda hátíðina og endurgjaldslausum afnotum af áhaldahúsi og bifreið sveitarfélagsins á Hofsósi á meðan hátíðinni stendur.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita 300.000 kr. styrk til hátíðarinnar, auk afnota af bifreið og áhaldahúsi á Hofsósi. Kostnaðurinn verður tekinn af fjárhagslið 05710. Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 47 Tekið fyrir erindi frá félagsskapnum Pilsaþyt þar sem óskað er eftir styrk til að standa straum af húsaleigu vegna námskeiðs í þjóðbúningasaumi sem fram fer á árinu 2017.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja Pilsaþyt um kr. 50.000,- sem tekinn verður af lið 05890. Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.