Veitunefnd - 40
Málsnúmer 1706016F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 358. fundur - 06.09.2017
Fundargerð 40. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 358. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Veitunefnd - 40 Guðni Axelsson, eðlisfræðingur hjá ÍSOR, kynnti nefndarmönnum helstu verkefni ÍSOR fyrir Skagafjarðarveitur. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar veitunefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum.
-
Veitunefnd - 40 Guðni Axelsson, eðlisfræðingur hjá ÍSOR, kynnti frumdrög nýrrar skýrslu um afkastagetu jarðhitakerfisins í Hrolleifsdal. Skýrslan er byggð á prufudælingum borhola í Hrolleifsdal sem framkvæmdar voru 2014 og 2017.
Samkvæmt skýrslunni anna núverandi borholur ekki þeirri viðbót sem áætluð er 2018 og 2019.
Veitunefnd leggur áherslu á að skoðaðir verði þeir kostir sem til greina koma til að fullnægja áætlaðri vatnsþörf vegna framkvæmdaáætlunar.
Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar veitunefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 40 Lagt var fram til kynningar erindi frá Hirti Inga Sigurðssyni og Sólveigu Olgu Sigurðardóttur varðandi möguleg not á gömlu dælustöðinni við Áshildarholtsvatn í sambandi við uppbyggingu á aðstöðu til fuglaskoðunar.
Sviðstjóra falið að afla frekari gagna vegna málsins.
Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar veitunefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum.