Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 130

Málsnúmer 1708011F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 358. fundur - 06.09.2017

Fundargerð 130. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 358. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Viggó Jónsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvöddu sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 130 Lögð var fyrir fundinn umsagnarbeiðni frá Vegagerðinni vegna niðurlagningu vita. Beiðninni er beint til Hafnasambands sem síðan sendi beiðnina á aðildahafnir sínar.
    Í erindinu eru tillögur samráðshóps um vitamál um að leggja niður og afskrá 7 vita.
    Straumnesviti nyrðri er einn vitanna sem lagt er til að lagðir verða niður. Í erindinu segir að í dag séu engar siglingar á þessu svæði og vitinn því talinn óþarfur.
    Nefndin er ósátt við tillöguna um að leggja niður vitann og óskar eftir frekari upplýsingum um hvað það felur í sér að leggja hann niður og ef af því verður hvernig verður skilið við vitann og umhverfi hans.
    Bókun fundar Fundargerð 130. fundar umhverfis- og samgöngunefndar Afgreiðsla 130. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 130 Lagt var fyrir fundinn erindi frá Náttúruverndarsamtökum Íslands og aðgerðarhópi í loftslagsmálum. Erindinu er beint til Hafnasambands sem síðan sendi beiðnina á aðildahafnir sínar. Erindið er áskorun til fulltrúa aðildarríkja hjá alþjóðasiglingamálastofnuninni (IMO), að grípa nú þegar til markvissra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna siglinga, einkum í norðurhöfum. Aðgerðirnar fela m.a. í sér að banna notkun svartolíu sem eldsneytis á skip innan norðurslóða og að skilgreina svæðið norðan 60. breiddargráðu sem ECA svæði (Emission Controlled Area).
    Nefndin tekur jákvætt í áskorunina en frestar afgreiðslu þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.
    Bókun fundar Fundargerð 130. fundar umhverfis- og samgöngunefndar Afgreiðsla 130. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 130 Lagt var fram til kynningar erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti varðandi stækkun friðlands í Þjórsárverum ásamt drögum að auglýsingu þar að lútandi.
    Tillagan er send að nýju til viðkomandi sveitarfélaga til umsagnar en vakin er athygli á að ný náttúruverndarlög, nr. 60/2013, tóku gildi 15. nóvember 2015. Í ljósi þess hafa breytingar verið gerðar á texta auglýsingarinnar hvað varðar tilvísanir til laga auk þess sem lagt er til að nýtt ákvæði bætist við er fjallar um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar í samræmi við ákvæði nýju laganna. Frestur til að gera athugasemdir við fyrirliggjandi friðlýsingarskilmála er þrír mánuðir frá dagsetningu þessa bréfs. Í kjölfarið verður tekin ákvörðun um friðlýsingu svæðisins að teknu tilliti til framkominna athugasemda. Umhverfisráðherra hefur í samræmi við Náttúruverndaráætlun 2009-2013, þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
    Málið lagt fram, umsögn þarf að berast til ráðuneytis fyrir 3.október n.k.
    Bókun fundar Fundargerð 130. fundar umhverfis- og samgöngunefndar Afgreiðsla 130. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 130 Rædd var möguleg staðsetning á afgirtu hundasvæði á Sauðárkróki.
    Sviðstjóra falið að ræða tillögur að staðsetningu hundasvæðis við Borgargerði á Sauðárkróki við hagsmunaaðila.
    Bókun fundar Fundargerð 130. fundar umhverfis- og samgöngunefndar Afgreiðsla 130. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 130 Lagt var fram til kynningar bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneyti til SSNV vegna samgönguáætlunar ásamt drögum að samantekt á áherslun sveitarfélaga á norðurlandi vestra í samgöngumálum.
    Í erindinu frá ráðuneytinu er því beint til landshlutasamtaka að huga að ályktunum sínum og framtíðarsýn í samgöngumálum, jafnframt því að fara yfir verkefni sem eru á áætlun og horfa til forgangsröðunar framkvæmda innan sinna starfssvæða.
    SSNV hefur unnið að samantekt fyrir norðurland vestra og mun senda ráðuneytinu ábendingar og athugasemdir fyrir 31. ágúst nk.
    Bókun fundar Fundargerð 130. fundar umhverfis- og samgöngunefndar Afgreiðsla 130. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum