Fara í efni

Námsgögn fyrir grunnskólanemendur í Skagafirði

Málsnúmer 1708112

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 791. fundur - 24.08.2017

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að veita öllum grunnskólabörnum sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu ókeypis námsgögn á skólaárinu 2017/2018. Reiknað er með að kostnaður á nemanda verði allt að 6.000 kr. og heildarkostnaður nemi um 3,2 milljónum króna.
Byggðarráð samþykkir að vísa útfærslu verkefnisins til fræðslunefndar.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 123. fundur - 06.09.2017

Nefndin fagnar ákvörðun byggðarráðs frá 24. ágúst 2017, um að veita grunnskólanemendum ókeypis námsgögn. Nefndinni þykir ljóst að þetta komi heimilum mjög vel.