Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

123. fundur 06. september 2017 kl. 13:00 - 15:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
  • Bryndís Lilja Hallsdóttir varam.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir varam.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Bertína Guðrún Rodriguez verkefnastjóri á fjölskyldusviði
  • Steinunn Ragnheiður Arnljótsdóttir áheyrnarftr. leikskóla
  • Sigríður H. Sveinsdóttir áheyrnarftr. leiksk.kennara
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Staða dagvistarmála í Skagafirði

Málsnúmer 1709018Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um stöðu dagvistarmála í Skagafirði. Nokkur biðlisti er á Sauðárkróki, foreldragreiðslur sem samþykktar voru í mars 2017, hafa mælst afar vel fyrir.

2.Tröllaborg Hofsósi. Staða framkvæmda við nýbyggingu

Málsnúmer 1709029Vakta málsnúmer

Grunnteikningar af nýbyggingu af leikskólanum Tröllaborg á Hofsósi lagðar fram til kynningar. Verið er að vinna kostnaðargreiningu og frekari hönnun. Ítrekað er að verkinu verði hraðað eins og kostur er.

3.Skólasamningur og myndbirtingar í leikskólum Skagajfarðar

Málsnúmer 1709062Vakta málsnúmer

Skólasamningur og eyðublað um myndbirtingar af börnum í leikskólum Skagafjarðar lagt fram til kynningar.

4.Nemendafjöldi 2017-2018

Málsnúmer 1709019Vakta málsnúmer

Tölur um nemendafjölda skólaárið 2017-2018 lagðar fram. Börn í leikskólum eru 236 og nemendur í grunnskólum eru 512.

5.Markmið og viðmið fyrir frístundaheimili - drög

Málsnúmer 1708040Vakta málsnúmer

Drög að markmiðum og viðmiðum vegna starfs frístundaheimila fyrir 6-9 ára börn, sem mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur að, lögð fram til kynningar.

6.Námsgögn fyrir grunnskólanemendur í Skagafirði

Málsnúmer 1708112Vakta málsnúmer

Nefndin fagnar ákvörðun byggðarráðs frá 24. ágúst 2017, um að veita grunnskólanemendum ókeypis námsgögn. Nefndinni þykir ljóst að þetta komi heimilum mjög vel.

7.Á döfinni skólaárið 2017-2018

Málsnúmer 1709021Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fór yfir mál og verkefni sem eru á döfinni í skólum Skagafjarðar skólaárið 2017-2018.

8.Skólaakstur - lok samninga 2018

Málsnúmer 1709022Vakta málsnúmer

Upplýst var að samningar um skólaakstur renna út 31. maí 2018. Málinu frestað.

Fundi slitið - kl. 15:00.