Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 49
Málsnúmer 1709008F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 359. fundur - 11.10.2017
Fundargerð 49. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 359. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 49 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum sínum að kanna áhuga fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka á því að halda atvinnulífssýningu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki vorið 2018. Reynist almennur áhugi fyrir því samþykkir nefndin að standa fyrir sýningunni. Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 49 Tekið fyrir erindi frá JS/Island um útgáfu kynningarrits um Sveitarfélagið Skagafjörð. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að fara í samstarf um slíka útgáfu. Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 49 Tekið fyrir erindi frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þar sem bæjar- og sveitarstjórnum er gefinn kostur á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2017-2018. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum sínum að sækja um byggðakvóta vegna byggðarlaga innan marka sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 49 Tekin fyrir kynning á málþingi um innanlandsflug sem almenningssamgöngur, sem haldið verður á Hótel Natura, 4. október kl. 13. Stefnt er að því að fulltrúar úr nefndinni sæki málþingið. Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 49 Kynnt bréf frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem kynnt er leiguflug á milli Bretlands og Akureyrar sem hefst í janúar 2018. Flugið er á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break og er flogið frá nokkrum borgum í Bretlandi til Akureyrar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar beinu flugi á milli Bretlands og Norðurlands og vonar að þessi þróun geti haldið áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.