Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

49. fundur 26. september 2017 kl. 08:00 - 09:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson varam.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Atvinnulífssýning í Skagafirði 2018

Málsnúmer 1709210Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum sínum að kanna áhuga fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka á því að halda atvinnulífssýningu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki vorið 2018. Reynist almennur áhugi fyrir því samþykkir nefndin að standa fyrir sýningunni.

2.Útgáfa kynningarbæklings um Sveitarfélagið Skagafjörð

Málsnúmer 1709211Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá JS/Island um útgáfu kynningarrits um Sveitarfélagið Skagafjörð. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að fara í samstarf um slíka útgáfu.

3.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017-2018

Málsnúmer 1709121Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þar sem bæjar- og sveitarstjórnum er gefinn kostur á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2017-2018. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum sínum að sækja um byggðakvóta vegna byggðarlaga innan marka sveitarfélagsins.

4.Málþing 4. okt Innanlandsflug sem almenningssamgöngur

Málsnúmer 1709050Vakta málsnúmer

Tekin fyrir kynning á málþingi um innanlandsflug sem almenningssamgöngur, sem haldið verður á Hótel Natura, 4. október kl. 13. Stefnt er að því að fulltrúar úr nefndinni sæki málþingið.

5.Leiguflug til Akureyrar

Málsnúmer 1707125Vakta málsnúmer

Kynnt bréf frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem kynnt er leiguflug á milli Bretlands og Akureyrar sem hefst í janúar 2018. Flugið er á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break og er flogið frá nokkrum borgum í Bretlandi til Akureyrar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar beinu flugi á milli Bretlands og Norðurlands og vonar að þessi þróun geti haldið áfram.

Fundi slitið - kl. 09:00.