Veitunefnd - 41
Málsnúmer 1709012F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 359. fundur - 11.10.2017
Fundargerð 41. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 359. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Veitunefnd - 41 Erindi vegna tjóns á Skagfirðingabraut 1 lagt fram til kynningar.
Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar veitunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 41 Lögð var fram til kynningar endanleg skýrsla frá Ísor varðandi borholur í Hrolleifsdal, "Jarðhitakerfið í Hrolleifsdal - Afkastageta samkvæmt vinnslueftirliti, dæluprófunum og líkanareikningum".
Niðurstaða skýrslunnar er sú að ekki er ráðlegt að auka vinnslu í Hrolleifsdal í stórum skrefum þar sem óljóst er hvort virkjanasvæðið í Hrolleifsdal standi undir aukningu umfram 4 lítrum á sekúndu frá því sem nú er. Ljóst er að niðurstaða skýrslunnar mun tefja uppbyggingu á hitaveitu í Óslandshlíð, Hjaltadal og Viðvíkursveit en vinna er þegar hafin við að skoða aðra kosti en Hrolleifsdal til að anna heitavatnsþörf svæðisins. Skagafjarðarveitur munu boða til íbúafundar fyrir íbúa svæðisins og verður tímasetning fundarins auglýst síðar. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar veitunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 41 Lögð voru fram til kynningar svör við fyrirspurnum um mögulegra hitaveituframkvæmdir í Efribyggð, á norðanverðu Hegranesi og á Reykjaströnd.
Í kjölfar funda með íbúum sem haldin var í apríl var farið í skriflega áhugakönnun vegna mögulegrar hitaveituvæðingar.
Svörun var mjög góð, alls bárust 26 svör og voru þau öll jákvæð að einu undanskildu.
Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar veitunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 41 Lagðir voru fram til kynningar útreikningar á vatnsgjaldi fyrir íbúðar- og sumarhús ofan við Steinsstaði.
Sviðstjóra og formanni falið að vinna áfram að málinu. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar veitunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 41 Lagður var fram til kynningar tölvupóstur frá fjarskiptasjóði þar sem kemur fram að undirbúningur vegna umsóknarferils fyrir Ísland Ljóstengt fyrir árið 2018 er hafin.
Gert er ráð fyrir styrkúthlutanir úr samkeppnispotti liggi fyrir í lok október eða byrjun nóvember. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar veitunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 41 Lagt var fram til kynningar erindi frá forsætisráðuneytinu um beiðni um upplýsingar um nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendu.
Sviðstjóra er falið að svara erindinu hvað varðar nýtingu vatns- og jarðhitaréttinda. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar veitunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.