Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 310

Málsnúmer 1709017F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 359. fundur - 11.10.2017

Fundargerð 310. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 359. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Viggó Jónsson kvöddu sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 310 Edda Lúðvíksdóttir kt 010655-4639 eigandi Kjartanstaðakots, landnúmer 145985, sækir
    um heimild til að staðsetja mannvirki, svokallað „stöðuhýsi“ Í landi sínu Kjartanstaðakoti.
    Meðfylgjandi er hnitsettur afstöðuuppdráttur sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu mannvirkis og rotþróar. Uppdrátturinn er dagsettur 21. september 2017 unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Skipulags-og byggingarnefnd frestar afgreiðslu umsóknarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 310 Dagný Stefánsdóttir kt. 180382-4109 og Róbert Logi Jóhannesson kt. 040570-5789 þinglýstir eigendur jarðarinnar Laugarmýri, landnúmer 146232 óska hér með eftir heimild til að stofna 2.323 m² spildu úr landi jarðarinnar, samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti frá Stoð ehf. sem unninn er af Birni Magnúsi Árnasyni. Uppdrátturinn er nr. S01 í verki 720419 útgefinn 19. sept. 2017. Óskað er eftir að nýstofnaða landið fái heitið Laugarmýri 2,Í umsókn kemur fram að lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Laugarmýri, landnr. 146232.
    Hitaveituþró, hitaveitu- og jarðhitauppsprettur og jarðhitaréttur eru undanskilin landskiptum þessum og munu áfram fylgja Laugarmýri, landnr. 146232 að öllu leyti. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 310 Frímann Guðbrandsson kt. 010953-2869 sækir, fh. Rafsjár fasteigna kt 570106-0230, um leyfi til að rífa fasteign á lóðinni Sæmundargata 1 á Sauðárkróki. Matsnúmer eignarinnar er 213-2299 matshluti 01. Húsið er skráð vörugeymsla og var byggt árið 1947. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 310 Halldór Valur Leifsson kt. 050784-4449, Kerstin Hiltrud Roloff kt. 241266-6059 og Þorsteinn Ragnar Leifsson kt. 250381-4769 eigendur Bakkakots í fyrrum Lýtingsstaðhreppi óska eftir heimild til að rífa það sem eftir stendur af gamla bænum í Bakkakoti. Húsið var byggt árið 1898 og nýtur því friðunar vegna aldurs skv. 1. Mgr. 29. Gr. laga um manningaminjar nr. 80/2012. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar dagsett 14. september 2017, niðurrifsheimild með ákveðnum skilyrðum. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið að uppfylltum skilyrðum Minjastofnunar. Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 310 Skipulags- og byggingarnefnd hefur í fundarbókun vakið athygli á, með vísan til greina 2.6.1 og 2.6.2 í byggingarreglugerð 112/2012, að sækja skal um stöðuleyfi til sveitarfélagsins til að láta eftirfarandi lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna:
    Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí. b. Gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld.
    Þessari bókun var fylgt eftir með auglýsingum þar sem eigendum ofangreindra lausafjármuna var bent á að sækja um stöðuleyfi eða að öðrum kosti fjarlægja þá.
    Frestur til að skila inn umsóknum var til 15. september 2017.
    Nefndin felur Skipulags-og byggingarfulltrúa að framfylgja samþykktinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 310 Pálmi Jónsson kt. 200733-3479 Fornósi 4 sækir um heimilld til að hafa geymslugám á lóðinni Fornós 4 þar sem hann nú er staðsettur. Skipulags-og byggingarnefnd hafnar erindinu.

    Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 310 Sigrún Hrönn Pálmadóttir kt. 160165-4139 sækir um heimild til að hafa geymslugám vestan við húsið Aðalgata 9. Skipulags-og byggingarnefnd hafnar erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 310 55.afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar Bókun fundar 55. afgreiðslufundur byggingafulltrúa lagður fram til kynningar á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 310 56.afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar Bókun fundar 56. afgreiðslufundur byggingafulltrúa lagður fram til kynningar á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017.