Landsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50 á Sauðárkróki 2018
Málsnúmer 1710012
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 247. fundur - 10.11.2017
Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála kynnti fyrirhugað Landsmót UMFÍ, sem haldið verður í Sveitarfélaginu Skagafirði, í júlí 2018. Landsmótið er með breyttu sniði þar sem 50 landsmótið verður sameinað hefðbundnu landsmóti. Málið verður áfram til kynningar innan nefndarinnar eftir því sem skipulagningu þess vindur fram. Samhliða verður meistaramót FRÍ (Frjálsíþróttasamband Íslands) haldið í sveitarfélaginu.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 250. fundur - 11.01.2018
Drög að samningi við UMFÍ og UMSS vegna Landsmóts, sem haldið verður í Skagafirði í sumar, lögð fram til kynningar.
Þorvaldur, Gunnar og Herdís sátu fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 819. fundur - 08.03.2018
Lögð fram drög að samstarfssamningi milli UMFÍ, UMSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um Landsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50 á Sauðárkróki dagana 12.-15. júlí 2018.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samstarfssamning.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samstarfssamning.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 365. fundur - 21.03.2018
Vísað frá 819. fundi byggðarráðs þann 8. mars 2018.
Lagður fram samstarfssamningur milli UMFÍ, UMSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um Landsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50 á Sauðárkróki dagana 12.-15. júlí 2018.
Samningur borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.
Lagður fram samstarfssamningur milli UMFÍ, UMSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um Landsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50 á Sauðárkróki dagana 12.-15. júlí 2018.
Samningur borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.