Veitunefnd - 43
Málsnúmer 1711021F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 361. fundur - 29.11.2017
Fundargerð 43. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 361. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Veitunefnd - 43 Lögð var fyrir fundinn tillaga að gjaldskrám Skagafjarðarveitna fyrir árið 2018.
Drögin gera ráð fyrir að gjaldskrá fyrir heitavatnsnotkun ásamt föstum gjöldum fyrir hemla og mæla hækki um 5% frá og með 1. janúar 2018. Tengigjöld haldast óbreytt.
Gjöldin sem lagt er til að hækki að þessu sinni hafa hækkað um alls 3,5% síðan í júlí 2013. Síðan þá hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,3%, byggingavísitala um 13,8% og launavísitala um 37,8%.
Gert er ráð fyrir að gjaldskrá vatnsveitu hækki um 4,5% í samræmi við hækkun byggingavísitölu.
Nefndin samþykkir tillögur að gjaldskrárbreytingum og vísar til Byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar veitunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.