Veitunefnd - 44
Málsnúmer 1711031F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 362. fundur - 13.12.2017
Fundargerð 44. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 362. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Veitunefnd - 44 Fjárhagsáætlun Skagafjarðarveitna fyrir árið 2018 lögð fram.
Veitunefnd samþykkir framlagða áætlun og vísar til Byggðarráðs.
Farið yfir lista yfir mögulegar nýframkvæmdir fyrir árið 2018.
Nýframkvæmdalista vísað til Byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar veitunefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 44 Kynnt var niðurstaða opnunar styrkbeiðna vegna Ísland Ljóstengt fyrir árið 2018.
Sveitarfélaginu Skagafirði var úthlutað 16,4 milljónum í styrk fyrir árið 2018.
Sviðstjóra falið að vinna að málinu og undirbúa tillögur fyrir næsta fund. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar veitunefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 44 Lögð voru fyrir fundinn svör frá fasteignaeigendum varðandi mögulega stækkun vatnveitukerfis Skagafjarðarveitna við Steinsstaði.
Alls voru send út 11 kynningarbréf og hafa borist 9 svör sem öll eru jákvæð.
Sviðstjóra falið að óska eftir viðbrögðum frá þeim sem ekki hafa svarað. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar veitunefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.