Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

44. fundur 04. desember 2017 kl. 17:00 - 19:05 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Skagafjarðarveitur - fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 1711311Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun Skagafjarðarveitna fyrir árið 2018 lögð fram.
Veitunefnd samþykkir framlagða áætlun og vísar til Byggðarráðs.

Farið yfir lista yfir mögulegar nýframkvæmdir fyrir árið 2018.
Nýframkvæmdalista vísað til Byggðarráðs.

2.Ísland ljóstengt 2018 v/ umsóknir

Málsnúmer 1709011Vakta málsnúmer

Kynnt var niðurstaða opnunar styrkbeiðna vegna Ísland Ljóstengt fyrir árið 2018.
Sveitarfélaginu Skagafirði var úthlutað 16,4 milljónum í styrk fyrir árið 2018.
Sviðstjóra falið að vinna að málinu og undirbúa tillögur fyrir næsta fund.

3.Vatnsveita á Steinsstöðum - möguleg stækkun dreifikerfis SKV

Málsnúmer 1503103Vakta málsnúmer

Lögð voru fyrir fundinn svör frá fasteignaeigendum varðandi mögulega stækkun vatnveitukerfis Skagafjarðarveitna við Steinsstaði.
Alls voru send út 11 kynningarbréf og hafa borist 9 svör sem öll eru jákvæð.
Sviðstjóra falið að óska eftir viðbrögðum frá þeim sem ekki hafa svarað.

Fundi slitið - kl. 19:05.