Fara í efni

Gjaldskrá 2018 Dagdvöl aldraðra

Málsnúmer 1711220

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 249. fundur - 30.11.2017

Félags- og tómstunanefnd samþykkir að hlutur notenda Dagdvalar aldraðra í fæðiskostnaði hækki um 3,5%, úr 496 kr. í 514 kr. fyrir hverja máltíð.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri í málefnum fatlaðs fólks og Gunnar Sandholt félagsmálastjóri, viku af fundi að loknum þessum dagskrárlið.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 805. fundur - 07.12.2017

Vísað til byggðarráðs frá 249. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu um gjaldskrá fyrir dagdvöl aldraðra á árinu 2018.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 362. fundur - 13.12.2017

Vísað frá 805. fundi byggðaráðs 7. desember til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Vísað til byggðarráðs frá 249. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu um gjaldskrá fyrir dagdvöl aldraðra á árinu 2018.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlögð tillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.