Fara í efni

Tillaga - tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda 2018

Málsnúmer 1712029

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 805. fundur - 07.12.2017

Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2018 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð samkvæmt uppdrætti. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 362. fundur - 13.12.2017

Vísað frá 805. fundi byggðaráðs 7. desember til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að framlengja frá og með 1. janúar 2018 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um Gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Ákvæðið tekur gildi eftir samþykkt þess í sveitarstjórn og varir til 31. desember 2018. Ákvæðið er ekki afturvirkt og miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka.
Ofangreind tillaga um tímabundna niðurfelling gatnagerðargjalda borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.