Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga
Málsnúmer 1712160
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 250. fundur - 11.01.2018
Kynnt var frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga sem bíður Alþingis að afgreiða. Byggðarráð sendi félags- og tómstundanefnd erindið með ósk um umsögn. Nefndin felur starfsmönnum nefndarinnar að rita umsögn á grundvelli þeirrar kynningar og umræðna sem fram fóru á fundinum og senda nefndarmönnum til staðfestingar áður en hún verður send byggðarráði.
Gunnar, Gréta og Herdís sátu fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 811. fundur - 19.01.2018
Byggðarráð tekur undir umsögn Félags-og tómstundanefndar sem og umsögn sambandsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn félags- og tómstundanefndar.