Erindi Dómstólasýslunnar til lögmannafélagsins um fækkun reglulegra dómþinga
Málsnúmer 1712222
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 811. fundur - 19.01.2018
Byggðarráð ítrekar fyrri bókun sína um fækkun dómþinga og óskar eftir samráði og samvinnu um allar breytingar sem kunna að verða á starfssemi Héraðsdóms Norðurlands vestra. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir því harðlega að annað verklag sé viðhaft. Byggðarráð skorar á ráðherra að standa vörð um Héraðsdóm Norðurlands vestra og tryggja að tíðni reglulegra dómþinga verði ekki skert. Ljóst er að með því að fækka reglulegum dómþingum myndi þjónusta við íbúa svæðisins skerðast og er það verulega afleit byggðastefna. Samfara boðaðri eflingu dómstiga í landinu skorar byggðarráð á ráðherra að líta til að styrkja Héraðsdóm Norðurlands vestra frekar en að veikja hann.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 821. fundur - 22.03.2018
Lagt fram til kynningar svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Bjarna Jónssyni um dómþing. 148. löggjafarþing 2017-2018, þingskjal 527 - 166. mál.
Byggðarráð þakkar Einari Sigurjónssyni hdl. fyrir erindið og tekur undir áhyggjur hans í einu og öllu.
Byggðarráð skorar á ráðherra að standa vörð um Héraðsdóm Norðurlands vestra og tryggja að tíðni reglulegra dómþinga verði ekki skert. Ljóst er að með því að fækka reglulegum dómþingum myndi þjónusta við íbúa svæðisins skerðast og er það verulega afleit byggðastefna. Samfara boðaðri eflingu dómstiga í landinu skorar byggðarráð á ráðherra að líta til að styrkja Héraðsdóm Norðurlands vestra frekar en að veikja hann.