Fara í efni

Vinnsla á lífrænum úrgangi til orku- og næringarefnavinnslu

Málsnúmer 1801067

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 810. fundur - 11.01.2018

Lagt fram bréf frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri þar sem kemur fram að þar hafi verið skoðað á síðustu árum möguleikar á því að fullnýta lífrænan úrgang sem til fellur til dæmis við landbúnað. Í bréfinu er óskað eftir fundi með sveitarstjórnarfulltrúum til þess að ræða hvort sveitarfélagið hafi áhuga á og henti fyrir þetta fyrsta tilraunaverkefni.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar fyrir erindið og óskar eftir að fá fulltrúa verkefnisins á fund byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 817. fundur - 01.03.2018

Möguleikar á að fullnýta lífrænan úrgang sem til fellur meðal annars við landbúnað. Málið áður á dagskrá 810. fundar byggðarráðs þann 11. janúar 2018. Jón Guðmundsson og Auður Magnúsdóttir starfsmenn auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands komu á fundinn og kynntu viðfangsefnið undir þessum dagskrárlið.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 822. fundur - 05.04.2018

Lagt fram bréf dagsett 3. apríl 2018 frá Jóni Guðmundssyn og Auði Magnúsdóttur starfsmönnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, varðandi möguleika á vinnslu orku og næringarefna úr lífrænum hráefnum.
Ekki liggur fyrir afstaða sveitarfélagsins hvort það ætlar að verða þátttakandi í verkefninu.