Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Vinnsla á lífrænum úrgangi til orku- og næringarefnavinnslu
Málsnúmer 1801067Vakta málsnúmer
Möguleikar á að fullnýta lífrænan úrgang sem til fellur meðal annars við landbúnað. Málið áður á dagskrá 810. fundar byggðarráðs þann 11. janúar 2018. Jón Guðmundsson og Auður Magnúsdóttir starfsmenn auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands komu á fundinn og kynntu viðfangsefnið undir þessum dagskrárlið.
2.Samstarfssamningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og UMSS
Málsnúmer 1802213Vakta málsnúmer
Málinu vísað frá 251. fundi félags- og tómstundanefndar þann 23. febrúar 2018. Lagður fram samstarfssamningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Ungmennasambands Skagafjarðar um eflingu starfs Ungmennasambands Skagafjarðar og aðildarfélaga þess með megináherslu á barna og unglingastarf auk þess að stuðla að auknu samstarfi Ungmennasambands Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar á sviði íþrótta- og forvarnarmála. Arnrún Halla Arnórsdóttir formaður UMSS og Thelma Knútsdóttir framkvæmdastjóri UMSS sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning.
3.Beiðni um viðræður um kaup á landi Kolkuóss
Málsnúmer 1802223Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 12. febrúar 2018 frá stjórn Kolkuóss ses. þar sem óskað er eftir viðræðum um kaup á landi Kolkuóss, þ.e. þeim hluta jarðarinnar sem sveitarfélagið er eigandi að og fer með.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að taka saman gögn um stöðu málsins og leggja fyrir byggðarráð.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að taka saman gögn um stöðu málsins og leggja fyrir byggðarráð.
4.Rammasamningur við AwareGo
Málsnúmer 1802235Vakta málsnúmer
Lagðar fram upplýsingar um rammasamning milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og AwareGo, þekkingarfyrirtæki í öryggisvitundarfræðslu.
Byggðarráð samþykkir að Sveitarfélagið Skagafjörður nýti sér aðgang að samningnum og skrái þátttöku í verkefninu.
Byggðarráð samþykkir að Sveitarfélagið Skagafjörður nýti sér aðgang að samningnum og skrái þátttöku í verkefninu.
5.Styrkbeiðni vegna kaupa á fimleikadýnu
Málsnúmer 1802236Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá stjórn Ungmenna- og íþróttafélaginu Smára, dagsettur 20. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við kaup á fimleikadýnu.
Byggðarráð samþykkir að veita verkefninu 300.000 kr. og tekið af fjáhagslið 21890.
Byggðarráð samþykkir að veita verkefninu 300.000 kr. og tekið af fjáhagslið 21890.
6.Aðalgata 21A - Utanhússviðhald - Frumkostnaðaráætlun og greinargerð
Málsnúmer 1701108Vakta málsnúmer
Staða málsins kynnt.
7.Umsagnarbeiðni þingsályktunartillaga um stefnu í uppbyggingu flutningskerfi raforku
Málsnúmer 1802275Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 26. febrúar 2018. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 179. mál.
8.SSNV - Ársþing 2018
Málsnúmer 1802233Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 23. febrúar 2018 frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra varðandi tilnefningu fulltrúa á 26. ársþing SSNV sem verður haldið í Skagabúð í Austur-Húnavatnssýslu þann 6. apríl n.k.
Aðalmenn: Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarki Tryggvason, Viggó Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigríður Svavarsdóttir, Gunnsteinn Björnsson, Bjarni Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ásta Pálmadóttir og Margeir Friðriksson
Varamenn: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Ísak Óli Traustason, Einar E. Einarsson, Hrund Pétursdóttir, Jóhannes Ríkharðsson, Gísli Sigurðsson, Haraldur Þór Jóhannsson, Hildur Þóra Magnúsdóttir og Sigurjón Þórðarson.
Aðalmenn: Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarki Tryggvason, Viggó Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigríður Svavarsdóttir, Gunnsteinn Björnsson, Bjarni Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ásta Pálmadóttir og Margeir Friðriksson
Varamenn: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Ísak Óli Traustason, Einar E. Einarsson, Hrund Pétursdóttir, Jóhannes Ríkharðsson, Gísli Sigurðsson, Haraldur Þór Jóhannsson, Hildur Þóra Magnúsdóttir og Sigurjón Þórðarson.
9.Norðurstrandarleið Arctic Coast Way
Málsnúmer 1711018Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar þriðja áfangaskýrslan um Arctic Coast Way - Norðurstrandaleið.
10.Virkjun vindorku á Íslandi, stefnumótunar- og leiðbeiningarrit Landverndar
Málsnúmer 1802252Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar nýtt stefnumótunar- og leiðbeiningarrit útgefið af Landvernd - Virkjun vindorku á Íslandi.
Fundi slitið - kl. 10:48.