Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Vinnsla á lífrænum úrgangi til orku- og næringarefnavinnslu
Málsnúmer 1801067Vakta málsnúmer
2.Brú lífeyrissjóður - breyting á A deild
Málsnúmer 1703264Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur ásamt bréfi frá Brú-lífeyrissjóð dagsettur 5.janúar 2018, þar sem m.a.kemur fram að með setningu laga nr. 127/2016 var lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins breytt og hafði sú lagabreyting áhrif á A deild Brúar lífeyrissjóðs frá 1. júní 2017 sem kallaði á framlög launagreiðenda til A deildar sjóðsins.
Nú liggur fyrir árshlutareikningur fyrir tímabilið 1. janúar - 31. maí 2017, tryggingafræðileg athugun fyrir sama tímabil og uppgjör launagreiðenda á framlögum í jafnvægissjóð, lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð en forsendur uppgjörsins eru að;
Jafnvægissjóðnum er til að mæta halla á áfallinni lífeyrisskuldbindingu A deildar sjóðsins þann 31.maí 2017. Framlag launagreiðenda í jafnvægissjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum þeirra frá stofnun sjóðsins til 31.maí 2017.
Lífeyrisaukasjóðnum er ætlað að mæta breytingu á réttindaöflun sjóðsfélaga í A deild til framtíðar. Framlag launagreiðenda í lífeyrisaukasjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum frá 1. janúar 2017- 31.maí 2017 en þau iðgjöld taka mest mið af framtíðarskipan sjóðsins.
Varúðarsjóðnum er ætlað til að standa til vara að baki lífeyrisaukasjóðnum. Ef tryggingafræðileg staða lífeyrisaukasjóðsins samkvæmt árlegu mati verður neikvæð um 10% eða meira í fimm á eða hafi hún haldist neikvæð samfellt a.m.k. 5% í meira en tíu ár skal leggja höfuðstól varúðarsjóðsins að hluta eða í heild við eignir lífeyrisaukasjóðsins. Framlag launagreiðenda í varúðarsjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum frá 1. janúar 2017- 31.maí 2017.
Í póstinum kemur fram að Sveitarfélaginu Skagafirði sé ætlað að greiða 174.416.140 kr. framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar,382.338.344 kr. framlag í lífeyrisaukasjóð A-deildar Brúar og 41.133.105 kr. framlag í varúðarsjóð A-deildar Brúar.
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur óskað eftir gögnum um útreikning á kröfum sjóðsins.
Nú liggur fyrir árshlutareikningur fyrir tímabilið 1. janúar - 31. maí 2017, tryggingafræðileg athugun fyrir sama tímabil og uppgjör launagreiðenda á framlögum í jafnvægissjóð, lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð en forsendur uppgjörsins eru að;
Jafnvægissjóðnum er til að mæta halla á áfallinni lífeyrisskuldbindingu A deildar sjóðsins þann 31.maí 2017. Framlag launagreiðenda í jafnvægissjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum þeirra frá stofnun sjóðsins til 31.maí 2017.
Lífeyrisaukasjóðnum er ætlað að mæta breytingu á réttindaöflun sjóðsfélaga í A deild til framtíðar. Framlag launagreiðenda í lífeyrisaukasjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum frá 1. janúar 2017- 31.maí 2017 en þau iðgjöld taka mest mið af framtíðarskipan sjóðsins.
Varúðarsjóðnum er ætlað til að standa til vara að baki lífeyrisaukasjóðnum. Ef tryggingafræðileg staða lífeyrisaukasjóðsins samkvæmt árlegu mati verður neikvæð um 10% eða meira í fimm á eða hafi hún haldist neikvæð samfellt a.m.k. 5% í meira en tíu ár skal leggja höfuðstól varúðarsjóðsins að hluta eða í heild við eignir lífeyrisaukasjóðsins. Framlag launagreiðenda í varúðarsjóði er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum frá 1. janúar 2017- 31.maí 2017.
Í póstinum kemur fram að Sveitarfélaginu Skagafirði sé ætlað að greiða 174.416.140 kr. framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar,382.338.344 kr. framlag í lífeyrisaukasjóð A-deildar Brúar og 41.133.105 kr. framlag í varúðarsjóð A-deildar Brúar.
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur óskað eftir gögnum um útreikning á kröfum sjóðsins.
3.Skagfirskar leiguíbúðir hses
Málsnúmer 1610156Vakta málsnúmer
Með tilvísun í 758. fund byggðarráðs frá 29. september 2016 samþykkti byggðarráð að stofna húsnæðissjálfseignarstofnunina Skagfirskar leiguíbúðir og leggja fram stofnfé að upphæð 1.000.000 kr.
Byggðarráð samþykkti einnig fyrirliggjandi drög að stofnsamþykkt fyrir Skagfirskar leiguíbúðir hses.
Byggðarráð samþykkir að kosin verði ný stjórn. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Byggðarráð samþykkti einnig fyrirliggjandi drög að stofnsamþykkt fyrir Skagfirskar leiguíbúðir hses.
Byggðarráð samþykkir að kosin verði ný stjórn. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
4.Körfuknattleiksdeild Tindastóls
Málsnúmer 1801076Vakta málsnúmer
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að styrkja Körfuknattleiksdeild Tindastóls um kr. 1.500.000 vegna framúrskarandi árangurs í íþróttinni, þar sem liðið er komið í úrslit í bikarkeppni KKÍ. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar Tindastóli góðs gengis í úrslitaleiknum n.k. laugardag á móti KR. Einnig óskar byggðarráð liðinu velfarnaðar í keppninni um íslandsmeistaratitilinn sem framundan er.
5.Kynning á niðurstöðum rannsókna v. landsmóts á Hólum 2016
Málsnúmer 1801054Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Lárusi Á. Hannesssyni,formanni Landssambands hestamanna, dagsettur 5.janúar 2018 þar sem kynntur er fyrirhugaður fundur í félagsheimili Skagfirðings á Sauðárkróki laugardaginn 20. janúar n.k. kl. 11:00. Á fundinum verða kynntar niðurstöður rannsókna v. landsmóts hestamanna á Hólum sumarið 2016.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hvetur allt sveitartjórnarfólk sem hefur tök á að mæta að fara á kynninguna.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hvetur allt sveitartjórnarfólk sem hefur tök á að mæta að fara á kynninguna.
Fundi slitið - kl. 10:20.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar fyrir erindið og óskar eftir að fá fulltrúa verkefnisins á fund byggðarráðs.