Körfuknattleiksdeild Tindastóls
Málsnúmer 1801076
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 810. fundur - 11.01.2018
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að styrkja Körfuknattleiksdeild Tindastóls um kr. 1.500.000 vegna framúrskarandi árangurs í íþróttinni, þar sem liðið er komið í úrslit í bikarkeppni KKÍ. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar Tindastóli góðs gengis í úrslitaleiknum n.k. laugardag á móti KR. Einnig óskar byggðarráð liðinu velfarnaðar í keppninni um íslandsmeistaratitilinn sem framundan er.