Gámasvæði í Varmahlíð - útboðsverk
Málsnúmer 1801272
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 137. fundur - 23.03.2018
Lagðar voru fyrir fundinn teikningar frá Verkfræðistofunni Stoð ehf. vegna sorpmóttökusvæðis í Varmahlíð ásamt kostnaðaráætlun verksins. Hönnun gerir ráð fyrir að á svæðinu verði 6 opnir gámar fyrir sorp og fleiri minni gámar fyrir spilliefni, rafgeyma, raftæki o.fl. Steyptir verða stoðveggir við gáma til að auðvelda losun í þá. Gert er ráð fyrir að svæðið verði afgirt og læst en opið á fyrirfram ákveðnum tímum. Einn gámur fyrir almennt óflokkað heimilissorp verði aðgengilegur utan opnunartíma.
Sviðsstjóra er falið að bjóða verkið út þegar útboðsgögn liggja fyrir.
Sviðsstjóra er falið að bjóða verkið út þegar útboðsgögn liggja fyrir.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 161. fundur - 15.10.2019
Farið var yfir opnun tilboða í sorpmóttöku í Varmahlíð.
Tilboð í verkið voru opnuð fimmtudaginn 3. október sl. og bárust 2 tilboð í verkið;
Uppsteypa ehf. 57.818.600.-
Vinnuvélar Símonar ehf. 57.193.968.-
Kostnaðaráætlun Verkfræðistofunnar Stoðar hljóðar upp á 51.063.000.-
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að ganga frá verksamningi við lægstbjóðanda.
Steinar Skarphéðinsson og Ingibjörg Huld Þórðardóttir, viku af fundi undir afgreiðslu málsins.
Sigríður Magnúsdóttir sat fundinn undir afgreiðslu þessa máls í stað Ingibjargar Huldar.
Tilboð í verkið voru opnuð fimmtudaginn 3. október sl. og bárust 2 tilboð í verkið;
Uppsteypa ehf. 57.818.600.-
Vinnuvélar Símonar ehf. 57.193.968.-
Kostnaðaráætlun Verkfræðistofunnar Stoðar hljóðar upp á 51.063.000.-
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að ganga frá verksamningi við lægstbjóðanda.
Steinar Skarphéðinsson og Ingibjörg Huld Þórðardóttir, viku af fundi undir afgreiðslu málsins.
Sigríður Magnúsdóttir sat fundinn undir afgreiðslu þessa máls í stað Ingibjargar Huldar.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 171. fundur - 02.09.2020
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni á breytingum á frágangi yfirborðs á svæðinu. Áætlað er að opna móttökusvæðið í lok september.
Stefnt er á að klára hönnun svæðisins fyrir miðjan mars.