Fara í efni

Gámasvæði í Varmahlíð - útboðsverk

Málsnúmer 1801272

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 136. fundur - 02.02.2018

Lögð voru fram drög að hönnun gámasvæðis í Varmahlíð.
Stefnt er á að klára hönnun svæðisins fyrir miðjan mars.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 137. fundur - 23.03.2018

Lagðar voru fyrir fundinn teikningar frá Verkfræðistofunni Stoð ehf. vegna sorpmóttökusvæðis í Varmahlíð ásamt kostnaðaráætlun verksins. Hönnun gerir ráð fyrir að á svæðinu verði 6 opnir gámar fyrir sorp og fleiri minni gámar fyrir spilliefni, rafgeyma, raftæki o.fl. Steyptir verða stoðveggir við gáma til að auðvelda losun í þá. Gert er ráð fyrir að svæðið verði afgirt og læst en opið á fyrirfram ákveðnum tímum. Einn gámur fyrir almennt óflokkað heimilissorp verði aðgengilegur utan opnunartíma.
Sviðsstjóra er falið að bjóða verkið út þegar útboðsgögn liggja fyrir.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 161. fundur - 15.10.2019

Farið var yfir opnun tilboða í sorpmóttöku í Varmahlíð.
Tilboð í verkið voru opnuð fimmtudaginn 3. október sl. og bárust 2 tilboð í verkið;

Uppsteypa ehf. 57.818.600.-
Vinnuvélar Símonar ehf. 57.193.968.-

Kostnaðaráætlun Verkfræðistofunnar Stoðar hljóðar upp á 51.063.000.-

Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að ganga frá verksamningi við lægstbjóðanda.

Steinar Skarphéðinsson og Ingibjörg Huld Þórðardóttir, viku af fundi undir afgreiðslu málsins.
Sigríður Magnúsdóttir sat fundinn undir afgreiðslu þessa máls í stað Ingibjargar Huldar.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 171. fundur - 02.09.2020

Nefndin lýsir yfir ánægju sinni á breytingum á frágangi yfirborðs á svæðinu. Áætlað er að opna móttökusvæðið í lok september.