Fara í efni

Reglur um aðstoð til að greiða lögmannskostnað í barnaverndarmálum sbr. 47. gr. Bvl

Málsnúmer 1804083

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 368. fundur - 16.05.2018

Skv. barnaverndarlögum skal Barnaverndarnefnd setja sér reglur um veitingu fjárhagsaðstoðar til barns eða foreldra vegna lögfræðikostnaðar í tengslum við rekstur máls fyrir nefndinni og/eða úrskurðarnefnd velferðarmála. Sveitarfélögin hafa ekki áður sett sér slíkar reglur. Barnaverndarnefnd samþykkti meðfylgjandi reglur á fundi sínum 26.4.2018 og að senda þær til staðfestingar í sveitarstjórnum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.

Forseti gerir tillögu um að þessum dagskrárlið sé vísað til byggðarráðs. Borið upp til atkvæðagreiðslu og samþykkt með átta atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 830. fundur - 28.06.2018

Málinu vísað frá 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. maí 2018.
Skv. barnaverndarlögum skal barnaverndarnefnd setja sér reglur um veitingu fjárhagsaðstoðar til barns eða foreldra vegna lögfræðikostnaðar í tengslum við rekstur máls fyrir nefndinni og/eða úrskurðarnefnd velferðarmála. Sveitarfélögin hafa ekki áður sett sér slíkar reglur. Barnaverndarnefnd samþykkti meðfylgjandi reglur á fundi sínum 26.apríl 2018 og að senda þær til staðfestingar í sveitarstjórnum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 372. fundur - 22.08.2018

Málinu vísað frá 830. fundi byggðarráðs þann 28. júní 2018.
Skv. barnaverndarlögum skal barnaverndarnefnd setja sér reglur um veitingu fjárhagsaðstoðar til barns eða foreldra vegna lögfræðikostnaðar í tengslum við rekstur máls fyrir nefndinni og/eða úrskurðarnefnd velferðarmála. Sveitarfélögin hafa ekki áður sett sér slíkar reglur. Barnaverndarnefnd samþykkti meðfylgjandi reglur á fundi sínum 26. apríl 2018 og að senda þær til staðfestingar í sveitarstjórnum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Sveitarstjórn vísaði málinu til afgreiðslu byggðarráðs sem samþykkti framlagðar reglur á fundi sínum 28. júní 2018.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.