Umhverfis- og samgöngunefnd - 139
Málsnúmer 1806006F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 370. fundur - 20.06.2018
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 139 Lögð var fyrir fundinn bókun Skipulags- og bygginganefndar frá 5. júní sl. vegna umsóknar um framkvæmdaleyfi vegna dýpkunar í Sauðárkrókshöfn.
Bókunin er svohljóðandi;
"Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar dýpkunar í Sauðárkrókshöfn Annars vegar er um að ræða snúningshring innan hafnarinnar og hinsvegar dýpkun við enda sandfangara. Samtals er um að ræða 61 þúsund rúmmetra efnisdýpkun. Af því eru um 14 þúsund rúmmetrar notaðir í landfyllingu á hafnarsvæðinu en um 47 þúsund rúmmetrum verður fargað á áður notaðan förgunarstað í hafinu. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt."
Þessi bókun nefndarinnar var staðfest á fundi Sveitarstjórnar þann 6. júní sl.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra að bjóða verkið út í samvinnu við Siglingasvið Vegagerðarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 370. fundi sveitarstjórnar 20. júní 2018 með sjö atkvæðum.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finnster Úlfarsson fulltrúar L-lista óska bókað að þau taki ekki þátt í afgreiðslu fundargerðarinnar þar sem framboðið er nýtt í sveitarstjórn.