Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 58
Málsnúmer 1806030F
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 831. fundur - 05.07.2018
Fundargerð 58. fundar atvinnu-, menningar-og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 831. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 58 Lögð fram tillaga um Gunnstein Björnsson sem formann, Sigríði Magnúsdóttur sem varaformann og Ragnheiði Halldórsdóttur sem ritara nefndarinnar. Samþykkt samhljóða. Formaður tók við fundarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar atvinnu-, menningar-og kynningarnefndar staðfest á 831. fundi byggðarráðs 5. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 58 Rætt um samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Kaupfélags Skagfirðinga um nýsköpunarsamkeppnina Ræsing Skagafjörður.
Nefndin samþykkir að þróa verkefnið áfram í samvinnu við samstarfsaðila og stefna að auglýsingu um samkeppnina í haust. Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar atvinnu-, menningar-og kynningarnefndar staðfest á 831. fundi byggðarráðs 5. júlí 2018 með þremur atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 58 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Þórólfi Stefánssyni vegna tónleikanna Villtir svanir og tófa 2018. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar framtakinu og þakkar þeim sem að tónleikunum standa. Jafnframt vekur nefndin athygli á Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra sem veitir styrki til menningarviðburða í landshlutanum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Þórólf um kr. 50.000,- til hátíðarinnar sem tekinn verður af lið 05890. Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar atvinnu-, menningar-og kynningarnefndar staðfest á 831. fundi byggðarráðs 5. júlí 2018 með þremur atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 58 Rætt um skipan þarfagreiningarnefndar um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki. Á liðnu kjörtímabili skipaði hvert framboð í Sveitarfélaginu Skagafirði einn fulltrúa í nefndina en auk þeirra situr þar Héraðsskjalavörður Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd beinir því til byggðarráðs að skipa að nýju fulltrúa í þarfagreiningarnefnd um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar atvinnu-, menningar-og kynningarnefndar staðfest á 831. fundi byggðarráðs 5. júlí 2018 með þremur atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 58 Lögð fram til kynningar viljayfirlýsing á milli Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um fjármögnun, undirbúning og byggingu menningarhúss á Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar atvinnu-, menningar-og kynningarnefndar staðfest á 831. fundi byggðarráðs 5. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 58 Lögð fram til kynningar tilkynning um ráðningu Berglindar Þorsteinsdóttur í stöðu safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd óskar Berglindi til hamingju með ráðninguna og hlakkar til samstarfsins við hana.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar Sigríði Sigurðardóttur fráfarandi safnstjóra fyrir vel unnin störf til áratuga í þágu Byggðasafnsins og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar atvinnu-, menningar-og kynningarnefndar staðfest á 831. fundi byggðarráðs 5. júlí 2018 með þremur atkvæðum.