Fara í efni

Tillaga - Vinna framkvæmdaáætlun fyrir Alexandersflugvöll

Málsnúmer 1811144

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 845. fundur - 20.11.2018

Lögð fram tillaga frá Ólafi Bjarna Haraldssyni, fulltrúa Byggðalistans:
"Byggðaráð leggur til að unnin verði framkvæmdaáætlun fyrir Alexandersflugvöll, til að varpa ljósi á hvað þurfi að gera til að styrkja flugvöllinn, þannig að hann geti orðið vottaður alþjóðaflugvöllur og þar með varaflugvöllur fyrir Keflavík, Egilsstaði og Akureyri. Auknar kröfur sem tóku gildi um síðustu áramót gera það að verkum að óljóst er hversu kostnaðarsamt það er að fá Alexandersflugvöll vottaðan sem alþjóðaflugvöll. Því er mikilvægt að sveitarfélagið sýni frumkvæði og láti vinna framkvæmdaáætlun Alexandersflugvallar, og fái til þess fagfólk með þekkingu á þesskonar framkvæmdum. Forsenda þess að farið verði af stað í þetta verkefni er að fá til þess styrk frá SSNV, enda þjóni flugvöllurinn öllu starfssvæði samtakanna."
Byggðarráð tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að senda erindi til stjórnar SSNV um styrk til verkefnisins.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 858. fundur - 27.02.2019

Málið áður á dagskrá 845. fundar byggðarráðs þann 20. nóvember 2018. Lagt fram verðtilboð frá verkfræðistofunni Mannviti í verkfræðihönnun.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda upplýsingar til stjórnar SSNV varðandi verkefnið.