Umhverfis- og samgöngunefnd - 149
Málsnúmer 1901012F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 380. fundur - 06.02.2019
Fundargerð 149. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 380. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 149 Rædd var staða við deiliskipulagsgerð fyrir hafnarsvæði á Sauðárkróki og farið yfir drög að skipulagslýsingu frá árinu 2016.
Vinna er nú komin í gang að nýju við deiliskipulagsgerð fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkróki og hefur Verkfræðistofan Stoð verið fengin til verkefnisins.
Stefnt er að sameiginlegum fundi umhverfis- og samgöngunefndar og skipulags- og bygginganefndar innan tíðar þar sem farið verður yfir deiliskipulagsvinnuna. Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 149 Lagt var fyrir erindi frá hafnasambandi Íslands varðandi öryggi í höfnum.
Í erindinu er komið á framfæri ályktun hafnasambandsþings sem haldið var í október sl.
Í ályktuninni er þeim tilmælum beint til hafna að unnið verði áhættumat þar sem leitast verður við að benda á hættur sem stafað geta að þeim sem fara um hafnarsvæði og hafnarbakka. Því er einnig beint til stærri hafna að unnið verði að öryggisvottun hafnanna.
Umhverfis- og samgöngunefnd beinir því til hafnarstjóra að unnið verði áhættumat fyrir Skagafjarðarhafnir. Í framhaldinu verði skoðuð þörf á öryggisvottun. Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 149 Lagðar voru fram til kynningar fundargerðir nr. 406 til 408 stjórnar Hafnasambands Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 149 Lagt var fram erindi frá Steini Kárasyni, framkvæmdastjóra Brimnesskóga.
Í erindinu óskar félagið eftir viðræðum við umhverfis- og samgöngunefnd um nýjan áfanga og útvíkkun á verkefni um endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur vel í erindið og felur sviðstjóra og formanni að afla frekari upplýsinga um verkefnið.
Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 149 Ræddar voru hugmyndir um framkvæmd umhverfisdaga í Skagafirði árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum.