Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Dagskrá
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 853
Málsnúmer 1901009FVakta málsnúmer
Fundargerð 853. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 380. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 853 Lagt fram bréf dagsett 12. janúar 2019 frá Valdísi Jörgensdóttur og Nico Leerink þar sem þau óska eftir upplýsingum um jörðina Hólavelli í Fljótum, landnúmer 146817, hvort hún sé föl til kaups eða leigu.
Byggðarráð fagnar erindinu og samþykkir að vísa því til umsagnar landbúnaðarnefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 853. fundar byggðarráðs staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 853 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. desember 2018 frá Þórarni Kristjánssyni f.h. Fimmunar ehf., kt. 621281-2169. Óskað er eftir að fá að leigja tún norðan við Laugaból fyrir tjaldsvæði og tengja það starfsemi í Laugabóli. Einnig lögð fram yfirlitsmynd af svæðinu.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 853. fundar byggðarráðs staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 853 Lagt fram bréf dagsett 9. janúar 2019 frá Magnúsi Jónssyni f.h. stjórnar Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar varðandi dragnótaveiðar á Skagafirði. Á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í október 2018 var svohljóðandi bókað: "Aðalfundur LS skorar á stjórnvöld að taka upp fyrri takmarkanir á veiðum með dragnót í Skagafirði þannig að þær verði óheimilar innan línu sem dregin er milli Ásnefs í vestri í norðurhorn Þórðarhöfða í austri. Þeim tilmælum er beint til sveitarstjórnar Skagafjarðar að beita sér í þessu máli til hagsbóta fyrir smábátaútgerð á Skagafirði." Stjórn Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar ferð þess á leit við sveitarstjórn Skagafjarðar að þetta mál verði tekið upp við viðeigandi stjórnvöld.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar fyrir erindið og ítrekar um leið fyrri mótmæli byggðarráðs við ákvörðun ráðherra um afléttingu friðunar á hluta Skagafjarðar fyrir dregnum veiðarfærðum. Byggðarráð ítrekar áskorun til ráðherra um að endurskoða þá ákvörðun og óskar eftir fundi með ráðherra vegna málsins hið fyrsta. Bókun fundar Afgreiðsla 853. fundar byggðarráðs staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 853 Erindið áður á 846. fundi byggðarráðs þann 28. nóvember 2018. Lagt fram erindi frá formanni stjórnar Vesturfarasetursins ses., dags. 7. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að felldur verði niður fasteignaskattur af húsum í eigu setursins.
Byggðarráð þakkar erindið en getur ekki orðið við þessum óskum safnsins. Bókun fundar Afgreiðsla 853. fundar byggðarráðs staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 853 Lagt fram bréf dagsett 12. desember 2018 frá Íbúðalánasjóði varðandi tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Þar kemur fram að Sveitarfélagið Skagafjörður er ekki á meðal þeirra sveitarfélaga sem fyrst verða tekin inn í tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs í húsnæðismálum landsbyggðarinnar.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar fyrir svarið og lýsir sig reiðubúið til samstarfs við Íbúðalánasjóð um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Skagafirði en veruleg þörf er á enn frekari uppbyggingu húsnæðis í héraðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 853. fundar byggðarráðs staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 853 Lagt fram til kynningar bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dagsett 7. janúar 2019 varðandi nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 1088/2018 sem tók gildi 1. janúar 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 853. fundar byggðarráðs staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 853 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1901087, dagsettur 9. janúar 2019 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Sigmundar Jóhannessonar f.h. Félagsheimilisins Höfðaborgar um tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 vegna þorrablóts í félagsheimilinu þann 9. febrúar 2019.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 853. fundar byggðarráðs staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 853 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1901168, dagsettur 11. janúar 2019 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Inga Vals Haraldssonar f.h. Félagsheimilisins Skagasels um tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 vegna þorrablóts í félagsheimilinu þann 2. febrúar 2019.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 853. fundar byggðarráðs staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 853 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1901086, dagsettur 9. janúar 2019 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Sigmundar Jóhannessonar f.h. Félagsheimilisins Höfðaborgar um tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 vegna þorrablóts í félagsheimilinu þann 2. febrúar 2019.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 853. fundar byggðarráðs staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 853 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1901170, dagsettur 9. janúar 2019 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Mörtu Friðþjófsdóttur, kt. 230364-6999 um tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 vegna þorrablóts í Félagsheimilinu Árgarði þann 25. janúar 2019.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 853. fundar byggðarráðs staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 853 Lagðar fram til kynnningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-október 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 853. fundar byggðarráðs staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 853 Lögð fram til kynningar fundargerð 27. stjórnarfundar Ferðasmiðjunnar ehf. þann 22. maí 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 853. fundar byggðarráðs staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum.
2.Byggðarráð Skagafjarðar - 854
Málsnúmer 1901016FVakta málsnúmer
Fundargerð 854. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 380. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 854 Lagt fram bréf frá Kiwanisklúbbnum Freyju, Skagafirði, dagsett 21. janúar 2019 þar sem klúbburinn óskar eftir samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð um að koma upp Freyju-fjölskyldugarði Skagafjarðar. Óskað er eftir samstarfi í þeirri mynd að finna góða staðsetningu fyrir sumarið 2019. Klúbburinn sjái um fjárfestingu í leiktækjum en viðhald svæðisins verði í höndum sveitarfélagsins. Markmiðið með garðinum er að hlúa að fjölskyldum og efla útiveru og hreyfingu og um leið stuðla að ánægjulegri samveru foreldra og barna.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 854. fundar byggðarráðs staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 854 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1901263, dagsettur 18. janúar 2019 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Sigurlínu Erlu Magnúsdóttur, kt. 111091-3159 um tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 vegna þorrablóts í Félagsheimili Rípurhrepps þann 23. febrúar 2019.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 854. fundar byggðarráðs staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 854 Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Jón Þór Þorvaldsson arkitekt og Steinunn Jónsdóttir frá Úti Inni arkitektastofu. Kynntar voru grunnteikningar að nýjum tveggja deilda leikskóla sem byggður verður við grunnskólann á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að kynna teikningarnar fyrir hlutaðeigandi starfsmönnum leik- og grunnskóla. Stefnt er að þeirri vinnu verði lokið fyrir næsta fund byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 854. fundar byggðarráðs staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum.
3.Byggðarráð Skagafjarðar - 855
Málsnúmer 1901022FVakta málsnúmer
Fundargerð 855. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 380. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 855 Farið yfir hönnun nýs leikskóla á Hofsósi og ábendingar sem komið hafa fram á því stigi. Jón Þór Þoraldsson arkitekt og Indriði Þór Einarsson sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs sátu þennan dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að ljúka fullnaðarhönnun á byggingunni samkvæmt fyrirliggjandi teikningum og gera verkið útboðshæft. Bókun fundar Afgreiðsla 855. fundar byggðarráðs staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum.
4.Félags- og tómstundanefnd - 262
Málsnúmer 1901002FVakta málsnúmer
Fundargerð 262. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 380. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Félags- og tómstundanefnd - 262 Íþróttafélagið Molduxar óska eftir gjaldfrjálsum aðgangi að íþróttahúsinu á Sauðárkróki vegna jólamóts félagsins þann 26. desember s.l. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fella niður gjald fyrir afnot af húsinu þennan dag líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Nefndin fagnar þessum árlega viðburði Molduxa sem dregur að sér fjölda fólks, bæði iðkendur í körfubolta og gesti á öllum aldri. Erindið er samþykkt. Guðný Axelsdóttir formaður nefndarinnar sat hjá við afgreiðslu á þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 262. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 262 Meirihluti félags- og tómstundanefndar leggur til að Sveitarfélagið Skagafjörður sækist eftir því að gerast þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi samfélag sem Embætti landlæknis veitir forstöðu. Um er að ræða lýðheilsuverkefni sem felur í sér heildræna nálgun og markvissar aðgerðir sem miða að því að bæta heilsu, líðan og lífsgæði íbúa samfélagsins. Félags- og tómstundanefnd leggur til við sveitarstjórn að hún hafi forgöngu um að skipa stýrihóp sem skoði forsendur og möguleika sveitarfélagsins á þátttöku í verkefninu. Æskilegt er að stýrihópinn skipi hópur fólks sem hefur fjölþætta þekkingu og áhuga á að skipa Sveitarfélaginu Skagafirði enn frekari sess sem fjölskylduvænt samfélag þar sem lýðheilsa og vellíðan fólks er höfð að leiðarljósi. Bókun fundar Afgreiðsla 262. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 262 Lagt fram eitt mál. Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 262. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 262 Erindi frá Félagi eldri borgara á Hofsósi.
Í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 samþykkir nefndin að veita Félagi eldri borgara á Hofsósi 100.000 króna styrk vegna félagsstarfa.
Bókun fundar Afgreiðsla 262. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2018 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 262 Erindi frá Félagi eldri borgara í Skagafirði.
Í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 samþykkir nefndin að veita Félagi eldri borgara í Skagafirði 280.000 króna styrk vegna félagsstarfa.
Bókun fundar Afgreiðsla 262. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2018 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 262 Erindi frá Helgu Bjarnadóttur f.h. eldri borgara sem sækja félagsstarf á Löngumýri.
Í samræmi við fjárhagsáætlun 2019 samþykkir nefndin að veita 150.000 króna styrk vegna húsaleigu á Löngumýri.
Bókun fundar Afgreiðsla 262. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2018 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 262 Félags- og tómstundanefnd samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá og með 1.janúar 2019 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur, þ.e. viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2019 verði 82% af ótekjutengdum atvinnuleysisbótum á mánuði eins og þær voru í nóvember 2018. Full fjárhagsaðstoð einstaklings frá og með 1. janúar 2019 er því 229.370 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 262. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 262 Félags- og tómstundanefnd samþykkir að gjaldskrá verði óbreytt, þ.e. viðmiðun við launaflokk 128 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Frá fyrsta janúar 2019 verður gjald fyrir hverja klukkustund 3.092 kr. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Bókun fundar Afgreiðsla 262. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 262 Félags- og tómstunanefnd samþykkir að hlutur notenda Dagdvalar aldraðra í fæðiskostnaði hækki um 3%, úr 496 kr. í 511 kr. fyrir hverja máltíð. Bókun fundar Afgreiðsla 262. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 262 Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæðir greiðsla vegna þjónustu stuðningsfjölskylda verði eftirfarandi frá 1.janúar 2019.
1. fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 21.500 fyrir hvern sólarhring. Hækkunin nemur kr. 2.800 á sólarhring.
2. fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu.
Greiddar eru kr. 19.000 fyrir hvern sólarhring. Hækkunin nemur kr. 4.500 á sólarhring.
3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 17.000 fyrir hvern sólarhring. Hækkunin nemur kr. 5.800 á sólarhring.
Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Gert hefur verið ráð fyrir ofangreindum hækkunum í fjárhagsáætlun 2019.
Bókun fundar Afgreiðsla 262. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2018 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 262 Lögð fram umsókn frá Kvennaathvarfinu um rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 200.000 árið 2019. Nefndin samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 75.000 af málaflokki 02890. Ýmsir styrkir og framlög. Bókun fundar Afgreiðsla 262. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 262 Lögð fram styrkbeiðni frá Stígamótum vegna starfsemi samtakanna. Nefndin telur sér ekki fært að veita styrk að þessu sinni en óskar Stígamótum alls góðs í störfum sínum. Bókun fundar Afgreiðsla 262. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 262 Lögð fram beiðni um styrk frá Aflinu á Akureyri. Nefndin samþykkir að styrkja Aflið um 100.000 krónur vegna starfsins og hvetur jafnframt til þess að samtökin heimsæki grunnskólana í Skagafirði með erindi um forvarnir. Bókun fundar Afgreiðsla 262. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 262 Tekið er fyrir erindi frá Leikhópnum Lottu þar sem óskað er eftir endurgjaldslausum afnotum af íþróttahúsinu á Sauðárkróki fyrir sýninguna Rauðhettu þann 30. janúar 2019,kl. 17:30. Nefndin samþykkir erindið.
Bókun fundar Afgreiðsla 262. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2018 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 262 Umsókn Guðrúnar Erlu Sigursteinsdóttur um daggæslu á einkaheimili. Félags- og tómstundanefnd samþykkir bráðabirgðarleyfi vegna daggæslu á einkaheimili til eins árs fyrir Guðrúnu Erlu Sigursteinsdóttur, Hólavegi 27 Sauðárkóki, sbr. 15.gr. reglugerðar nr. 907/2005 fyrir 5 börnum að eigin barni meðtöldu, allan daginn, enda sæki Guðrún Erla námskeið fyrir dagoreldra svo fljótt sem kostur er. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar dagskrár. Bókun fundar Afgreiðsla 262. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
5.Fræðslunefnd - 138
Málsnúmer 1901006FVakta málsnúmer
Fundargerð 138. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 380. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Laufey Kristín Skúladóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Fræðslunefnd - 138 Skv. ákvörðun sem tekin var á fundi nefndarinnar þann 29. október s.l. verða starfsmannafundir leikskólanna haldnir utan opnunartíma. Skóladagatölin hafa verið uppfærð með tilliti til þessa og liggja fyrir fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 138. fundar fræðslunefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 138 Desemberskýrsla leikskólanna 2018 sem sendar eru til Hagstofu Íslands lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 138. fundar fræðslunefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 138 Samningur um kaup á hádegisverði við STÁ ehf. rennur út í lok maí á þessu ári. Taka þarf afstöðu til hvaða háttur verður hafður á við framreiðslu hádegisverðar. Málinu frestað á meðan verið er að skoða alla anga.
Bjarni Jónsson fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
Hver er kostnaður sveitarfélagsins á ársgrundvelli vegna eldhús Ársala þegar lagður er saman kostnaður við aðkeyptan mat og launakostnaður þess starfsfólks sem fastráðið er í fullbúnu eldhúsi Ársala, ásamt öðrum kostnaði sem málinu tengist? Og hver er hins vegar áætlaður kostnaður ef matur er eldaður frá grunni í eldhúsi Ársala, matráð og starfsfólki í eldhúsi á staðnum ásamt öðrum kostnaði sem málinu tengist?
Svar óskast skriflegt og sundurliðað til allra fulltrúa í fræðslunefnd vel fyrir næsta fund í nefndinni, og ennfremur lagt fram á næsta fundi fræðslunefndar.
Bókun fundar Afgreiðsla 138. fundar fræðslunefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 138 Þann 18. september s.l. barst formanni fræðslunefndar og fræðslustjóra ábending um vöntun á vistun eftir skóla í Varmahlíð frá foreldri. Síðan hefur málið verið í skoðun innan fræðsluþjónustunnar, starfsmenn hafa aflað gagna, miðlað upplýsingum og skoðað ýmsar sviðsmyndir. Í kjölfar ábendingarinnar átti formaður fræðslunefndar samtal við málsaðila sem og formann foreldrafélags Leikskólans Birkilundar og benti þeim á að senda formlegt erindi til fræðslunefndar. Það erindi barst svo frá stjórn foreldrafélagsins 10. janúar sl. til formanns fræðslunefndar og sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Undir málinu liggur minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Nefndin tekur vel í erindið og mun skoða það áfram, bæði með tilliti til húsnæðis og starfsmannahalds. Á næstunni verður gerð könnun meðal foreldra og jafnframt verður málið tekið inn á fund Samstarfsnefndar með Akrahreppi, sem er eignaraðili skólans ásamt Sveitarfélaginu Skagafirði.
Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalistans óskar eftirfarandi bókað:
Gaman hefði verið að vita af því að þessi vinna væri í gangi og fagna ég henni. Ég tel hinsvegar skilvirkari vinnubrögð innan nefndarinnar að fjallað sé um tiltekin mál áður en vinna er hafin innan sviðsins.
Bjarni Jónsson fulltrúi VG og óháðra óskar eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í liðinni viku tillögu Byggðalista um að fela fræðslunefnd og starfsmönnum fjölskyldusviðs að meta þörfina fyrir starfrækslu frístundaheimils við Varmahlíðarskóla, sem og að meta kostnaðinn við rekstur þess á ársgrundvelli. Málið hefur aldrei verið rætt í nefndinni eða fulltrúum minnihlutans kynnt slík vinna fyrr en nú. Æskilegt hefði verið að málið hefði komið fyrr fyrir nefndina til umfjöllunar áður en vinna var sett af stað og er þar tekið undir bókun fulltrúa byggðalista. Málið er hinsvegar gott og mikilvægt að sveitarstjórn hafi lýst stuðningi við úttekt á þörf fyrir frístundaheimili við Varmahlíðarskóla.
Erindi samþykkt og frekari gögn verða lögð fyrir næsta fund. Bókun fundar Afgreiðsla 138. fundar fræðslunefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 138 Á sveitarstjórnarfundi þann 16. janúar s.l. var samþykkt eftirfarandi tillaga frá Byggðalistanum:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela fræðslunefnd og starfsmönnum fjölskyldusviðs að meta þörfina fyrir starfrækslu frístundaheimils við Varmahlíðarskóla, sem og að meta kostnaðinn við rekstur þess á ársgrundvelli.
Laufey Skúladóttir, formaður fræðslunefndar, óskar að eftirfarandi sé bókað: Með vísan til þess að málið var þegar komið á dagskrá fundar fræðslunefndar sbr. 4. lið hér að framan óska fulltrúar meirihlutans bókað að tillaga Byggðalistans var samþykkt á umræddum sveitarstjórnarfundi með fjórum atkvæðum minnihlutans. Meirihluti sveitarstjórnar sat hjá við afgreiðsluna.
Jóhanna Ey Harðardóttir óskar eftirfarandi bókað: Vinna er hafin að framgangi þessa máls og fagna ég henni. Bókun fundar Afgreiðsla 138. fundar fræðslunefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 138 Lögð fram skýrsla Menntamálastofnunar um ytra mat Grunnskólans austan Vatna sbr. lög um grunnskóla nr. 91/2008. Jafnframt er lögð fram umbótaáætlun sem skólinn og fræðsluþjónustan hafa unnið í kjölfar úttektarinnar. Nefndin fagnar úttektinni og þeim niðurstöðum sem koma fram í skýrslu Menntamálastofnunar. Niðurstaðan er hvatning til enn frekari árangurs og metnaðar í starfi. Starfsmenn skólans eiga hrós skilið fyrir vel unnin störf. Bókun fundar Afgreiðsla 138. fundar fræðslunefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 138 Grettistak Veitingar ehf. óskar eftir hækkun á skólamáltíðum í Árskóla úr 600 krónum í 700 krónur fyrir hverja máltíð og vísar til hækkunar á hráefni og launum s.l. 3 ár en skólmáltíðir hafa ekki verið hækkaðar síðan 1. janúar 2016.
Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu, þar sem samningur við fyrirtækið rennur út nú í maílok. Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 138. fundar fræðslunefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 138 Samningur um kaup á hádegisverði við Grettistak Veitingar ehf. rennur út í lok maí á þessu ári. Taka þarf afstöðu til hvaða háttur verður hafður á við framreiðslu hádegisverðar. Málinu frestað á meðan verið er að skoða alla anga.
Bjarni Jónsson fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
Hver er kostnaður sveitarfélagsins á ársgrundvelli vegna framreiðslueldhúss Árskóla þegar lagður er saman kostnaður við aðkeyptan mat, launakostnað þess starfsfólks sem fastráðið er í framreiðslueldhúsið ásamt öðrum kostnaði sem málinu tengist? Og hver er hins vegar áætlaður kostnaður ef framreiðslueldhúsi Árskóla er breytt í fullbúið eldhús með matráði á staðnum ásamt öðrum kostnaði sem málinu tengist?
Svar óskast skriflegt og sundurliðað til allra fulltrúa í fræðslunefnd vel fyrir næsta fund, og ennfremur lagt fram á næsta fundi fræðslunefndar.
Bókun fundar Afgreiðsla 138. fundar fræðslunefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum.
6.Skipulags- og byggingarnefnd - 337
Málsnúmer 1901015FVakta málsnúmer
Fundargerð 337. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 380. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 337 Sveitarstjórn samþykkir samhljóða á fundi 12. desember 2018 að hafin verði vinna við heildarendurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins til 12 ára.
Við endurskoðun aðalskipulagsins gefast tækifæri til að virkja íbúa og atvinnulíf í sveitarfélaginu til að hafa áhrif á umhverfi sitt og þróun sveitarfélagsins. Slík samráðsvinna getur haft jákvæð áhrif á samfélagið og gert skipulagsvinnuna betri og nytsamlegri. Endurskoðun aðalskipulags verður stefnumarkandi heildarsýn varðandi þróun sveitarfélagsins a.m.k. til næstu 12 ára. Skipulaginu er ætlað að stuðla að hagkvæmri og skynsamlegri nýtingu lands, móta stefnu um þróun byggðar og landnotkunar, og leggja mat á helstu áhrif skipulags á umhverfið og samfélag.
Á fundinum var farið yfir helstu viðfangsefni sem tengjast gerð nýs aðalskipulags og verklag við þá vinnu.
Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 1. febrúar 2019 með níu atkvæðum.
7.Skipulags- og byggingarnefnd - 338
Málsnúmer 1901024FVakta málsnúmer
Fundargerð 338. fundar ski8ulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 380. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 338 Fundurinn er opinn kynningarfundur til að kynna auglýsta tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.
Tillagan fjallar um, (A) legu Blöndulínu 3 (raflína), (B) færslu á legu Sauðárkrókslínu 2, (C) áframhaldandi frestun á skipulagi fyrir virkjanakosti í Skagafirði, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt út, (E) nýtt tengivirki og lega jarðstrengs á Sauðárkróki, (F) ný efnistökusvæði vegna framkvæmda og (G) stækkun iðnaðarsvæðis við Varmahlíð.
Í tillögu er gerð grein fyrir forsendum breytinga, útfærslu og umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 105/2006.
Fundurinn var vel sóttur og að lokinni yfirferð um breytingartillöguna var orðið gefið laust. Margir kvöddu sér hljóðs og komu fram með ábendingar og athugasemdir sérstaklega varðandi legu Blöndulínu 3.
Í fundarlok var fundarmönnum þökkuð góð fundarseta og ítrekað að athugasemdir og ábendingar við tillöguna þurfi að vera skriflegar og berast fyrir 4. febrúar nk. Bókun fundar Afgreiðsla 338. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 1. febrúar 2019 með níu atkvæðum.
8.Skipulags- og byggingarnefnd - 339
Málsnúmer 1901026FVakta málsnúmer
Fundargerð 339. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 380. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 339 Gústav F. Bentsson kt. 200372-5659 og Svavar Sigurðsson kt. 190669-5489 sækja
fh, Meindýraeyðingar -Garðaúðun ehf. kt. 480306-0150, um heimild til þess að breyta, að hluta, notkun húsnæðisins á lóð 66a á Gránumóum. Landnúmer lóðar er 227422.
Fyrirhugaðar breytingar eru að skipta hússinu upp í fjögur brunahólf, gera aðstöðu og geymslur í austur-hluta hússins. Aðstaða og frystir í miðrými verður óbreytt. Vesturhluti hússins verður óbreyttur að öðru leiti en því að komið verður fyrir nýjum glugga á núverandi kaffistofu ásamt því að setja upp snyrtingu.
Framlagðir uppdrættir dagsettir 21.01.2019, í verki númer 3062, nr. A-101 til A-104, gerðir af Ingvari G. Sigurðarsyni gera grein fyrir umbeðnum breytingum og endurbótum. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 1. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 339 Ingi Björn Árnason kt 310381-3579 sækir f.h. Marbælis ehf. kt. 700402-5840, um heimild til stofna byggingarreit í landi jarðarinnar Marbælis, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7583-02, dags. 18. janúar 2019. Landnúmer jarðarinnar er 146058. Á byggingarreitnum er fyrirhugað að byggja viðbyggingu við núverandi fjós. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið að fenginni umsögn minjavarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 1. febrúar 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 339 Þröstur I. Jónsson kt 030371-3699 og Ólafur Björn Stefánsson kt 050371-5579 sækja um lóðina Borgarflöt 29 á Sauðárkróki. Fyrirhugað er að byggja, í áföngum, 560 fermetra iðnaðar og athafnahús á lóðinni. Samþykkt að úthluta lóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 1. febrúar 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 339 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 16. janúar 2019, frá Jóni Ólafi Halldórssyni forstjóra Olís varðandi staðsetningu á sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti á lóðinni Borgarflöt 31. Lóðin er 2555 fermetrar með 1350 ferm byggingarreit. Samþykkt að úthluta lóðinni.
Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 1. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 339 Fyrir liggur erindi Magnúsar Svavarssonar kt. 281054-2609 dagsett 25. janúar sl. þar sem óskað er eftir breytingum á húsgerð á lóðinni. Óskað er eftir að breyta áður samþykktu einbýlishúsi húsi á lóðinni í parhús og einnig stækkun á lóð til suðurs tvo metra inn á opið svæði. Meðfylgjandi eru drög að nýjum aðaluppdrætti eru gerð af Þóri Guðmundssyni kt. 040381-5389. Uppdráttur er númer 101 dagsettir 27.01.2019. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 1. febrúar 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 339 Elsa Stefánsdóttir kt. 260153-7499 sækir, f.h. JF hesta ehf. kt. 411111-0670, þinglýsts eiganda jarðarinnar Ljótsstaða, landnúmer 146555 um heimild til að stofna 5,99 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem „Ljótsstaðir 1“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 709601 útg. 26. nóv. 2018. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Fyrirhuguð spilda liggur að landamerkjum Ljótsstaða og Hugljótsstaða (lnr. 146546). Meðfylgjandi er landamerkjayfirlýsing um ágreiningslaus landamerki jarðanna á þessum hluta, árituð af landeigendum.
Innan merkja fyrirhugaðrar spildu eru matshlutar 02, 03, 06, 07, 08, 09 og 11.
Matshluti 02 er 271,7 m² íbúðarhús.
Matshluti 03 er 95,2 m² vélaverkstæði.
Matshluti 06 er 87,6 m² fjárhús.
Matshluti 07 er 90,0 m² hlaða.
Matshluti 08 er 18,9 m² fjárhús.
Matshluti 09 er 32,2 m² fjárhús.
Matshluti 11 er 65,8 m² viðbygging við vélaverkstæði.
Í umsókn kemur fram að lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Ljótsstöðum, landnr. 146555 sem og öll hlunnindi jarðarinnar.
Sveitarfélgið keypti íbúðarhúsið að Ljótsstöðum, sem stendur á framangreindri landspildu, skv. 11. gr. l. 49/1997 árið 2002. Var það gert á grundvelli s.k. bráðabirgðahættumats, sbr. rgj. 505/2000. Er nýting þess háð samþykki ráðherra skv. umræddu ákvæði. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa og sveitarstjóra að eiga samráð við eiganda umrædds lands um nýtingu á því, og um ráðstöfun íbúðarhússins, í ljósi framangreindrar kvaðar. Eftir atvikum verði þinglýst þeim takmörkunum sem á nýtingu þessara eigna eru m.t.t. ofanflóðahættu að undangengnu framangreindu samráði.
Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 1. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 339 Fyrirliggjandi er fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar kt. 290664-4119 Skagfirðingabraut 13 um heimild til að byggja bílskúr og aðstöðuhús á lóðinni Skagfirðingabraut 13 og svör hans við fyrirspurn nefndarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í byggingu bílgeymslu á lóðinn en bendir á að fyrirhuguð bygging fer út úr ystu byggingarlínu að austaverðu og útfæra þarf uppdrætti í samræmi við það. Skoða þarf vegghæð og mænishæð fyrirhugaðrar byggingar með tilliti til aðliggjandi lóða. Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 1. febrúar 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 339 Margeir Björnsson kt. 191038-2079 og Helga Þórðardóttir kt. 070450-4459 sóttu með erindi dagsettu 2. maí 2017 um framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 19,4 ha. svæði á lögbýlinu Mælifellsá (146221). Er það viðbót við 31,5 ha. svæði sem gerður var samningur um við Norðurlandsskóga árið 2002. Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar var að veita framkvæmdaleyfi en undanskilja svæði sem samkvæmt gildandi aðalskipulagi er innan þess svæðis þar sem skipulagi er frestað vegna hugsanlegrar legu Blöndulínu 3.
Nú óska umsækjendur eftir að framkvæmdaleyfið verði endurskoðað og heimiluð skógrækt á umræddu svæði. Skipulags- og byggingarnefnd áréttar að vinna við breytingu á Aðalskipulagi 2009-2021 stendur nú yfir og er í auglýsingarferli. Afgreiðslu erindis frestað, verður tekið til afgreiðslu þegar fyrirhugaðar breytingatillögur hafa hlotið formlega staðfestingu.
Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 1. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 339 Fyrir liggur erindi til skipulags- og byggingarnefndar dagsett 6. júlí sl., beiðni Áka Bifreiðaþjónustu sf. kt. 580285-0589 um leyfi til að reka bifreiðaverkstæði í fjöleignahúsinu að Borgarflöt 17-19, nánar tiltekið í eignarhluta 19C
Í svarbréfi skipulags- og byggingarfulltrúa, sem dagsett er 3. ágúst sl. til umsækjanda, kemur fram að skipulags- og byggingarfulltrúi hafi, með vísan í 27. grein laga um fjöleignahús nr. 26/1994 sent erindið til umsagnar húsfélagsins að Borgarflöt 17-19, kt. 630519-0910. Svar húsfélagsins við erindinu barst 18. október sl. í formi fundargerðar af húsfundi. Eindið nú tekið fyrir að nýju. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á breytta notkun eignarhluta 19C og felur skipulags og byggingarfulltrúa að fylgja eftir að starfsleyfisskilyrðum heilbrigðisnefndar sé fullnægt.
Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 1. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 339 Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, breytingar A-G, er í auglýsingarferli samkvæmt skipulagslögum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að auglýsingarfrestur verði framlengdur til 25.febrúar 2019. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 11 Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Samþykkt samhljóða.
9.Umhverfis- og samgöngunefnd - 149
Málsnúmer 1901012FVakta málsnúmer
Fundargerð 149. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 380. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 149 Rædd var staða við deiliskipulagsgerð fyrir hafnarsvæði á Sauðárkróki og farið yfir drög að skipulagslýsingu frá árinu 2016.
Vinna er nú komin í gang að nýju við deiliskipulagsgerð fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkróki og hefur Verkfræðistofan Stoð verið fengin til verkefnisins.
Stefnt er að sameiginlegum fundi umhverfis- og samgöngunefndar og skipulags- og bygginganefndar innan tíðar þar sem farið verður yfir deiliskipulagsvinnuna. Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 149 Lagt var fyrir erindi frá hafnasambandi Íslands varðandi öryggi í höfnum.
Í erindinu er komið á framfæri ályktun hafnasambandsþings sem haldið var í október sl.
Í ályktuninni er þeim tilmælum beint til hafna að unnið verði áhættumat þar sem leitast verður við að benda á hættur sem stafað geta að þeim sem fara um hafnarsvæði og hafnarbakka. Því er einnig beint til stærri hafna að unnið verði að öryggisvottun hafnanna.
Umhverfis- og samgöngunefnd beinir því til hafnarstjóra að unnið verði áhættumat fyrir Skagafjarðarhafnir. Í framhaldinu verði skoðuð þörf á öryggisvottun. Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 149 Lagðar voru fram til kynningar fundargerðir nr. 406 til 408 stjórnar Hafnasambands Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 149 Lagt var fram erindi frá Steini Kárasyni, framkvæmdastjóra Brimnesskóga.
Í erindinu óskar félagið eftir viðræðum við umhverfis- og samgöngunefnd um nýjan áfanga og útvíkkun á verkefni um endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur vel í erindið og felur sviðstjóra og formanni að afla frekari upplýsinga um verkefnið.
Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 149 Ræddar voru hugmyndir um framkvæmd umhverfisdaga í Skagafirði árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum.
10.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 19
Málsnúmer 1901017FVakta málsnúmer
Fundargerð 19. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks lögð fram til afgreiðslu á 380. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 19 Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Jón Þór Þorvaldsson arkitekt og Steinunn Jónsdóttir frá Úti Inni arkitektastofu auk Ingvars Páls Ingvarssonar og Þorvaldar Gröndal starfsmanna sveitarfélagsins. Kynntar voru grunnteikningar að nýrri viðbyggingu við Sundlaugina á Sauðárkróki.
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks samþykkir að halda áfram hönnun á grundvelli þeirra hugmynda sem kynntar voru á fundinum. Bókun fundar Fundargerð 19. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum.
11.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Málsnúmer 1701316Vakta málsnúmer
Vísað frá 339.fundi skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, breytingar A-G, er í auglýsingarferli samkvæmt skipulagslögum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að auglýsingarfrestur verði framlengdur til 25. febrúar 2019."
Tillaga um að auglýsingafrestur verði framlengdur til 25. febrúar 2019, borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
"Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, breytingar A-G, er í auglýsingarferli samkvæmt skipulagslögum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að auglýsingarfrestur verði framlengdur til 25. febrúar 2019."
Tillaga um að auglýsingafrestur verði framlengdur til 25. febrúar 2019, borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
12.Tillaga - Undirbúningur Tröllaskagaganga
Málsnúmer 1902022Vakta málsnúmer
Forseti sveitarstjórnar Regína Valdimarsdóttir tók til máls.
Tillaga fyrir Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á stjórnvöld að tryggja í nýrri samgönguáætlun fjármögnun grunnrannsókna og samanburðar á bestu kostum á legu mögulegra jarðganga undir Tröllaskaga, auk rannsókna á samfélags- og efnahagslegum áhrifum sem leiða af nýjum Tröllaskagagöngum.
Tröllaskagagöng munu ótvírætt hafa mikinn ávinning í för með sér í formi styttri vegalengda á milli allra stærstu þéttbýlisstaða á Norðurlandi, aukins öryggis vegfarenda þar sem til yrði ný leið sem sneiðir fram hjá hæstu fjallvegum, stækkunar vinnusóknarsvæða, styrkingar almennrar þjónustu og eflingar ferðaþjónustu, auk bættrar samkeppnisstöðu landshlutans. Slík jarðgöng myndu breyta svo miklu á svo stóru svæði að örðugt er að sjá áhrifin fyrir án ítarlegrar og faglegrar athugunar. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur þunga áherslu á að nauðsynlegur undirbúningur og frumrannsóknir vegna nýrra Tröllaskagaganga hljóti fjármögnun innan nýrrar samgönguáætlunar.
Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Tillaga fyrir Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á stjórnvöld að tryggja í nýrri samgönguáætlun fjármögnun grunnrannsókna og samanburðar á bestu kostum á legu mögulegra jarðganga undir Tröllaskaga, auk rannsókna á samfélags- og efnahagslegum áhrifum sem leiða af nýjum Tröllaskagagöngum.
Tröllaskagagöng munu ótvírætt hafa mikinn ávinning í för með sér í formi styttri vegalengda á milli allra stærstu þéttbýlisstaða á Norðurlandi, aukins öryggis vegfarenda þar sem til yrði ný leið sem sneiðir fram hjá hæstu fjallvegum, stækkunar vinnusóknarsvæða, styrkingar almennrar þjónustu og eflingar ferðaþjónustu, auk bættrar samkeppnisstöðu landshlutans. Slík jarðgöng myndu breyta svo miklu á svo stóru svæði að örðugt er að sjá áhrifin fyrir án ítarlegrar og faglegrar athugunar. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur þunga áherslu á að nauðsynlegur undirbúningur og frumrannsóknir vegna nýrra Tröllaskagaganga hljóti fjármögnun innan nýrrar samgönguáætlunar.
Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
13.Tillaga - stytting vinnuviku
Málsnúmer 1902016Vakta málsnúmer
Álfhildur Leifsdóttir tók til máls og kynnti eftirfarandi tillögu.
Stytting vinnuvikunnar hjá starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að stefna að því að stytta vinnuvikuna hjá starfsfólki sveitarfélagsins og fara yfir mögulegar leiðir að því markmiði eftir því sem völ er á. Horft verði til þess að byrjað verði á leikskólum Skagafjarðar sem tilraunaverkefni.
Greinargerð
Stefnt verði að því að vinnuvika starfsmanna verði stytt í 36 tíma á viku, án þess þó að skerða laun eða þjónustu á nokkurn hátt. Áhersla verður lögð á sveigjanleika gagnvart starfsmönnum, að komið verði á móts við hvern og einn eins og mögulegt er. Stytting vinnuvikunnar mun gera vinnustaði Skagafjarðar enn eftirsóknarverðari en talsverður skortur er á menntuðum leikskólakennurum svo dæmi séu tekin. Ávinningur af slíkri styttingu er mikill samkvæmt skýrslu sem unnin er að RHA fyrir BSRB og Reykjavíkurborg um áhrif tilraunarverkefnis um styttingu vinnuvikunnar, en þar er talað um aukin afköst starfsmanna, minna álag í vinnu, færri fjarvistir, jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu starfsfólks, fjölgun samverustunda fjölskyldna og meiri starfsánægja. Að auki er stytting vinnuvikunnar stórt skref í áttina að enn fjölskylduvænna samfélagi og þar ætti sveitarfélagið Skagafjörður að vera leiðandi á sínum vinnustöðum.
Álfhildur Leifsdóttir, Vg og óháð
Bjarni Jónsson, VG og óháð
Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að vísa tillögunni til byggðarráðs til ferkari úrvinnslu. Ljóst má vera að stytting vinnuvikunnar er eitt af þeim málum sem verða rædd í komandi kjarasamningum og mikilvægt að fylgjast vel með þróun þessa máls á þeim vettvangi og skoða hvað sveitarfélaginu er fært í þeim efnum.
Bjarni Jónsson tók til máls.
Tillaga, um að vísa tillögunni um styttingu vinnuviku til byggðarráðs, borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
Stytting vinnuvikunnar hjá starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að stefna að því að stytta vinnuvikuna hjá starfsfólki sveitarfélagsins og fara yfir mögulegar leiðir að því markmiði eftir því sem völ er á. Horft verði til þess að byrjað verði á leikskólum Skagafjarðar sem tilraunaverkefni.
Greinargerð
Stefnt verði að því að vinnuvika starfsmanna verði stytt í 36 tíma á viku, án þess þó að skerða laun eða þjónustu á nokkurn hátt. Áhersla verður lögð á sveigjanleika gagnvart starfsmönnum, að komið verði á móts við hvern og einn eins og mögulegt er. Stytting vinnuvikunnar mun gera vinnustaði Skagafjarðar enn eftirsóknarverðari en talsverður skortur er á menntuðum leikskólakennurum svo dæmi séu tekin. Ávinningur af slíkri styttingu er mikill samkvæmt skýrslu sem unnin er að RHA fyrir BSRB og Reykjavíkurborg um áhrif tilraunarverkefnis um styttingu vinnuvikunnar, en þar er talað um aukin afköst starfsmanna, minna álag í vinnu, færri fjarvistir, jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu starfsfólks, fjölgun samverustunda fjölskyldna og meiri starfsánægja. Að auki er stytting vinnuvikunnar stórt skref í áttina að enn fjölskylduvænna samfélagi og þar ætti sveitarfélagið Skagafjörður að vera leiðandi á sínum vinnustöðum.
Álfhildur Leifsdóttir, Vg og óháð
Bjarni Jónsson, VG og óháð
Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að vísa tillögunni til byggðarráðs til ferkari úrvinnslu. Ljóst má vera að stytting vinnuvikunnar er eitt af þeim málum sem verða rædd í komandi kjarasamningum og mikilvægt að fylgjast vel með þróun þessa máls á þeim vettvangi og skoða hvað sveitarfélaginu er fært í þeim efnum.
Bjarni Jónsson tók til máls.
Tillaga, um að vísa tillögunni um styttingu vinnuviku til byggðarráðs, borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
14.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits N.l. vestra 2019
Málsnúmer 1901006Vakta málsnúmer
Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 11.janúar 2019 lögð fram til kynningar á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019
15.Fundagerðir stjórnar SÍS 2019
Málsnúmer 1901002Vakta málsnúmer
Fundargerð 867. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. janúar 2019 lögð fram til kynningar á 380. fundi sveitarstjónar 6. febrúar 2019
Fundi slitið - kl. 17:20.