Fara í efni

Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 19

Málsnúmer 1901017F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 380. fundur - 06.02.2019

Fundargerð 19. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks lögð fram til afgreiðslu á 380. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 19 Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Jón Þór Þorvaldsson arkitekt og Steinunn Jónsdóttir frá Úti Inni arkitektastofu auk Ingvars Páls Ingvarssonar og Þorvaldar Gröndal starfsmanna sveitarfélagsins. Kynntar voru grunnteikningar að nýrri viðbyggingu við Sundlaugina á Sauðárkróki.
    Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks samþykkir að halda áfram hönnun á grundvelli þeirra hugmynda sem kynntar voru á fundinum.
    Bókun fundar Fundargerð 19. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 6. febrúar 2019 með níu atkvæðum.