Skipulags- og byggingarnefnd - 339
Málsnúmer 1901026F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 380. fundur - 06.02.2019
Fundargerð 339. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 380. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 339 Gústav F. Bentsson kt. 200372-5659 og Svavar Sigurðsson kt. 190669-5489 sækja
fh, Meindýraeyðingar -Garðaúðun ehf. kt. 480306-0150, um heimild til þess að breyta, að hluta, notkun húsnæðisins á lóð 66a á Gránumóum. Landnúmer lóðar er 227422.
Fyrirhugaðar breytingar eru að skipta hússinu upp í fjögur brunahólf, gera aðstöðu og geymslur í austur-hluta hússins. Aðstaða og frystir í miðrými verður óbreytt. Vesturhluti hússins verður óbreyttur að öðru leiti en því að komið verður fyrir nýjum glugga á núverandi kaffistofu ásamt því að setja upp snyrtingu.
Framlagðir uppdrættir dagsettir 21.01.2019, í verki númer 3062, nr. A-101 til A-104, gerðir af Ingvari G. Sigurðarsyni gera grein fyrir umbeðnum breytingum og endurbótum. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 1. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 339 Ingi Björn Árnason kt 310381-3579 sækir f.h. Marbælis ehf. kt. 700402-5840, um heimild til stofna byggingarreit í landi jarðarinnar Marbælis, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7583-02, dags. 18. janúar 2019. Landnúmer jarðarinnar er 146058. Á byggingarreitnum er fyrirhugað að byggja viðbyggingu við núverandi fjós. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið að fenginni umsögn minjavarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 1. febrúar 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 339 Þröstur I. Jónsson kt 030371-3699 og Ólafur Björn Stefánsson kt 050371-5579 sækja um lóðina Borgarflöt 29 á Sauðárkróki. Fyrirhugað er að byggja, í áföngum, 560 fermetra iðnaðar og athafnahús á lóðinni. Samþykkt að úthluta lóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 1. febrúar 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 339 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 16. janúar 2019, frá Jóni Ólafi Halldórssyni forstjóra Olís varðandi staðsetningu á sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti á lóðinni Borgarflöt 31. Lóðin er 2555 fermetrar með 1350 ferm byggingarreit. Samþykkt að úthluta lóðinni.
Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 1. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 339 Fyrir liggur erindi Magnúsar Svavarssonar kt. 281054-2609 dagsett 25. janúar sl. þar sem óskað er eftir breytingum á húsgerð á lóðinni. Óskað er eftir að breyta áður samþykktu einbýlishúsi húsi á lóðinni í parhús og einnig stækkun á lóð til suðurs tvo metra inn á opið svæði. Meðfylgjandi eru drög að nýjum aðaluppdrætti eru gerð af Þóri Guðmundssyni kt. 040381-5389. Uppdráttur er númer 101 dagsettir 27.01.2019. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 1. febrúar 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 339 Elsa Stefánsdóttir kt. 260153-7499 sækir, f.h. JF hesta ehf. kt. 411111-0670, þinglýsts eiganda jarðarinnar Ljótsstaða, landnúmer 146555 um heimild til að stofna 5,99 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem „Ljótsstaðir 1“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 709601 útg. 26. nóv. 2018. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Fyrirhuguð spilda liggur að landamerkjum Ljótsstaða og Hugljótsstaða (lnr. 146546). Meðfylgjandi er landamerkjayfirlýsing um ágreiningslaus landamerki jarðanna á þessum hluta, árituð af landeigendum.
Innan merkja fyrirhugaðrar spildu eru matshlutar 02, 03, 06, 07, 08, 09 og 11.
Matshluti 02 er 271,7 m² íbúðarhús.
Matshluti 03 er 95,2 m² vélaverkstæði.
Matshluti 06 er 87,6 m² fjárhús.
Matshluti 07 er 90,0 m² hlaða.
Matshluti 08 er 18,9 m² fjárhús.
Matshluti 09 er 32,2 m² fjárhús.
Matshluti 11 er 65,8 m² viðbygging við vélaverkstæði.
Í umsókn kemur fram að lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Ljótsstöðum, landnr. 146555 sem og öll hlunnindi jarðarinnar.
Sveitarfélgið keypti íbúðarhúsið að Ljótsstöðum, sem stendur á framangreindri landspildu, skv. 11. gr. l. 49/1997 árið 2002. Var það gert á grundvelli s.k. bráðabirgðahættumats, sbr. rgj. 505/2000. Er nýting þess háð samþykki ráðherra skv. umræddu ákvæði. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa og sveitarstjóra að eiga samráð við eiganda umrædds lands um nýtingu á því, og um ráðstöfun íbúðarhússins, í ljósi framangreindrar kvaðar. Eftir atvikum verði þinglýst þeim takmörkunum sem á nýtingu þessara eigna eru m.t.t. ofanflóðahættu að undangengnu framangreindu samráði.
Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 1. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 339 Fyrirliggjandi er fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar kt. 290664-4119 Skagfirðingabraut 13 um heimild til að byggja bílskúr og aðstöðuhús á lóðinni Skagfirðingabraut 13 og svör hans við fyrirspurn nefndarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í byggingu bílgeymslu á lóðinn en bendir á að fyrirhuguð bygging fer út úr ystu byggingarlínu að austaverðu og útfæra þarf uppdrætti í samræmi við það. Skoða þarf vegghæð og mænishæð fyrirhugaðrar byggingar með tilliti til aðliggjandi lóða. Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 1. febrúar 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 339 Margeir Björnsson kt. 191038-2079 og Helga Þórðardóttir kt. 070450-4459 sóttu með erindi dagsettu 2. maí 2017 um framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 19,4 ha. svæði á lögbýlinu Mælifellsá (146221). Er það viðbót við 31,5 ha. svæði sem gerður var samningur um við Norðurlandsskóga árið 2002. Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar var að veita framkvæmdaleyfi en undanskilja svæði sem samkvæmt gildandi aðalskipulagi er innan þess svæðis þar sem skipulagi er frestað vegna hugsanlegrar legu Blöndulínu 3.
Nú óska umsækjendur eftir að framkvæmdaleyfið verði endurskoðað og heimiluð skógrækt á umræddu svæði. Skipulags- og byggingarnefnd áréttar að vinna við breytingu á Aðalskipulagi 2009-2021 stendur nú yfir og er í auglýsingarferli. Afgreiðslu erindis frestað, verður tekið til afgreiðslu þegar fyrirhugaðar breytingatillögur hafa hlotið formlega staðfestingu.
Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 1. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 339 Fyrir liggur erindi til skipulags- og byggingarnefndar dagsett 6. júlí sl., beiðni Áka Bifreiðaþjónustu sf. kt. 580285-0589 um leyfi til að reka bifreiðaverkstæði í fjöleignahúsinu að Borgarflöt 17-19, nánar tiltekið í eignarhluta 19C
Í svarbréfi skipulags- og byggingarfulltrúa, sem dagsett er 3. ágúst sl. til umsækjanda, kemur fram að skipulags- og byggingarfulltrúi hafi, með vísan í 27. grein laga um fjöleignahús nr. 26/1994 sent erindið til umsagnar húsfélagsins að Borgarflöt 17-19, kt. 630519-0910. Svar húsfélagsins við erindinu barst 18. október sl. í formi fundargerðar af húsfundi. Eindið nú tekið fyrir að nýju. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á breytta notkun eignarhluta 19C og felur skipulags og byggingarfulltrúa að fylgja eftir að starfsleyfisskilyrðum heilbrigðisnefndar sé fullnægt.
Bókun fundar Afgreiðsla 339. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 1. febrúar 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 339 Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, breytingar A-G, er í auglýsingarferli samkvæmt skipulagslögum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að auglýsingarfrestur verði framlengdur til 25.febrúar 2019. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 11 Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Samþykkt samhljóða.