Fara í efni

Dragnótaveiðar á Skagafirði

Málsnúmer 1901120

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 853. fundur - 16.01.2019

Lagt fram bréf dagsett 9. janúar 2019 frá Magnúsi Jónssyni f.h. stjórnar Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar varðandi dragnótaveiðar á Skagafirði. Á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í október 2018 var svohljóðandi bókað: "Aðalfundur LS skorar á stjórnvöld að taka upp fyrri takmarkanir á veiðum með dragnót í Skagafirði þannig að þær verði óheimilar innan línu sem dregin er milli Ásnefs í vestri í norðurhorn Þórðarhöfða í austri. Þeim tilmælum er beint til sveitarstjórnar Skagafjarðar að beita sér í þessu máli til hagsbóta fyrir smábátaútgerð á Skagafirði." Stjórn Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar ferð þess á leit við sveitarstjórn Skagafjarðar að þetta mál verði tekið upp við viðeigandi stjórnvöld.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar fyrir erindið og ítrekar um leið fyrri mótmæli byggðarráðs við ákvörðun ráðherra um afléttingu friðunar á hluta Skagafjarðar fyrir dregnum veiðarfærðum. Byggðarráð ítrekar áskorun til ráðherra um að endurskoða þá ákvörðun og óskar eftir fundi með ráðherra vegna málsins hið fyrsta.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 858. fundur - 27.02.2019

Umræður um dragnótaveiðar á Skagafirði og undirbúningur fyrir fund með sjávarútvegsráðherra.