Fyrirspurn varðandi land
Málsnúmer 1901154
Vakta málsnúmerLandbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 203. fundur - 25.02.2019
Erindinu vísað frá 853. fundi byggðarráðs þann 16. janúar 2019.
Óskar byggðarráð umsagnar um erindið sem er dagsett 12. janúar 2019 frá Valdísi Jörgensdóttur og Nico Leerink. Þau óska eftir upplýsingum um jörðina Hólavelli í Fljótum, landnúmer 146817, hvort hún sé föl til kaups eða leigu.
Landbúnaðarnefnd ályktar að sveitarstjóra verði falið að selja jörðina Hólavelli í Fljótum ásamt lax- og silungsveiðihlunnindum jarðarinnar og námaréttindum til heimilisnota sem og eftir atvikum jarðhitaréttindum, sbr. síðar. Áður en til sölu kemur skal hið selda afmarkað með sem gleggstum hætti; landfræðileg mörk, réttindi og kvaðir, þ.m.t. gagnvart öðrum jörðum og fjallskilum.
Þau verðmæti sem selja skal verði verðmetin, s.s. lax- og silungsveiðihlunnindi, jarðhitaréttindi og heitavatnsholur að þvi marki sem þessi verðmæti fylgja með í sölunni.
Áður en til sölu kæmi liggi fyrir afstaða veitunefndar til þess hvort hún kjósi að heitavatnsholur og heitavatnsréttindi verði tekin undan við söluna að öllu leyti eða að hluta.
Gert verði ráð fyrir því að jörðin verði seld hæstbjóðanda skv. skilyrðum um eftirgreint sem kunngerð verði í auglýsingu:
a)
Að kaupandi reisi heilsárshús á lóðinni innan 2ja ára (miðað við fokheldi).
b)
Að kaupandi lýsi því yfir að hann hyggi á fasta búsetu á jörðinni.
c)
Að kaupandi sæti þeirri kvöð að jarðhitaréttindi verði einungis nýtt til heimilisnota á jörðinni sjálfri svo sem nánar verði útfært í samráði við veitunefnd áður en jörðin verður auglýst til sölu.
d)
Að sveitarfélagið eigi forkaupsrétt að eigninni við sölu og skuli þá gilda um lax- og silungsveiðihlunnindi og jarðhitaréttindi það verðmat sem gilti við sölu þessa, verðbætt með vísitölu neysluverðs. Að öðru leyti skuli miða við kaupverð bindandi tilboðs eða matsverð eigna, séu þær lægra metnar af dómkvöddum matsmanni en heimilt skal að skjóta mati skv. þessum málslið til dómstóla.
e)
Að sveitarfélaginu sé heimilt að leysa til sín seld jarðhitaréttindi á upphaflegu matsverði skv. 2. mgr. hafi búseta skv. b-lið ekki hafist innan 2ja ára.
Sveitarfélagið, að viðhöfðu samráði við viðeigandi ráðuneyti, gæti þess áður en eignin er boðin til sölu að ríkissjóður muni ekki neyta forkaupsréttar að jarðhita og að fyrirhuguð ráðstöfun jarðhitaréttinda séu sveitarfélaginu að fullu heimil.
Sveitarfélagið skal áskilja sér rétt til þess að taka hvaða boði sem er eða hafna öllum.
Jafnframt samþykkir landbúnaðarnefnd að afnotum jarðarinnar verði sagt upp ef af sölu verður.
Óskar byggðarráð umsagnar um erindið sem er dagsett 12. janúar 2019 frá Valdísi Jörgensdóttur og Nico Leerink. Þau óska eftir upplýsingum um jörðina Hólavelli í Fljótum, landnúmer 146817, hvort hún sé föl til kaups eða leigu.
Landbúnaðarnefnd ályktar að sveitarstjóra verði falið að selja jörðina Hólavelli í Fljótum ásamt lax- og silungsveiðihlunnindum jarðarinnar og námaréttindum til heimilisnota sem og eftir atvikum jarðhitaréttindum, sbr. síðar. Áður en til sölu kemur skal hið selda afmarkað með sem gleggstum hætti; landfræðileg mörk, réttindi og kvaðir, þ.m.t. gagnvart öðrum jörðum og fjallskilum.
Þau verðmæti sem selja skal verði verðmetin, s.s. lax- og silungsveiðihlunnindi, jarðhitaréttindi og heitavatnsholur að þvi marki sem þessi verðmæti fylgja með í sölunni.
Áður en til sölu kæmi liggi fyrir afstaða veitunefndar til þess hvort hún kjósi að heitavatnsholur og heitavatnsréttindi verði tekin undan við söluna að öllu leyti eða að hluta.
Gert verði ráð fyrir því að jörðin verði seld hæstbjóðanda skv. skilyrðum um eftirgreint sem kunngerð verði í auglýsingu:
a)
Að kaupandi reisi heilsárshús á lóðinni innan 2ja ára (miðað við fokheldi).
b)
Að kaupandi lýsi því yfir að hann hyggi á fasta búsetu á jörðinni.
c)
Að kaupandi sæti þeirri kvöð að jarðhitaréttindi verði einungis nýtt til heimilisnota á jörðinni sjálfri svo sem nánar verði útfært í samráði við veitunefnd áður en jörðin verður auglýst til sölu.
d)
Að sveitarfélagið eigi forkaupsrétt að eigninni við sölu og skuli þá gilda um lax- og silungsveiðihlunnindi og jarðhitaréttindi það verðmat sem gilti við sölu þessa, verðbætt með vísitölu neysluverðs. Að öðru leyti skuli miða við kaupverð bindandi tilboðs eða matsverð eigna, séu þær lægra metnar af dómkvöddum matsmanni en heimilt skal að skjóta mati skv. þessum málslið til dómstóla.
e)
Að sveitarfélaginu sé heimilt að leysa til sín seld jarðhitaréttindi á upphaflegu matsverði skv. 2. mgr. hafi búseta skv. b-lið ekki hafist innan 2ja ára.
Sveitarfélagið, að viðhöfðu samráði við viðeigandi ráðuneyti, gæti þess áður en eignin er boðin til sölu að ríkissjóður muni ekki neyta forkaupsréttar að jarðhita og að fyrirhuguð ráðstöfun jarðhitaréttinda séu sveitarfélaginu að fullu heimil.
Sveitarfélagið skal áskilja sér rétt til þess að taka hvaða boði sem er eða hafna öllum.
Jafnframt samþykkir landbúnaðarnefnd að afnotum jarðarinnar verði sagt upp ef af sölu verður.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 858. fundur - 27.02.2019
Málið áður á dagskrá 853. fundi byggðarráðs þann 16. janúar 2019 og því vísað til umsagnar landbúnaðarnefndar. Fyrir fundinum liggur bókun og umsögn 203. fundar landbúnaðarnefndar frá 25. febrúar 2019.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til veitunefndar til umsagnar að því leiti er snýr að jarðhitaréttindum jarðarinnar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til veitunefndar til umsagnar að því leiti er snýr að jarðhitaréttindum jarðarinnar.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 56. fundur - 01.03.2019
Lagt var fyrir erindi vegna fyrirspurnar um jörðina Hólavelli í Fljótum, þar sem falast er eftir jörðinni til kaups eða leigu.
Erindið hefur verið tekið fyrir hjá landbúnaðarnefnd og byggðarráði sem víðsaði því til veitunefndar að því leiti sem snýr að jarðhitaréttindum jarðarinnar.
Á jörðinni Hólavellir eru tvær borholur HV-01 og HV-02 og eru í eigu Sveitarfélagsins. Nefndin leggur til að jarðhitaréttindi jarðarinnar verði undanskilin verði jörðin Hólavellir seld.
Erindið hefur verið tekið fyrir hjá landbúnaðarnefnd og byggðarráði sem víðsaði því til veitunefndar að því leiti sem snýr að jarðhitaréttindum jarðarinnar.
Á jörðinni Hólavellir eru tvær borholur HV-01 og HV-02 og eru í eigu Sveitarfélagsins. Nefndin leggur til að jarðhitaréttindi jarðarinnar verði undanskilin verði jörðin Hólavellir seld.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 860. fundur - 13.03.2019
Málið síðast á dagskrá 858. fundar byggðarráðs þann 27. febrúar 2019 og því vísað til umsagnar veitunefndar. Fyrir fundinum liggur bókun og umsögn 56. fundar veitunefndar frá 1. mars 2019.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða Valdísi Jörgensdóttur og Nico Leerink á næsta fund byggðarráðs til að ræða erindi þeirra.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða Valdísi Jörgensdóttur og Nico Leerink á næsta fund byggðarráðs til að ræða erindi þeirra.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 862. fundur - 03.04.2019
Erindið síðast á dagskrá 860. fundar byggðarráðs þann 13. mars 2019. Á fund ráðsins komu fyrirspyrjendur og kynntu áform sín varðandi jörðina Hólavelli í Fljótum.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
„Sveitarstjóra er falið ráðstafa jörðinni Hólavöllum (landnúmer 146817) með sölu, leigu eða eftir atvikum með leigusamningi með kauprétti, að undangenginni auglýsingu eða auglýsingum, þar sem m.a. verði höfð hliðsjón af þeim leiðbeiningum og skilmálum sem landbúnaðarnefnd setti fram á fundi sínum hinn 25. febrúar 2019. Þó skal þess gætt að í stað þess að gera ráð fyrir ráðstöfun til hæstbjóðanda þá megi, við mat á tilboðum, gefa sérstakt vægi sjónarmiðum sem styðja við að ungt fólk með börn eða á barneignaraldri sem jafnframt greiði útsvar sitt til sveitarfélagsins fái eignina leigða eða keypta. Við ráðstöfun og auglýsingar verði fyrirvari um endanlega staðfestingu sveitarstjórnar á ráðstöfuninni.“
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
„Sveitarstjóra er falið ráðstafa jörðinni Hólavöllum (landnúmer 146817) með sölu, leigu eða eftir atvikum með leigusamningi með kauprétti, að undangenginni auglýsingu eða auglýsingum, þar sem m.a. verði höfð hliðsjón af þeim leiðbeiningum og skilmálum sem landbúnaðarnefnd setti fram á fundi sínum hinn 25. febrúar 2019. Þó skal þess gætt að í stað þess að gera ráð fyrir ráðstöfun til hæstbjóðanda þá megi, við mat á tilboðum, gefa sérstakt vægi sjónarmiðum sem styðja við að ungt fólk með börn eða á barneignaraldri sem jafnframt greiði útsvar sitt til sveitarfélagsins fái eignina leigða eða keypta. Við ráðstöfun og auglýsingar verði fyrirvari um endanlega staðfestingu sveitarstjórnar á ráðstöfuninni.“
Byggðarráð fagnar erindinu og samþykkir að vísa því til umsagnar landbúnaðarnefndar.