Fara í efni

Stofnun veiðifélags um vötn og vatnsföll á Eyvindarstaðaheiði

Málsnúmer 1901165

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 203. fundur - 25.02.2019

Lagt fram bréf dagsett 9. janúar 2019 frá Sigursteini Bjarnasyni, f.h. Sjálfseignarstofnunarinnar Eyvindarstaðaheiði, varðandi stofnun veiðifélags um vötn og vatnsföll á Eyvindarstaðaheiði. Um er að ræða Aðalsmannsvatn (Bugavatn), Blönduvatn og Þúfnavatn. Eignarhlutur Sveitarfélagsins Skagafjarðar er 12/17. Sigursteinn kom á fundinn til viðræðu um málið og vék síðan af fundi.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að skipa Arnór Gunnarsson og Björn Friðriksson í nefnd til undirbúnings stofnunar veiðifélags um vötn og vatnsföll á Eyvindarstaðaheiði og Jón Sigurjónsson til vara.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 219. fundur - 18.06.2021

Erindið áður á fundi landbúnaðarnefndar þann 25. febrúar 2019. Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti fyrir fundarmönnum stöðu málsins. Ekkert veiðifélag nær yfir Bugavatn, Blönduvatn og Þúfnavatn. Unnið er að stofnun veiðifélags um þessi vötn og í vinnslu hjá Fiskistofu.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 998. fundur - 12.01.2022

Unnið er að stofnun veiðifélags með Sjálfseignarstofnuninni Eyvindarstaðaheiði um Aðalsmannsvatn (Bugavatn) (ISN93: 479.628, 525.432) , Bugalæk, (Vopnalækur, Opnilækur) Bugakvísl-eystri og vestri. Blönduvatn ( ISN93: 475.171, 517.300), Þúfnavatn (ISN93: 477.385, 507.638) og Þúfnalæk (Þúfnavatnslækur).
Byggðarráð samþykkir stofnun veiðifélagsins og að Björn Ólafsson og Kári Gunnarsson verði aðalmenn í stjórn félagsins og Björn Grétar Friðriksson og Aron Pétursson til vara. Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslunni til staðfestingar sveitarstjórnar.
Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslunni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 420. fundur - 12.01.2022

Unnið er að stofnun veiðifélags með Sjálfseignarstofnuninni Eyvindarstaðaheiði um Aðalsmannsvatn (Bugavatn) (ISN93: 479.628, 525.432) , Bugalæk, (Vopnalækur, Opnilækur) Bugakvísl-eystri og vestri. Blönduvatn ( ISN93: 475.171, 517.300), Þúfnavatn (ISN93: 477.385, 507.638) og Þúfnalæk (Þúfnavatnslækur).
Byggðarráð samþykkir stofnun veiðifélagsins og að Björn Ólafsson og Kári Gunnarsson verði aðalmenn í stjórn félagsins og Björn Grétar Friðriksson og Aron Pétursson til vara. Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslunni til staðfestingar sveitarstjórnar

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum. Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 225. fundur - 03.02.2022

Lögð fram til kynningar svohljóðandi bókun 998. fundar byggðarráðs:
"Unnið er að stofnun veiðifélags með Sjálfseignarstofnuninni Eyvindarstaðaheiði um Aðalsmannsvatn (Bugavatn) (ISN93: 479.628, 525.432) , Bugalæk, (Vopnalækur, Opnilækur) Bugakvísl-eystri og vestri. Blönduvatn ( ISN93: 475.171, 517.300), Þúfnavatn (ISN93: 477.385, 507.638) og Þúfnalæk (Þúfnavatnslækur).
Byggðarráð samþykkir stofnun veiðifélagsins og að Björn Ólafsson og Kári Gunnarsson verði aðalmenn í stjórn félagsins og Björn Grétar Friðriksson og Aron Pétursson til vara.
Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslunni til staðfestingar sveitarstjórnar.
Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslunni."