Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 63
Málsnúmer 1902005F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 381. fundur - 13.03.2019
Fundargerð 63. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 381. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson kvöddu sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 63 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Sirkus Íslands dagsett 15.01.2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og felur starfsmönnum nefndarinnar að afla frekari upplýsinga um verkefnið. Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 63 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Sögusetri íslenska hestsins dagsett 17.01.2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Sögusetrið um 1.500.000 kr til starfseminnar á árinu 2019. Fjármunir teknir af málaflokki 05890. Bókun fundar Bjárni Jónsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: Undirritaður telur það forsendu styrkveitinga sveitarfélagsins til Söguseturs íslenska hestins á Hólum að starfsmenn Sögusetursins hafi aðsetur í héraðinu og sinni þar starfinu að mestu.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum
Afgreiðsla 63. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 63 Kynnt samantekt á um fjölda félagsheimila sem eru með virkan rekstrarsamning.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að kanna vilja núverandi rekstraraðila til að endurnýja samninga þar sem samningar eru ekki í gildi. Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 63 Tekin fyrir tillaga Berglindar Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, um breytingu á gjaldskrá Byggðasafnsins fyrir 2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að íbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar geti keypt aðgangsmiða að safninu sem gildir í heilt ár óháð fjölda heimsókna. Nefndin hvetur íbúa sveitarfélagsins til að nýta þennan möguleika.
Nefndin vísar erindinu til staðfestingar Byggðaráðs.
Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 63 Lögð fram til umfjöllunar áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland að beiðni Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins dagsett 25. janúar 2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd vísar skýrslunni til umfjöllunar í samstarfshópi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 63 Lögð fram skýrsla Þjóðskjalasafns Íslands um starfsemi Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og starfsemi héraðsskjalasafna á Íslandi.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd óskar eftir að fá héraðsskjalavörð á fund nefndarinnar til að fjalla um niðurstöður skýrslunnar. Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 63 Lagt fram til kynningar bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu dagsett 30.01.2019.
Ráðuneytið varð við öllum breytingartillögum nefndarinnar nema undanþágu frá löndun tvöfalds magns afla.
Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.