Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

63. fundur 08. febrúar 2019 kl. 13:30 - 14:36 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Ragnheiður Halldórsdóttir ritari
  • Inga Katrín D. Magnúsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ólafur Guðmundsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Sirkus Íslands - samstarfsbeiðni

Málsnúmer 1901172Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Sirkus Íslands dagsett 15.01.2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og felur starfsmönnum nefndarinnar að afla frekari upplýsinga um verkefnið.

2.Styrktarbeiðni - 2019 Sögusetur íslenska hestsins

Málsnúmer 1902057Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Sögusetri íslenska hestsins dagsett 17.01.2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Sögusetrið um 1.500.000 kr til starfseminnar á árinu 2019. Fjármunir teknir af málaflokki 05890.

3.Félagsheimili Rekstrarsamningur

Málsnúmer 1812203Vakta málsnúmer

Kynnt samantekt á um fjölda félagsheimila sem eru með virkan rekstrarsamning.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að kanna vilja núverandi rekstraraðila til að endurnýja samninga þar sem samningar eru ekki í gildi.

4.Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga 2019

Málsnúmer 1810026Vakta málsnúmer

Tekin fyrir tillaga Berglindar Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, um breytingu á gjaldskrá Byggðasafnsins fyrir 2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að íbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar geti keypt aðgangsmiða að safninu sem gildir í heilt ár óháð fjölda heimsókna. Nefndin hvetur íbúa sveitarfélagsins til að nýta þennan möguleika.
Nefndin vísar erindinu til staðfestingar Byggðaráðs.

5.Áfangastaðaáætlanir í ferðaþjónustu

Málsnúmer 1901296Vakta málsnúmer

Lögð fram til umfjöllunar áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland að beiðni Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins dagsett 25. janúar 2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd vísar skýrslunni til umfjöllunar í samstarfshópi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði.

6.Skýrsla um starfsemi héraðsskjalasafna

Málsnúmer 1901039Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Þjóðskjalasafns Íslands um starfsemi Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og starfsemi héraðsskjalasafna á Íslandi.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd óskar eftir að fá héraðsskjalavörð á fund nefndarinnar til að fjalla um niðurstöður skýrslunnar.

7.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta 2018-2019

Málsnúmer 1810042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu dagsett 30.01.2019.
Ráðuneytið varð við öllum breytingartillögum nefndarinnar nema undanþágu frá löndun tvöfalds magns afla.

Fundi slitið - kl. 14:36.