Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 858

Málsnúmer 1902015F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 381. fundur - 13.03.2019

Fundargerð 858. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 381. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 858 Fulltrúar Orkusölunnar komu á fund byggðarráðs til að kynna fyrirhuguð virkjunaráform í Tungudal í Fljótum.
    Byggðarráð þakkar fulltrúum Orkusölunnar fyrir kynningu á mögulegum virkjunarkostum í Tungudal í Fljótum. Málið hefur ekki áður komið inn á borð byggðarráðs enda málið á algeru frumstigi. Eftir fyrstu kynningu á málinu er ljóst að meta þarf áhrif slíkrar framkvæmdar fyrir Fljótin og Skagafjörð, en virkjunin myndi framleiða um 2 MW af rafmagni. Ljóst er afla þarf frekari gagna og fara í meiri rannsóknarvinnu á svæðinu ætli forsvarsmenn þessa verkefnis að halda með það áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 858. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 858 Umræður um dragnótaveiðar á Skagafirði og undirbúningur fyrir fund með sjávarútvegsráðherra. Bókun fundar Afgreiðsla 858. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 858 Málið áður á dagskrá 853. fundi byggðarráðs þann 16. janúar 2019 og því vísað til umsagnar landbúnaðarnefndar. Fyrir fundinum liggur bókun og umsögn 203. fundar landbúnaðarnefndar frá 25. febrúar 2019.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til veitunefndar til umsagnar að því leiti er snýr að jarðhitaréttindum jarðarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 858. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 858 Erindinu vísað frá 63. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 8. febrúar 2019. Tekin fyrir tillaga Berglindar Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, um breytingu á gjaldskrá Byggðasafnsins fyrir 2019. Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti að lögheimilisíbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps geti keypt aðgangsmiða að safninu sem gildir í heilt ár óháð fjölda heimsókna. Byggðarráð hvetur íbúa sveitarfélaganna til að nýta þennan möguleika. Nefndin vísar erindinu til staðfestingar hreppsnefndar Akrahrepps. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 20 "Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga 2019" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 858 Málið áður kynnt á 857. fundi byggðarráðs þann 13. febrúar 2019. Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 7. febrúar 2019 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 509. mál.
    Lögð fram drög að umsögn um tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda framlagða umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 858. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 858 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1902342, dagsettur 21. febrúar 2019 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn Sigmundar Jóhannessonar, f.h. Félagsheimilisins Höfðaborgar, um tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007, vegna fjáröflunarskemmtunar sem fyrirhugað er að halda þann 16.03. 2019 n.k. í Höfðaborg.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 858. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 858 Málið áður á dagskrá 845. fundar byggðarráðs þann 20. nóvember 2018. Lagt fram verðtilboð frá verkfræðistofunni Mannviti í verkfræðihönnun.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda upplýsingar til stjórnar SSNV varðandi verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 858. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 858 Lagt fram til kynningar boðsbréf dagsett 8. febrúar 2019, frá Kristianstad í Svíþjóð, vinabæ sveitarfélagsins. Boðið er til vinabæjamóts dagana 8. og 9. maí 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 858. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.