Fara í efni

Tillaga - stytting vinnuviku

Málsnúmer 1902016

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 380. fundur - 06.02.2019

Álfhildur Leifsdóttir tók til máls og kynnti eftirfarandi tillögu.

Stytting vinnuvikunnar hjá starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að stefna að því að stytta vinnuvikuna hjá starfsfólki sveitarfélagsins og fara yfir mögulegar leiðir að því markmiði eftir því sem völ er á. Horft verði til þess að byrjað verði á leikskólum Skagafjarðar sem tilraunaverkefni.

Greinargerð
Stefnt verði að því að vinnuvika starfsmanna verði stytt í 36 tíma á viku, án þess þó að skerða laun eða þjónustu á nokkurn hátt. Áhersla verður lögð á sveigjanleika gagnvart starfsmönnum, að komið verði á móts við hvern og einn eins og mögulegt er. Stytting vinnuvikunnar mun gera vinnustaði Skagafjarðar enn eftirsóknarverðari en talsverður skortur er á menntuðum leikskólakennurum svo dæmi séu tekin. Ávinningur af slíkri styttingu er mikill samkvæmt skýrslu sem unnin er að RHA fyrir BSRB og Reykjavíkurborg um áhrif tilraunarverkefnis um styttingu vinnuvikunnar, en þar er talað um aukin afköst starfsmanna, minna álag í vinnu, færri fjarvistir, jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu starfsfólks, fjölgun samverustunda fjölskyldna og meiri starfsánægja. Að auki er stytting vinnuvikunnar stórt skref í áttina að enn fjölskylduvænna samfélagi og þar ætti sveitarfélagið Skagafjörður að vera leiðandi á sínum vinnustöðum.

Álfhildur Leifsdóttir, Vg og óháð
Bjarni Jónsson, VG og óháð

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að vísa tillögunni til byggðarráðs til ferkari úrvinnslu. Ljóst má vera að stytting vinnuvikunnar er eitt af þeim málum sem verða rædd í komandi kjarasamningum og mikilvægt að fylgjast vel með þróun þessa máls á þeim vettvangi og skoða hvað sveitarfélaginu er fært í þeim efnum.

Bjarni Jónsson tók til máls.

Tillaga, um að vísa tillögunni um styttingu vinnuviku til byggðarráðs, borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.