Fara í efni

Reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar um samstarf gegn heimilisofbeldi

Málsnúmer 1904114

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 265. fundur - 29.04.2019

Félagsmálastjóri kynnti drög að Reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi aðkomu félagsþjónustunnar að samstarfi við lögreglu um viðbrögð við heimilisofbeldi. Samhliða var lagður fram gátlisti fyrir vettvangsstarfsmenn í heimilisofbeldismálum. Reglurnar voru kynntar og samþykktar á fundi Barnaverndarnefndar Skagafjarðar 23.apríl sl. Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðaráðs.
Bertína Rodriguez vék af fundi eftir lið 4

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 866. fundur - 15.05.2019

Lagðar fram reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi aðkomu félagsþjónustunnar að samstarfi við lögreglu um viðbrögð við heimilisofbeldi sem samþykktar voru á 265. fundi félags- og tómstundanefndar þann 29. apríl 2019 og vísað til byggðarráðs. Reglurnar voru kynntar og samþykktar á fundi Barnaverndarnefndar Skagafjarðar 23.apríl sl.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 384. fundur - 29.05.2019

Vísað frá 866.fundi byggðarráðs 15. maí 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Lagðar fram reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi aðkomu félagsþjónustunnar að samstarfi við lögreglu um viðbrögð við heimilisofbeldi sem samþykktar voru á 265. fundi félags- og tómstundanefndar þann 29. apríl 2019 og vísað til byggðarráðs. Reglurnar voru kynntar og samþykktar á fundi Barnaverndarnefndar Skagafjarðar 23.apríl sl. Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagðar reglur Sveitarfélagins Skagafjarðar varðandi aðkomu félagsþjónustunnar að samstarfi við lögreglu um viðbrögð við heimilisofbeldi, bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.