Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Dagskrá
1.Skipulags- og byggingarnefnd - 348
Málsnúmer 1905003FVakta málsnúmer
Fundargerð 348. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 384. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 348 Fyrir fundinum liggur umsókn um byggingarsvæði við Freyjugötu á Sauðárkróki frá Ómari Guðmundssyni fh. Hrafnshóls ehf. kt. 470110-0820. Óskað er eftir að félagið fái heimild til að vinna deiliskipulag af svæðinu sem sótt er um og að svæðinu verði úthlutað Hrafnshóli ehf. Á fyrsta ári reikna umsækjendur með að byggja 10-15 íbúðir. Reiknað er með í umsókn að reiturinn verði fullbyggður innan 10 ára, þá með 50 til 90 íbúðum eftir því hvaða útfærsla verður valin. Skipulag- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Samþykkt að vísa erindinu til Byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 348. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 348 Linda Björk Valbjörnsdóttir kt. 200192-3709 og Hákon Ingi Stefánsson kt. 151097-2519, þinglýstir eigendur Geirmundarstaða 1 í Sæmundarhlíð, (landnr. 228505), óska eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að stofna byggingarreit á lóðinni skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-102 í verki 7611-01, dags. 2. maí 2019.
Skipulags- og byggingnarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fenginni umsögn Minjavarðar.
Bókun fundar Afgreiðsla 348. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 348 Elsa Stefánsdóttir kt. 260153-7499 sækir fh. JF hesta ehf. kt. 411111-0670, þinglýsts eiganda iðnaðar- og athafnalóðarinnar Ljótsstaðir lóð, landnúmer 194809 eftir heimild Skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að stofna byggingarreit í landi lóðarinnar skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 709602. Dagsetning uppdráttar 7. maí 2019. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Um er að ræða byggingarreit fyrir reiðskemmu sem tengist núverandi byggingu. Skipulags- og byggingnarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fenginni umsögn Minjavarðar.
Bókun fundar Afgreiðsla 348. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 348 Friðrik Andri Atlason kt.100395-3049 og Lilja Dóra Bjarnadóttir kt.180196-2859, þinglýstir eigendur landsins Fagraholts, landnúmer 228176, óska eftir heimild til að stofna byggingarreit á landinu skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 721306. Uppdráttur dagsettur 17. apríl 2019 unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fenginni umsögn Minjavarðar.
Bókun fundar Afgreiðsla 348. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 348 Indriði Stefánsson kt.110148-2089 og Hörður Stefánsson kt.050552-2339 þinglýstir eigendur jarðarinnar Gilhagi, landnúmer 146163, óska eftir heimild til að stofna 2,62 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem „Gilhagi 1“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 786001. Dagsetning uppdráttar 10. maí 2019 unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 348. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 348 Undirritaður, Hörður Stefánsson kt.050552-2339 þinglýstur eigandi sumarbústaðarlandsins Gilhagi land, landnúmer 146164 óskar eftir samþykki skipulags- og byggingarnefndar og staðfestingu sveitarstjórnar á hnitsettum landamerkjum jarðarinnar skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 786001. Dagsetning uppdráttar 10. maí 2019. Stærð Gilhaga lands skv. mælingu er 1,77 ha. Afstöðuppdráttur er unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.Fyrir liggur samþykkt þinglýstra eigenda Gilhaga landnr. 146163. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 348. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 348 Guðmundur Björn Eyþórsson fjármálastjóri Háskólans á Hólum óskar eftir staðfestingu skipulagsyfirvalda í Sveitarfélaginu Skagafirði á lóðarmörkum lóðarinnar Nátthagi 1-3 á Hólum. Lóðin er 880 fermetrar með landnúmer 146450. Meðfylgjandi lóðarblað, dagsett 26. mars 2019, unnið hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni, gerir grein fyrir erindinu. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 348. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 348 Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfræðingur hjá Landmótun sf. óskar með tölvubréfi 8. maí sl. eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um verkefnislýsingu vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Skagastrandar 2019-2031. Verkefnislýsingin er dagsett í apríl 2019, unnin hjá Landmótun sf. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna. Bókun fundar Afgreiðsla 348. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 348 Ásdís Magnúsdóttir kt. 171043-7199 og Sverrir Magnússon kt. 200642-3929 eigendur frístundahússins Ásholts í Hjaltadal óska heimildar Skipulags- og byggingarnefndar til að breyta notkun hússins. Verði húsið skráð íbúðarhús í stað frístundahúss. Húsið uppfyllir skilyrði byggingarreglugerðar sem íbúðarhús. Meðfylgjandi aðaluppdráttur gerður af Stefáni A. Magnússyni byggingarfræðingi kt. 130552-2429 dagsettur 8. mars 2009. Erindið samþykkt. Bókun fundar Forseti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:
"Vakin er athygli á því að á 349. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 24. maí sl. var samþykki um breytta notkun á frístundahúsi Ásholts afturkallað og erindinu hafnað í ljósi nýrra upplýsinga sem komu fram í lóðarleigusamningi“.
Afgreiðsla 348. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 348 Rósa Bergsdóttir kt. 080442-2889 eigandi lóðarinnar Marbæli lóð landnúmer 188692 óskar, með bréfi dagsettu 25. apríl 2019 eftir eftir breyttri skráningu á lóðinni. Lóðin verði skráð í fasteignahluta Þjóðskrár „annað land“ í stað þess að vera skráð sumarhúsaland. Ekkert hús er á lóðinni. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 348. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 348 Tillaga að verndarsvæði í byggð, bæjarkjarnarnir Plássið og Sandurinn á Hofsósi, ásamt greinargerð var auglýst í samræmi við 5. grein laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Auglýsingartími var frá 1. mars 2019 til og með 12. apríl 2019.
Svæðið sem um ræðir er hluti elstu byggðarinnar á Hofsósi og býr yfir merkilegri sögu lítils þorps sem hafði stórt hlutverk í verslunarsögu Skagafjarðar. Jafnframt er þar að finna elstu húsin á Hofsósi.
Með þessari tillögu vill Sveitarféalgið Skagafjörður festa verndun þessa mikilvæga bæjarhluta í sessi með það að markmiði að framtíðaruppbygging taki mið af þeirri menningarsögulegu arfleifð sem svæðið býr yfir. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að verndarsvæði í byggð verði samþykkt og send mennta- og menningarmálaráðherra í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. xx "Hofsós - Verndarsvæði í byggð." Samþykkt samhljóða. - 1.12 1905123 Geldingaholt (146028) og Geldingaholt III (222603) - Umsókn um landskipti og stækkun lóðar.Skipulags- og byggingarnefnd - 348 Jóhann Gunnlaugsson kt 110481-5439 og Eva Dögg Bergþórsdóttir kt. 280685-2679 þinglýstir eigendur jarðarinnar Geldingaholts (landnr. 146028) og lóðarinnar Geldingaholts III (landnr. 222603), óska eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til eftirfarandi breytinga:
1.Að breyta landamerkjum lóðarinnar Geldingaholt III (landnr. 222603), skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki 7162-24, dags. 2. maí 2019. Erindinu fylgir einnig skýringauppdráttur nr. S-102 í verki 7162-24, dags. 2. maí, sem sýnir lóðarmörk fyrir breytingu og hvernig staðið er að breytingu á þeim. Breytingin á lóðarmerkjunum gerist þannig, að spildu er skipt úr landi Geldingaholts (landnr. 146028), og eru hún merkt spilda 1 á uppdrætti nr. S-102. Óskað er eftir því að þessi spilda verði leyst úr landbúnaðarnotum, og hún svo sameinuð Geldingaholti III (landnr. 222603).
Hlaða og fjárhús byggð 1955, með fasteignanúmer F2140416, merking 06 0101 og 17 0101, munu tilheyra Geldingaholti III (landnr. 222603) eftir breytinguna.
Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram tilheyra Geldingaholti (landnr. 146028) eftir breytinguna.
2.Að skipta spildu úr landi Geldingaholts (landnr. 146028), og nefna spilduna Geldingaholt 5. Meðfylgjandi hnitsettur afstöðuuppdráttur, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-103 í verki 7162-24, dags. 2. maí 2019.
Jafnframt er óskað eftir því að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotum.
Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram tilheyra Geldingaholti (landnr. 146028) eftir landskiptin.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 348. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 348 Jóhann Gunnlaugsson kt. 110481-5439 og Kristinn Tobías Björgvinsson kt. 200380-4369 lóðarhafar lóðarinnar nr. 3 við Melatún óska heimildar til að byggja parhús á lóðinni. Einnig er óskað eftir eftir að fá stækkun á lóð til suðurs um 3 metra. Meðfylgjandi afstöðumynd unnin hjá Tnet ehf. af Þorvaldi E. Þorvaldssyni gerir grein fyrir eridinu. Erindið samþykkt.
Bókun fundar Afgreiðsla 348. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
2.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits N.l. vestra 2019
Málsnúmer 1901006Vakta málsnúmer
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 16. apríl og 21. maí 2019 lagðar fram til kynningar á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019
3.Hofsós - Verndarsvæði í byggð
Málsnúmer 1701130Vakta málsnúmer
Vísað frá 248.fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 17. maí 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Tillaga að verndarsvæði í byggð, bæjarkjarnarnir Plássið og Sandurinn á Hofsósi, ásamt greinargerð var auglýst í samræmi vjob 2019 til og með 12. apríl 2019. Svæðið sem um ræðir er hluti elstu byggðarinnar á Hofsósi og býr yfir merkilegri sögu lítils þorps sem hafði stórt hlutverk í verslunarsögu Skagafjarðar. Jafnframt er þar að finna elstu húsin á Hofsósi. Með þessari tillögu vill Sveitarfélagið Skagafjörður festa verndun þessa mikilvæga bæjarhluta í sessi með það að markmiði að framtíðaruppbygging taki mið af þeirri menningarsögulegu arfleifð sem svæðið býr yfir. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að verndarsvæði í byggð verði samþykkt og send mennta- og menningarmálaráðherra í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.
Framlögð tillaga um verndarsvæði í byggð, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Jafnframt samþykktir sveitarstjórn að tillagan verði send mennta- og menningarmálaráðherra í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.
Tillaga að verndarsvæði í byggð, bæjarkjarnarnir Plássið og Sandurinn á Hofsósi, ásamt greinargerð var auglýst í samræmi vjob 2019 til og með 12. apríl 2019. Svæðið sem um ræðir er hluti elstu byggðarinnar á Hofsósi og býr yfir merkilegri sögu lítils þorps sem hafði stórt hlutverk í verslunarsögu Skagafjarðar. Jafnframt er þar að finna elstu húsin á Hofsósi. Með þessari tillögu vill Sveitarfélagið Skagafjörður festa verndun þessa mikilvæga bæjarhluta í sessi með það að markmiði að framtíðaruppbygging taki mið af þeirri menningarsögulegu arfleifð sem svæðið býr yfir. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að verndarsvæði í byggð verði samþykkt og send mennta- og menningarmálaráðherra í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.
Framlögð tillaga um verndarsvæði í byggð, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Jafnframt samþykktir sveitarstjórn að tillagan verði send mennta- og menningarmálaráðherra í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.
4.Samþykktir um stjórn og fundasköp - breyting
Málsnúmer 1905154Vakta málsnúmer
Vísað frá 867. fundi byggðarráðs frá 22. maí 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram drög að breytingu á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Skagafjaðrar nr. 961/2013 með síðari breytingum. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til fyrri umræðu í sveitarstjórn."
Jóhanna Ey Harðardóttir kvaddi sér hljóðs, þá Stefán Vagn Stefánsson.
Samþykkt um breytingu, á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
"Lögð fram drög að breytingu á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Skagafjaðrar nr. 961/2013 með síðari breytingum. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til fyrri umræðu í sveitarstjórn."
Jóhanna Ey Harðardóttir kvaddi sér hljóðs, þá Stefán Vagn Stefánsson.
Samþykkt um breytingu, á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
5.Reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar um samstarf gegn heimilisofbeldi
Málsnúmer 1904114Vakta málsnúmer
Vísað frá 866.fundi byggðarráðs 15. maí 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Lagðar fram reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi aðkomu félagsþjónustunnar að samstarfi við lögreglu um viðbrögð við heimilisofbeldi sem samþykktar voru á 265. fundi félags- og tómstundanefndar þann 29. apríl 2019 og vísað til byggðarráðs. Reglurnar voru kynntar og samþykktar á fundi Barnaverndarnefndar Skagafjarðar 23.apríl sl. Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlagðar reglur Sveitarfélagins Skagafjarðar varðandi aðkomu félagsþjónustunnar að samstarfi við lögreglu um viðbrögð við heimilisofbeldi, bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.
"Lagðar fram reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi aðkomu félagsþjónustunnar að samstarfi við lögreglu um viðbrögð við heimilisofbeldi sem samþykktar voru á 265. fundi félags- og tómstundanefndar þann 29. apríl 2019 og vísað til byggðarráðs. Reglurnar voru kynntar og samþykktar á fundi Barnaverndarnefndar Skagafjarðar 23.apríl sl. Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlagðar reglur Sveitarfélagins Skagafjarðar varðandi aðkomu félagsþjónustunnar að samstarfi við lögreglu um viðbrögð við heimilisofbeldi, bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.
6.Tónlistarskóli - innritunarreglur
Málsnúmer 1904181Vakta málsnúmer
Vísað frá 866.fundi byggðarráðs 15. maí 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Lagðar fram innritunarreglur fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar sem voru samþykktar á 141. fundi fræðslunefndar þann 26. apríl 2019."
Framlagðar innritunarreglur fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar, samþykktar með níu atkvæðum.
"Lagðar fram innritunarreglur fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar sem voru samþykktar á 141. fundi fræðslunefndar þann 26. apríl 2019."
Framlagðar innritunarreglur fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar, samþykktar með níu atkvæðum.
7.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2019
Málsnúmer 1904167Vakta málsnúmer
Vísað frá 865. fundi byggðarráðs 30. apríl 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Lögð fram drög að viðauka númer 2 við fjárhagsáætlun árins 2019. Viðaukinn gerir ráð fyrir auknum launakostnaði við Byggðasafn Skagfirðinga að fjárhæð 1.750 þús.kr. og fjárfestingu að fjárhæð 4.000 þús.kr. vegna aðstöðuhúss við Glaumbæ. Lagt er til að mæta þessum útgjöldum með lækkun handbærs fjár. Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka."
Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2019 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
"Lögð fram drög að viðauka númer 2 við fjárhagsáætlun árins 2019. Viðaukinn gerir ráð fyrir auknum launakostnaði við Byggðasafn Skagfirðinga að fjárhæð 1.750 þús.kr. og fjárfestingu að fjárhæð 4.000 þús.kr. vegna aðstöðuhúss við Glaumbæ. Lagt er til að mæta þessum útgjöldum með lækkun handbærs fjár. Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka."
Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2019 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
8.Veitunefnd - 59
Málsnúmer 1904027FVakta málsnúmer
Fundargerð 59. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 384. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Veitunefnd - 59 Lagt var fyrir nefndina svarbréf Skagafjarðarveitna til MAST vegna umsóknar um styrk til vatnsveitu í dreifbýli.
Um er að ræða umsókn lögbýlis um styrkveitingu frá ríkissjóði til vatnsveituframkvæmda.
Nefndin samþykkir framlagt svarbréf Skagafjarðarveitna. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar veitunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 59 Lagt var fyrir nefndina svarbréf Skagafjarðarveitna til MAST vegna umsóknar um styrk til vatnsveitu í dreifbýli.
Um er að ræða umsókn lögbýlis um styrkveitingu frá ríkissjóði til vatnsveituframkvæmda.
Nefndin samþykkir framlagt svarbréf Skagafjarðarveitna. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar veitunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 59 Lagt var fyrir nefndina svarbréf Skagafjarðarveitna til MAST vegna umsóknar um styrk til vatnsveitu í dreifbýli.
Um er að ræða umsókn lögbýlis um styrkveitingu frá ríkissjóði til vatnsveituframkvæmda.
Nefndin samþykkir framlagt svarbréf Skagafjarðarveitna. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar veitunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 59 Lagt var fram til kynningar minnisblað frá Þórólfi Hafstað, jarðfræðingi frá ÍSOR, um möguleika á öflun aukins neysluvatns fyrir Sauðárkrók. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar veitunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 níu atkvæðum.
-
Veitunefnd - 59 Skoðaðar voru teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum á vegum RARIK í Skagafirði m.t.t. samlegðaráhrifa vegna ljósleiðaravæðingar. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar veitunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 níu atkvæðum.
-
Veitunefnd - 59 Lögð var fram til kynningar niðurstaða úthlutunar styrkja vegna Byggðaáætlunar um sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.
Sveitarfélagið Skagafjörður hlýtur 5 milljón króna styrk til undirbúnings vegna stofnlagnar hitaveitu frá Langhúsum að Hrolleifsdal. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar veitunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 níu atkvæðum.
9.Umhverfis- og samgöngunefnd - 155
Málsnúmer 1904024FVakta málsnúmer
Fundargerð 155. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 384. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 155 Lagðar voru fram til kynningar fundargerðir Siglingaráðs, fundargerðir 8 til 10. Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 155 Lögð var fram umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar í bókun á 864. fundi byggðarráðs Skagafjarðar varðandi stofnun þjóðgarða. Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 155 Lögð var fram til kynningar umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um mat á umhverfisáhrifum. Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 155 Lagðar voru fram tillögur að skiltum til merkinga á gámasvæðum í Sveitarfélaginu.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að útbúa og koma fyrir merkingum á gámasvæðum. Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 155 Rætt var fyrirkomulag umhverfisdaga í Skagafirði dagana 15. til 18. maí nk.
Sigfús Ólafur Guðmundsson og Helga Gunnlaugsdóttir sátu fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
10.Skipulags- og byggingarnefnd - 349
Málsnúmer 1905009FVakta málsnúmer
Fundargerð 349. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 384. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 349 Breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 er í umfjöllun Skipulagsstofnunar til staðfestingar skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga. Fyrir fundinum liggja drög að svarbréfum til þeirra sem sendu inn athugasemdir og ábendingar á kynningartíma. Drögin eru í samræmi við samþykkt gögn skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá svarbréfum.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað:
Málefnalegar og mikilvægar athugasemdir og andmæli liggja fyrir vegna áforma Landsnets um lagningu Blöndulínu 3. Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum. Því ætti að bregðast betur við þeim ítrekuðu athugasemdum sem komu fram sérstaklega hvað varðar bið eftir umhverfismati, óháðri úttekt á möguleikum jarðstrengjalagna og frekari athugun á Kiðaskarðsleið.
Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Málefnalegar og mikilvægar athugasemdir og andmæli liggja fyrir vegna áforma Landsnets um lagningu Blöndulínu 3. Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum. Því ætti að bregðast betur við þeim ítrekuðu athugasemdum sem komu fram sérstaklega hvað varðar bið eftir umhverfismati, óháðri úttekt á möguleikum jarðstrengjalagna og frekari athugun á Kiðaskarðsleið.
Regína Valdimarsdóttir tók til máls, með leyfi varaforseta.
Meirihluti sveitarstjórnar óskar bókað:
Þegar hefur umfangsmikil vinna átt sér stað við breytingu á aðalskipulaginu þar sem lögð hefur verið áhersla á að meta málið út frá sem flestum sjónarhornum. Sveitarfélagið hefur sett sína stefnu og skilmála sem tekur mið af hagsmunum sveitarfélagsins, ásamt þeim mótvægisaðgerðum sem meirihlutinn lagði til við að lágmarka áhrif að línulögnum um héraði, sbr. fundargerð sveitarstjórnar frá 24. apríl sl.
Á það skal bent að í fyrsta lagi er mikilvægt að sveitarfélagið hefur þegar unnið sitt umhverfismat á undan framkvæmdaraðila m.a. til að hafa tiltæka þá skilmála sem framkvæmdaraðilinn þarf að taka mið af í áætlunum sínum við umhverfismat vegna lagningu á Blöndulínu 3. Í öðru lagi hefur sveitarfélagið gert kröfu um að verkefnaráð allra sveitarfélaga sem sett verður á laggirnar vegna byggingu línunnar láti fara fram óháð mat á forsendum og hámarkslengdum jarðstrengja á línu leiðinni. Í þriðja lagi hefur sveitarfélagið sett þá skilmála í aðalskipulagið að aðrir valkostir verði skoðaðir við mat á umhverfisáhrifum, þ.á m. Kiðaskarðsleiðin. Samkvæmt framangreindu er ljóst að sveitarfélagið hefur brugðist við þeim athugasemdum er fulltrúi VG og óháðra benti á í bókun sinni.
Afgreiðsla 349. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 349 Þórólfur Sigjónsson kt. 270165-4359 sækir, fyrir hönd Selsbursta kt. 411298-2219 um leyfi til að byggia sólstofu við matshluta 03 á lóðinni Hofsstaðir lóð 1 (219174. Einnig er sótt um leyfi til að því að setja tímabundið frystir, kælir og geymslur við húsið. Framlögð gögn gerð af Andrési Narfa arkitekt hjá Hornsteinum ehf. Stöðuleyfi veitt til eins árs eða til 1.júni 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 349. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 349 Þórólfur Sigjónsson kt. 270165-4359 sækir fyrir hönd Selsbursta kt. 411298-2219 um leyfi til að setja niður tímabundið til 5 ára 12 gistieiningar (hótelherbergi) á lóðinni Hofsstaðir lóð 1 (219174) Framlögð gögn gerð af Andrési Narfa arkitekt hjá Hornsteinum ehf. gera grein fyrir erindinu. Erindi frestað, erindið verður tekið til afgreiðslu þegar samþykkt deiliskipulag liggur fyrir.
Bókun fundar Afgreiðsla 349. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 349 Felix Jósafatsson kt. 020953-3739 skv. þinglýstu umboði óskar heimildar skipulags- og byggingarnefndar til að skipta lóð úr landi jarðarinnar Húsey 146043 og að að lóðin fái heitið Húsey 1. Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdrátturgerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni gerir grein fyrir erindinu. Númer uppdráttar er S-101 í verki 7856-01, dags. 26. mars 2019. Þá er óskað eftir því að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram tilheyra Húsey, landnr. 146043, eftir breytingar.
Innan lóðarinnar sem verið er að stofna stendur íbúðarhús jarðarinnar, matshluti 03. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 349. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 349 Á 348 fundi Skipulags- og byggignarnefndar þann 17. maí sl var Ásdísi Magnúsdóttur kt. 171043-7199 og Sverri Magnússyni on kt. 200642-3929 eigendum frístundahússins Ásholts í Hjaltadal heimilað breyta notkun hússins. Húsið yrði skráð íbúðarhús í stað frístundahúss. Í ljósi nýrra upplýsinga sem nú liggja fyrir afturkallar Skipulags- og byggingarnefnd fyrri ákvörðun og hafnar erindinu frá ofangreindum fundi 17. maí sl.
Bókun fundar Afgreiðsla 349. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 349 Fyrir liggur erindi eigenda Illugastaða á Laxárdal, dags. 22 og 23. maí 2019 varðandi íbúðarhús sem stóð á jörðinni. Íbúðarhúsið skemmdist í bruna 25. september 2018. Hér með staðfestist að Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki kröfur um byggingarskyldu eða endurbyggingu íbúðarhúss á jörðinni Illugastöðum á Laxárdal, landnúmer L 145897.
Bókun fundar Afgreiðsla 349. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 349 Rúnar Númason kt. 130483-5349 og Valdís Hálfdánardóttir kt 270981-4889 sækja um heimild til að útbúa ný bílastæði vestan íbúðarhússin Suðurbraut með aðkomu frá Suðurbraut, ásamt því að stofna byggingarreit fyrir bílskúr á lóðinni með aðkomu frá Skólagötu. Framlögð afstöðumynd, uppdráttur númer S-101 í verki nr. 785301, gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 12. mars 2019 gerir grein fyrir erindinu. Erindið samþykkt.
Bókun fundar Afgreiðsla 349. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 349 85. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar Bókun fundar Fundargerð 85. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019.
11.Byggðarráð Skagafjarðar - 865
Málsnúmer 1904025FVakta málsnúmer
Fundargerð 865. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 384. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
- 11.1 1904150 Fyrirhugaðar framkvæmdir við lagningu ljósleiðara og dreifikerfis hitaveitu um dreifbýli í SkagafirðiByggðarráð Skagafjarðar - 865 Málið áður á dagskrá 864. fundar byggðarráðs þann 17. apríl 2019. Lagt fram bréf dagsett 9. apríl 2019 frá Kaupfélagi Skagfirðinga varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir sveitarfélagsins við lagningu ljósleiðara og dreifikerfis hitaveitu um dreifbýli í Skagafirði. Fulltrúar Kaupfélags Skagfirðinga, Þórólfur Gíslason og Herdís Á Sæmundardóttir, ásamt Haraldi Jóhannssyni formanni veitunefndar og Indriða Þór Einarssyni sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs, komu til fundarins undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð þakkar fyrir erindi Kaupfélags Skagfirðinga og tekur jákvætt í það. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samvinnu við byggðarráð og veitu- og framkvæmdasvið.
Bókun fundar Afgreiðsla 865. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 865 Lagt fram ódagsett bréf, móttekið í málakerfi sveitarfélagsins 29. apríl 2019, frá Róberti Óttarssyni og Magnúsi Frey Gíslasyni þar sem þeir óska að fá að koma á fund byggðarráðs og kynna verkefni sem þeir hafa hug á að koma í framkvæmd.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari gagna og frestar afgreiðslu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 865. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 865 Lögð fram drög að viðauka númer 2 við fjárhagsáætlun árins 2019. Viðaukinn gerir ráð fyrir auknum launakostnaði við Byggðasafn Skagfirðinga að fjárhæð 1.750 þús.kr. og fjárfestingu að fjárhæð 4.000 þús.kr. vegna aðstöðuhúss við Glaumbæ. Lagt er til að mæta þessum útgjöldum með lækkun handbærs fjár. Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 "Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2019" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 865 Lögð fram bókun um útfærslu launaþróunartryggingar fyrir tímabilið 2013-2018 samkvæmt rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins. Launaleiðréttingin verður greidd að hluta með útborgun apríl launa og eftirstöðvar greiddar með launaútborgun maímánaðar 2019. Byggðarráð sammþykkir að brugðist verði við þessum útgjöldum með gerð viðauka þar sem fjármagn er tekið af launapotti á málaflokki 27100 og deilt út á viðkomandi rekstrareiningar.
Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 865. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 865 Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dagsett 17. apríl 2019 þar sem tilkynnt er um arðgreiðslu vegna rekstrarársins 2018. Í hlut sveitarfélagsins komu 10.010.920 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 865. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 865 Lagt fram bréf dagsett 12. apríl 2019 frá Málbjörg, félagi um stam á Íslandi. Óskað er eftir styrktarframlagi til stuðnings við að halda heimsráðstefnu um stam dagana 23.-27. júní 2019.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 865. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 865 Lögð fram svohljóðandi bókun 141. fundar fræðslunefndar þann 26. apríl 2019:
Lögð fram til kynningar skýrsla Gunnars Gíslasonar hjá Starfsgæðum ehf. Í skýrslunni koma fram ýmsar gagnlegar ábendingar og tillögur sem getur verið góður grunnur að ákvarðanatöku um skipulag skólamála í Skagafirði til framtíðar litið. Mikilvægt er að ígrunda þær ábendingar vel og eiga samráð við hagaðila um hugsanlegar breytingar. Fræðslunefnd leggur til að stofnaður verði vinnuhópur með fulltrúum flokkanna í fræðslunefnd og byggðarráði til að fara yfir skýrsluna og meta þær tillögur sem þar koma fram. Sigurjón Þórðarson áheyrnarfulltrúi VG og óháðra bókar; Skýrslan er ágæt samantekt á gögnum sem getur orðið umræðuvettvangur um skólastarfið í grunnskólum Skagafjarðar. Um er að ræða samantekt úr bókhaldi Sveitarfélagsins og niðurstöðum úr samræmdum prófum, umfjöllun um innra og ytra mat á skólastarfinu, sem lágu þegar fyrir í grunnskólum Skagafjarðar auk viðtala við skólafólk. Ekki verður séð að neitt hafi verið því til fyrirstöðu að sérfræðingar á fjölskyldusviði Sveitarfélagsins hefðu sjálfir tekið saman umrædd gögn. Í skýrslunni um grunnskóla í Skagafirði kemur skýrt fram að það skorti samtal á milli skólaþjónustunnar og starfsfólks skólanna, en vinna við reglubundna úttektar- og samanburðarskýrslu gætu orðið góður vettvangur fyrir slíkt samtal.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann taki undir bókun fulltrúa VG og óháðra frá fundi fræðslunefndar.
Byggðarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar um stofnun vinnuhóps sem skipaður verði fulltrúum flokkanna úr byggðarráði og fræðslunefnd til að fara yfir skýrsluna og meta þær tillögur sem þar koma fram.
Bókun fundar Afgreiðsla 865. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 865 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1904212 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 16. apríl 2019. Óskað er umsagnar um umsókn Auðar Bjarkar Birgisdóttur, kt. 280484-2889, Grindum, 566 Hofsós, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Suðurbraut 1, 565 Hofsós. Fasteignanúmer 214-3664.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Bókun fundar Afgreiðsla 865. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 865 Lagður fram tölvupóstur úr máli 190476 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 26. apríl 2019. Óskað er umsagnar um umsókn Bjarna Kristófers Kristjánssonar, f.h. Bjórseturs Íslands - brugghús, kt. 530314-0810, Hólum, 551 Sauðárkrókur, um tækifærisleyfi vegna bjórhátíðar sem fyrirhugað er að halda þann 1. júní 2019 að Hólum í Hjaltadal.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 865. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
12.Landbúnaðarnefnd - 204
Málsnúmer 1904020FVakta málsnúmer
Fundargerð 204. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 384. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Sefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Landbúnaðarnefnd - 204 Lagt fram til kynningar erindi frá Gunnari Valgarðssyni vegna endurgerðar og viðhalds Bugaskála á Eyvindarstaðaheiði. Fjármagn til viðhaldsins var tryggt með viðauka á fjárhagsáætlun 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 204. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 204 Lagt fram til kynningar fundarboð frá forsætisráðuneytinu dagsett 2. apríl 2019 varðandi málefni þjóðlendna. Sveitarstjórnarmönnum og forsvarsmönnum fjallskilanefnda er boðið á fundinn sem verður haldinn á Sauðárkróki þann 7. júní 2019 í Húsi frítímans. Bókun fundar Afgreiðsla 204. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 204 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Skarðshrepps fyrir árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 204. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 204 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Sauðárkróks fyrir árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 204. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 204 Lögð fram drög að áætlun um minka- og refaveiði ársins 2019. Undir þessum dagskrárlið komu refa- og minkaveiðimenn til viðræðu um tilhögun veiðanna árið 2019. Mættir voru: Birgir Hauksson, Steinþór Tryggvason, Kári Gunnarsson, Kristján B. Jónsson, Þorsteinn Ólafsson, Marinó Indriðason, Elvar Jóhannsson, Garðar Jónsson, Hans Birgir Friðriksson og Jón Númason.
Landbúnaðarnefnd samþykkir áætlunina með áorðnum breytingum. Einnig samþykkir nefndin að greiða vegna refaveiða ráðinna veiðimanna 20.000 kr. fyrir grendýr, 7.000 kr. fyrir hlaupadýr og vetrarveiði. Verðlaun til annarra fyrir unninn ref 7.000 kr. Greitt verður vegna minkaveiða ráðinna veiðimanna 7.200 kr. fyrir unnið dýr. Verðlaun til annarra verða 1.800 kr. á dýr.
Landbúnaðarnefnd hefur áhyggjur af uppgangi minks innan sveitarfélagsins og hvetur menn til að halda vöku sinni. Bókun fundar Afgreiðsla 204. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
13.Fræðslunefnd - 142
Málsnúmer 1905006FVakta málsnúmer
Fundargerð 142. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 384. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Laufey Kristín Skúladóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Fræðslunefnd - 142 Borist hefur erindi frá föður barns í dreifbýli þar sem óskað er eftir að 5 ára sonur hans fái að fara með skólarútu í leikskólann Birkilund í Varmahlíð. Faðir barnsins býr í rúmlega 40 km fjarlægð frá leikskólanum og keyrir eldri börn sín í veg fyrir skólarútuna. Barnið mun fara í Varmahlíðarskóla frá og með hausti 2020.
Samkvæmt reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um akstur skólabarna í dreifbýli er ekki heimilt að aka með aðra farþega en grunnskólanemendur, svo sem börn í leikskóla, nema með sérstöku samþykki fræðslunefndar.
Fræðslunefnd samþykkir að afla frekari gagna og frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
Bókun fundar Afgreiðsla 142. fundar fræðslunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 142 Farið var yfir stöðu mála hvað varðar undirbúning ákvörðunar fræðslunefndar um fyrirkomulag hádegisverðar í Ársölum. Taka þarf ákvörðun fyrir mánaðarmót um hvort verkið verður boðið út að nýju til eins árs eða samningar við núverandi verktaka framlengdir. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi fræðslunefndar.
Bókun fundar Afgreiðsla 142. fundar fræðslunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 142 Farið var yfir stöðu mála hvað varðar undirbúning ákvörðunar fræðslunefndar um framtíðarfyrirkomulag hádegisverðar í Árskóla. Verktaki hefur samþykkt framlengingu á núgildandi samningi um eitt ár. Fræðslunefnd samþykkir einnig fyrir sitt leyti að framlengja samning um eitt ár.
Bókun fundar Afgreiðsla 142. fundar fræðslunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 142 Drög að útboðslýsingu og korti af innanbæjarakstri liggja fyrir og er búist við að hægt verði að bjóða verkið út fyrir mánaðarmót, skv. bókun síðasta fundar fræðslunefndar. Fræðslunefnd samþykkir að veita starfsmönnum fjölskyldusviðs heimild til að bjóða út skólaakstur á grundvelli þeirra gagna sem liggja fyrir núna.
Bókun fundar Afgreiðsla 142. fundar fræðslunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 142 Unnið er að úthlutun kennslukvóta til grunnskólanna fyrir skólaárið 2019-2020 og er þess vænst að hægt verði að ganga frá honum á næsta fundi fræðslunefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 142. fundar fræðslunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 142 Fyrir liggur tölvuskeyti frá oddvita Akrahrepps með staðfestingu á því að hreppurinn mun taka þátt í að koma á fót og reka heilsdagsvistun við Varmahlíðarskóla á grundvelli þeirra minnisblaða og kostnaðaráætlana sem kynnt hafa verið. Fræðslunefnd fagnar niðurstöðu málsins og felur sviðsstjóra að koma málinu í framkvæmd. Fræðslunefnd vísar málinu áfram til byggðarráðs.
Bókun fundar Afgreiðsla 142. fundar fræðslunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 142 Helga Harðardóttir, kennsluráðgjafi, kom á fundinn og kynnti vinnu við gerð Menntastefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Fræðslunefnd þakkar Helgu og teyminu öllu fyrir góða vinnu. Bókun fundar Afgreiðsla 142. fundar fræðslunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 142 Lögð fram til kynningar greinargerðir menntamálaráðuneytisins er varða útfærslu starfsnáms og námsstyrkja til kennaranáms. Aðgerðirnar eru liður stjórnvalda í að fjölga nemendum í kennaranámi. Bókun fundar Afgreiðsla 142. fundar fræðslunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
14.Fræðslunefnd - 141
Málsnúmer 1904026FVakta málsnúmer
Fundargerð 141. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 384. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Laufey Kristín Skúladóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Fræðslunefnd - 141 Málið var áður á dagskrá fræðslunefndar þann 28. febrúar s.l. Nýtt minnisblað hefur verið lagt fram þar sem fram kemur að ákveðið var að fá Þórólf Sigjónsson, matreiðslumann, til að skoða og leggja mat á aðstæður í Ársölum og Árskóla til framleiðslu hádegisverðar. Að hans mati eru aðstæður góðar í Ársölum til að elda fyrir þann fjölda sem um ræðir, hvort sem er Ársali eingöngu eða Ársali og Árskóla. Það er þó ljóst að ráðast þarf í nokkrar breytingar ef vel á að vera. Þær breytingar snúa hvoru tveggja að breytingum á innra skipulagi sem og tækjum og búnaði.
Ekki er talið skynsamlegt að ráðast í þær breytingar fyrir næsta skólaár, heldur samþykkir fræðslunefnd að undirbúa málið betur, m.t.t. til þeirra breytinga sem ráðast þarf í. Fræðslunefnd samþykkir að leita eftir framlengingu samnings við STÁ ehf. um eitt ár ellegar bjóða matarkaup út að nýju til eins árs.
Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar fræðslunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 141 Málið var áður á dagskrá þann 28. febrúar s.l. Fyrir liggur minnisblað með upplýsingum um kostnað og nýtingu að því marki sem hægt er að leggja mat á að svo stöddu. Minnisblað þetta hefur verið sent hreppsnefnd Akrahrepps en ekki hefur verið haldinn fundur í Samstarfsnefnd með Akrahreppi til að taka endanlega ákvörðun um málið. Fræðslunefnd í umboði sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar getur ekki tekið einhliða ákvörðun í málinu og hvetur til þess að samstarfsnefndin komi saman hið fyrsta svo hægt sé að svara til um hvort af þessu verður. Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar fræðslunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 141 Fræðslunefnd samþykkir að fela sviðsstjóra að gera drög að nýjum (breyttum) reglum fyrir heilsdagsvistun (frístund) við grunnskóla í Sveitarfélaginu Skagafirði og leggja fyrir fræðslunefnd fyrir næsta skólaár. Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar fræðslunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 141 Málið var áður á dagskrá fræðslunefndar þann 28. febrúar s.l. Nýtt minnisblað hefur verið lagt fram þar sem fram kemur að ákveðið var að fá Þórólf Sigjónsson, matreiðslumann, til að skoða og leggja mat á aðstæður í Ársölum og Árskóla til framleiðslu hádegisverðar. Að hans mati eru aðstæður góðar í Ársölum til að elda fyrir þann fjölda sem um ræðir, hvort sem er Ársali eingöngu eða Ársali og Árskóla. Aðstaða er ekki jafn góð í Árskóla. Ef elda á frá grunni í Ársölum, einnig fyrir Árskóla, er ljóst að ráðast þarf í nokkrar breytingar ef vel á að vera. Þær breytingar snúa hvoru tveggja að breytingum á innra skipulagi í eldhúsi Ársala sem og tækjum og búnaði.
Ekki er talið skynsamlegt að ráðast í þær breytingar fyrir næsta skólaár, heldur samþykkir fræðslunefnd að undirbúa málið betur, m.t.t. til þeirra breytinga sem ráðast þarf í. Fræðslunefnd samþykkir að leita eftir framlengingu samnings við Grettistak ehf. um eitt ár ellegar bjóða matarkaup út að nýju til eins árs.
Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar fræðslunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 141 Lögð fram til kynningar skýrsla Gunnars Gíslasonar hjá Starfsgæðum ehf. Í skýrslunni koma fram ýmsar gagnlegar ábendingar og tillögur sem getur verið góður grunnur að ákvarðanatöku um skipulag skólamála í Skagafirði til framtíðar litið. Mikilvægt er að ígrunda þær ábendingar vel og eiga samráð við hagaðila um hugsanlegar breytingar. Fræðslunefnd leggur til að stofnaður verði vinnuhópur með fulltrúum flokkanna í fræðslunefnd og byggðarráði til að fara yfir skýrsluna og meta þær tillögur sem þar koma fram.
Sigurjón Þórðarson áheyrnarfulltrúi VG og óháðra bókar;
Skýrslan er ágæt samantekt á gögnum sem getur orðið umræðuvettvangur um skólastarfið í grunnskólum Skagafjarðar. Um er að ræða samantekt úr bókhaldi Sveitarfélagsins og niðurstöðum úr samræmdum prófum, umfjöllun um innra og ytra mat á skólastarfinu, sem lágu þegar fyrir í grunnskólum Skagafjarðar auk viðtala við skólafólk. Ekki verður séð að neitt hafi verið því til fyrirstöðu að sérfræðingar á fjölskyldusviði Sveitarfélagsins hefðu sjálfir tekið saman umrædd gögn. Í skýrslunni um grunnskóla í Skagafirði kemur skýrt fram að það skorti samtal á milli skólaþjónustunnar og starfsfólks skólanna, en vinna við reglubundna úttektar- og samanburðarskýrslu gætu orðið góður vettvangur fyrir slíkt samtal. Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar fræðslunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 141 Lögð fram drög að innritunarreglum fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti með eftirfarandi breytingu á 1. gr. " nemendur þurfa að tilkynna fyrir áramót" í " nemendur þurfa að tilkynna fyrir 1. desember"
Nefndin felur sviðsstjóra að ganga frá reglunum. Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar fræðslunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 141 Á fundi sínum þann 5. júní 2018, samþykkti fræðslunefnd að framlengja samning um skólaakstur á Sauðárkróki við Suðurleiðir ehf. til loka skólaársins 2018-2019. Samningurinn rennur því út nú í maílok. Fræðslunefnd samþykkir að bjóða aksturinn út með breyttu fyrirkomulagi akstursins. Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar fræðslunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 141 Erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti lagt fram þar sem tilkynnt er um dagsetningar fyrir samræmd könnunarpróf skólaárið 2019-2020.
Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar fræðslunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 141 Lagðar fram skýrslur um aðalskoðun leiksvæða leik- og grunnskóla árin 2017-2018. Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar fræðslunefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
15.Félags- og tómstundanefnd - 266
Málsnúmer 1905004FVakta málsnúmer
Fundargerð 266 fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 384. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Félags- og tómstundanefnd - 266 Erindið var tekið fyrir á fundi félags- og tómstundanefndar þann 20. mars s.l. Nefndin samþykkti að fela frístundastjóra að laga það sem betur má fara. Brugðist var við með því að auglýsa strætóinn betur, jafnt innan veggja GaV og eins með skeytum til foreldra í gegnum Fésbókarsíðu Húss frítímans. Frístundastjóri mun vinna áfram að hugmyndum að breyttu fyrirkomulagi akstursins fyrir næsta vetur og leggja fyrir nefndina. Bókun fundar Afgreiðsla 266. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 266 Frístundastjóri fór á fund með Stefaníu Hjördísi að Brúnastöðum föstudaginn 10/5 s.l. þar sem hugmyndir og möguleikar að breyttu fyrirkomulagi íþróttastarfs nemenda austan Vatna var rætt. Niðurstaða fundarins var að boða fund með foreldrum barna á svæðinu í lok maí eða byrjun júní. Fyrir fund með foreldrum verða lagðar til einhverjar sviðsmyndir og leitað eftir hugmyndum þeirra. Nefndin óskar eftir að málið komi aftur til umræðu á næsta fundi hennar. Bókun fundar Afgreiðsla 266. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 266 Lögð fram beiðni frá Arnþrúði Heimisdóttur um styrk til að halda leikjanámskeið fyrir börn í Fljótum. Félags- og tómstundanefnd samþykkir 100.000 króna styrk til verkefnisins. Nefndin samþykkir erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 266. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 266 Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur unnið að endurskoðun stefnumótunar í íþróttamálum fyrir árin 2019-2030 í samstarfi við íþróttanefnd ríkisins. Stefnan er lögð fram til kynningar.
Bókun fundar Afgreiðsla 266. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 266 Ný og breytt lög um félagsþjónustu tóku gildi þann 1. október 2018. Ný lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og breytingar á lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Ljóst er að með nýjum og breyttum lögum ásamt reglugerðum þarf að taka upp reglur sveitarfélagsins og endurmeta út frá breyttu lagaumhverfi. Nefndin ásamt starfsmönnum mun funda sérstaklega um lögin þann 11. júní n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 266. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 266 Árið 2017 var unnið að leiðbeiningum til sveitarfélaganna vegna úthlutunar á félagslegu leiguhúsnæði sveitarfélaganna á grundvelli 5. gr. samkomulags ríkisstjórnar Íslands annars vegar og Sambands íslenskra sveitarfélaga hinsvegar sem tók gildi við gildistöku laga um húsnæðisbætur, nr. 75/2016. Í samkomulaginu er mælt fyrir um að sveitarfélög skuli setja sér reglur um úthlutun félagslegs íbúðarhúsnæðis skv. XII kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, með síðari breytingum. Beðið er eftir að leiðbeiningarnar verði birtar og nefndin mun í kjölfarið endurmeta reglur um úthlutun félagslegs húsnæðis á vegum sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 266. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 266 Mikill áhugi hefur verið á undanförnum árum á innleiðingu Þjónandi leiðsagnar í velferðarþjónustu sveitarfélaga á Íslandi. Þjónandi leiðsögn byggir á grunnhugmyndum um gagnkvæm tengsl, að við séum öll háð hvert öðru á einn eða annan hátt. Megin áhersla er að ná fram gagnkvæmu breytingarferli sem leiðir til félagsskapar og þátttöku í samfélaginu. Á fundinum voru kynntar grunnstoðir hugmyndarfræðinnar sem eru fjórar:
-
Að upplifa öryggi
-
Að upplifa umhyggju og kærleika
-
Að veita umhyggju og kærleika
-
Að vera þátttakandi
Frá hausti 2018 hefur félagsþjónustan hafið undirbúning að innleiðingu Þjónandi leiðsagnar í starfi með fötluð fólki og þjónustu við aldraða. Haldin hafa verið námskeið fyrir alla starfsmenn og hafa tveir starfsmenn frá hverri starfsstöð útskrifast sem mentorar sem munu fylgja eftir áherslum á sinni starfsstöð.
Áhugi félagsmálastjóra og starfsmanna er á að innleiða Þjónandi leiðsögn í þjónustu við fatlað fólk og aldraða hjá Fjölskyldusviði.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir og fagnar um leið innleiðingu á hugmyndafræðinni um þjónandi leiðsögn í starfi á þjónustu við fatlað fólk og aldraða hjá Fjölskyldusviði.
Bókun fundar Afgreiðsla 266. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
16.Félags- og tómstundanefnd - 265
Málsnúmer 1904016FVakta málsnúmer
Fundargerð 265. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 384. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Félags- og tómstundanefnd - 265 Erindi barst frá foreldrafélgi Ársala þar sem óskað er eftir því að nemendur yngri en 6 ára njóti einnig hvatapeninga. Lagt er fram minnisblað frístundastjóra um íþrótta- og tómstundaiðkun barna yngri en 6 ára. Nefndin frestar málinu og mun gefa sér tíma til að skoða málið frekar. Nefndin ítrekar vilja sinn til að öll börn hafi aðgang að uppbyggilegu frístundastarfi án mikils tilkostnaðar foreldra.
Bókun fundar Afgreiðsla 266. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 265 Lagt fram minnisblað frá frístundastjóra um laun í vinnuskóla sumarið 2019. Laun nemenda verða sem hér segir:
Árgangur 2006 getur unnið sér inn kr. 21.480 fyrir 40 klukkustunda vinnuframlag
Árgangur 2005 getur unnið sér inn kr. 71.280 fyrir 120 klukkustunda vinnuframlag
Árgangur 2004 getur unnið sér inn kr. 122.940 fyrir 180 klukkustunda vinnuframlag
Árgangur 2003 getur unnið sér inn kr. 199.200 fyrir 240 klukkustunda vinnuframlag
Nefndin samþykkir laun vinnuskóla sumarið 2019.
Bókun fundar Afgreiðsla 266. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 265 Lagt fram minnisblað frístundastjóra um stöðu framkvæmda við Sundlaugina á Sauðárkróki. Verið er að leggja lokahönd á breytingar í þessum áfanga og vonast er til að hún verði opnuð að nýju hið fyrsta. Bókun fundar Afgreiðsla 266. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 265 Félagsmálastjóri kynnti drög að Reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi aðkomu félagsþjónustunnar að samstarfi við lögreglu um viðbrögð við heimilisofbeldi. Samhliða var lagður fram gátlisti fyrir vettvangsstarfsmenn í heimilisofbeldismálum. Reglurnar voru kynntar og samþykktar á fundi Barnaverndarnefndar Skagafjarðar 23.apríl sl. Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 266. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 265 Tekin fyrir tvö mál. Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 266. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
17.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 65
Málsnúmer 1904028FVakta málsnúmer
Fundargerð 65. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 384. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 65 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tók fyrir tilnefningar til Samfélagsverðlauna 2019. Alls bárust 11 tilnefningar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita Geirmundi Valtýssyni Samfélagsverðlaunin 2019. Geirmundur hefur verið ein af stoðum skagfirsks menningarlífs um langan tíma og spannar ferill hans í tónlist yfir 60 ár. Geirmundur hefur stuðlað að jákvæðri ímynd Skagafjarðar og unnið óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 65 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Leikfélagi Hólmavíkur dagsett þann 9. apríl þar sem beðið er um stuðning við leiksýningu í Árgarði 27. apríl.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita 35.000 kr styrk til sýningarinnar. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar þessu framtaki og hvetur fólk til að fjölmenna. Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 65 Lögð fram til kynningar áfangaskýrsla Flugklasans Air 66N.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar aukningu á flugi til Akureyrar og vonar að sá vöxtur haldi áfram og eflist í framtíðinni. Jafnframt hvetur nefndin ISAVIA til að ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Akureyrarflugvelli hið fyrsta. Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
18.Byggðarráð Skagafjarðar - 867
Málsnúmer 1905007FVakta málsnúmer
Fundargerð 867. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 384. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 867 Lögð fram drög að breytingu á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Skagafjaðrar nr. 961/2013 með síðari breytingum.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 "Samþykktir um stjórn og fundasköp - breyting." Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 867 Lagðar fram til kynningar óendurskoðaðar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins tímabilið janúar-mars 2019. Skatttekjur tímabilsins eru samkvæmt áætlun og heildartekjur sömuleiðis. Rekstrargjöld eru í heildina undir fjárhagsáætlun tímabilsins. Rekstrarhalli er á samstæðunni í lok framangreinds tímabils en þó undir áætlaðri afkomu. Bókun fundar Afgreiðsla 867. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 867 Erindinu vísað frá 348. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 17. maí 2019. Bókun nefndarinnar er svohljóðandi: "Fyrir fundinum liggur umsókn um byggingarsvæði við Freyjugötu á Sauðárkróki frá Ómari Guðmundssyni fh. Hrafnshóls ehf. kt. 470110-0820. Óskað er eftir að félagið fái heimild til að vinna deiliskipulag af svæðinu sem sótt er um og að svæðinu verði úthlutað Hrafnshóli ehf. Á fyrsta ári reikna umsækjendur með að byggja 10-15 íbúðir. Reiknað er með í umsókn að reiturinn verði fullbyggður innan 10 ára, þá með 50 til 90 íbúðum eftir því hvaða útfærsla verður valin. Skipulag- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Samþykkt að vísa erindinu til Byggðarráðs."
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að óska eftir því að forsvarsmenn Hrafnshóls ehf. komi á fund byggðarráðs til viðræðu um erindið ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa og skipulags- og byggingarnefnd.
Bókun fundar Afgreiðsla 867. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 867 Lagt fram bréf dagsett 20. maí 2019 frá Söguskjóðunni slf. kt. 630517-1760 þar sem félagið sækir um langtímaleigu á húsnæðinu sem það hefur nú á leigu á Sólgörðum í Fljótum. Jafnframt lýsa forsvarsmenn félagsins sig tilbúna til að starfa við sundlaugina á Sólgörðum á umsömdum leigutíma.
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu á meðan beðið er eftir niðurstöðu starfshóps um framtíðarstarfsemi í Sólgarðaskóla. Bókun fundar Afgreiðsla 867. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 867 Erindið áður á 853. fundi byggðarráðs þann 16. janúar 2019.
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. desember 2018 frá Þórarni Kristjánssyni f.h. Fimmunar ehf., kt. 621281-2169. Óskað er eftir að fá að leigja tún norðan við Laugaból fyrir tjaldsvæði og tengja það starfsemi í Laugabóli. Einnig lögð fram yfirlitsmynd af svæðinu. Einnig liggur fyrir fundinum umsögn frá 64. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 1. apríl 2019.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Fimmuna ehf. um leigu og umhirðu á tjaldsvæðum á Steinsstöðum til ársloka 2019.
Bókun fundar Afgreiðsla 867. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 867 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. mars 2019 frá Fimmunni ehf., kt. 621281-2169, þar sem óskað er eftir stækkun lóðar við Laugaból, landnúmer 205500, samkvæmt framlagðri teikningu.
Byggðarráð samþykkir að synja umsækjanda um stækkun lóðarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 867. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 867 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. apríl 2019 ásamt umsókn um launað námsleyfi skólaárið 2019-2020, dagsettri 25. mars 2019, frá Ingva Hrannari Ómarssyni.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar fyrir erindi frá Ingva Hrannari Ómarssyni og fagnar því verðskuldaða tækifæri sem hann hefur fengið með framhaldsnámi í Stanford Graduate School of Education skólaárið 2019-2020 og þeim stuðningi sem hann hefur fengið til námsins með styrkjum frá Fulbright og Standford.
Byggðarráð hafnar þó erindinu sökum þess að Sveitarfélagið Skagafjörður, líkt og önnur sveitarfélög, hefur eingöngu veitt heimild fyrir launuðu námsleyfi sinna starfsmanna í samræmi við þann kjarasamning sem viðkomandi þiggur laun eftir og ákvarðast þannig af rétti starfsmanns samkvæmt kjarasamningi viðkomandi. Sveitarfélagið Skagafjörður greiðir þannig í sjóð sem samið er um í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands og er ætlað að stuðla að aukinni starfsþróun kennara og skólastjórnenda innan FG og KÍ. Sveitarfélagið fjármagnar verkefni sem þessi eingöngu með greiðslum til slíkra kjarasamningsbundinna sjóða. Félagsmenn þessara stéttarfélaga ættu því fyrst og fremst að beina umsóknum sínum um styrki og launuð námsleyfi þangað.
Byggðarráð óskar Ingva Hrannari velfarnaðar í náminu.
Byggðarráð telur jafnframt mikilvægt að sveitarfélagið móti sér frekari reglur vegna launaðra starfsleyfa starfsmanna sveitarfélagsins sem hafi það að leiðarljósi að koma eins og hægt er á móts við starfólk, sem sem vill nýta sér tækifæri til að mennta sig frekar og þróa hæfni sína á sviðum sem munu í framhaldinu nýtast í vinnu þeirra og verkefnum fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess. Bókun fundar Afgreiðsla 867. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með sex atkvæðum. Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eyststeinsdóttir fulltrúar Vg og óháðra óska bókað að þær sitji hjá. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 867 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. maí 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi stofnfund nýs samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál, sem haldinn verður þann 19. júní 2019. Óskað er eftir að þau sveitarfélög sem vilja gerast aðilar tilnefni einn til tvo tengiliði.
Byggðarráð samþykkir að gerast aðili að verkefninu og felur sveitarstjóra að tilnefna tengiliði fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 867. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 867 Lagt fram aðalfundarboð Eyvindarstaðaheiðar ehf. þann 3. júní 2019, dagsett 19. maí 2019.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 867. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 867 Lagt fram aðalfundarboð Landskerfis bókasafna hf. 2019, þann 29. maí 2019, dagsett 13. maí 2019.
Byggðarráð samþykkir að fela Þórdísi Friðbjörnsdóttur héraðsbókaverði að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 867. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 867 Lagt fram aðalfundarboð Farskólans - miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra þann 29. maí 2019, dagsett 15. maí 2019.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að tilnefna fulltrúa á fundinn. Bókun fundar Afgreiðsla 867. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 867 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1905209 hjá sýslumannsembætti Norðurlands vestra, dagsettur 14. maí 2019. Hannes Árdal sækir fyrir hönd Tómasar Árdal kt. 210959-5489, Lerkihlíð 6, 550 Sauðárkróki, f.h. Stá ehf, kt. 520997-2029, um tímabundið áfengisleyfi, tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 vegna Sjávarsælu. Matur og skemmtun sem fyrirhugað er að halda þann 01.06. 2019.nk. í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 867. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 867 Afgreiðslu málsins frestað á 866. fundi byggðarráðs þann 15. maí 2019.
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. apríl 2019 samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga sem hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Þær umræður og ábendingar sem fram koma í tengslum við umræðuskjalið verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar framkominni Grænbók - stefnumótun í málefnum sveitarstjórnarstigsins. Byggðarráð tekur undir leiðarljós stefnumótunarinnar þar sem fram kemur m.a. mikilvægi sjálfsstjórnar sveitarfélaganna, áhersla á gagnkvæma virðingu í samskiptum ríkis og sveitarfélaga, mikilvægi aukinnar virkni og lýðræðislegrar þátttöku íbúa, áhersla á sveitarfélögin sem öflugar og sjálfbærar stjórnsýslueiningar, mikilvægi nýsköpunar og að sveitarfélögin séu í stakk búin til að takast á við samfélagsbreytingar og byggðaþróun. Byggðarráð er enn fremur sammála áherslum Grænbókarinnar um eflingu sveitarstjórnarstigsins og að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga stuðli að framþróun og umbótum í skipulagi og rekstri sveitarstjórnarstigsins þannig að sveitarfélög geti þróast í þá átt að stærð, umfangi og íbúafjölda að þau geti sjálf og á eigin fótum staðið undir þeim verkefnum sem þeim er ætlað að sinna.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir að lokum yfir mikilli ánægju með markmið starfshópsins sem unnið hefur að stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga um að sveitarfélög á Íslandi eigi að geta verið öflugur og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi, að tryggja eigi sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa landsins að þjónustu og að verkaskipting og ábyrgð sveitarfélaga eigi að vera skýr og sjálfsstjórn þeirra virt.
Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson gerir tillögu um að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráð svohljóðandi:
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. apríl 2019 samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga sem hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Þær umræður og ábendingar sem fram koma í tengslum við umræðuskjalið verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar framkominni Grænbók - stefnumótun í málefnum sveitarstjórnarstigsins. Sveitarstjórn tekur undir leiðarljós stefnumótunarinnar þar sem fram kemur m.a. mikilvægi sjálfsstjórnar sveitarfélaganna, áhersla á gagnkvæma virðingu í samskiptum ríkis og sveitarfélaga, mikilvægi aukinnar virkni og lýðræðislegrar þátttöku íbúa, áhersla á sveitarfélögin sem öflugar og sjálfbærar stjórnsýslueiningar, mikilvægi nýsköpunar og að sveitarfélögin séu í stakk búin til að takast á við samfélagsbreytingar og byggðaþróun. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar er enn fremur sammála áherslum Grænbókarinnar um eflingu sveitarstjórnarstigsins og að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga stuðli að framþróun og umbótum í skipulagi og rekstri sveitarstjórnarstigsins þannig að sveitarfélög geti þróast í þá átt að stærð, umfangi og íbúafjölda að þau geti sjálf og á eigin fótum staðið undir þeim verkefnum sem þeim er ætlað að sinna. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir að lokum yfir mikilli ánægju með markmið starfshópsins sem unnið hefur að stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga um að sveitarfélög á Íslandi eigi að geta verið öflugur og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi, að tryggja eigi sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa landsins að þjónustu og að verkaskipting og ábyrgð sveitarfélaga eigi að vera skýr og sjálfsstjórn þeirra virt.
Samþykkt með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 867. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 867 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. maí 2019 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál.
Erindinu frestað til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 867. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 867 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. apríl 2019 frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um skráningu einstaklinga, 772. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 867. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 867 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. maí 2019 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 867. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 867 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. maí 2019 frá nefndasviði Alþings. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 867. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 867 Lögð fram til kynningar 1. fundargerð ráðgefandi hóps um aðgengismál frá 26. apríl 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 867. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
19.Byggðarráð Skagafjarðar - 866
Málsnúmer 1905001FVakta málsnúmer
Fundargerð 866. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 384. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 866 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. apríl 2019 frá RARIK ohf. þar sem óskað er eftir viðræðum um að Sveitarfélagið Skagafjörður taki yfir götulýsingarkerfi sem RARIK hefur rekið í sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að taka saman gögn um málið fyrir ráðið. Bókun fundar Afgreiðsla 866. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 866 Lagðar fram innritunarreglur fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar sem voru samþykktar á 141. fundi fræðslunefndar þann 26. apríl 2019.
Byggðarráð samþykkir framlagar reglur. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 "Tónlistarskóli - innritunarreglur." Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 866 Lagðar fram reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi aðkomu félagsþjónustunnar að samstarfi við lögreglu um viðbrögð við heimilisofbeldi sem samþykktar voru á 265. fundi félags- og tómstundanefndar þann 29. apríl 2019 og vísað til byggðarráðs. Reglurnar voru kynntar og samþykktar á fundi Barnaverndarnefndar Skagafjarðar 23.apríl sl.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 16 "Reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar um samstarf gegn heimilisofbeldi." Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 866 Lagt fram bréf dagsett 6. maí 2019 frá Vegagerðinni varðandi fimm ára samgönguáætlun 2020-2024. Minnt er á að umsóknir um ríkisframlög til hafnargerðarverkefna og sjóvarna þurfa að berast fyrir 31. maí 2019.
Byggðarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 866. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 866 Lagt fram erindi dagsett 7. maí 2019 frá Jónatani Jónssyni varðandi húsnæðismál í sveitarfélaginu og skort leiguúrræðum.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og tekur undir að mikilvægt sé fjölga fjölbreyttu íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu. Til þess að ýta undir þá þróun hefur sveitarfélagið m.a. fellt niður gatnagerðargjöld við tilbúnar götur á Sauðárkróki, Varmahlíð, Steinsstöðum og á Hofsósi. Einnig stendur félag á vegum sveitarfélagsins að byggingu átta leiguíbúða á Sauðárkróki sem vonir standa til að verði tilbúnar í haust. Bókun fundar Afgreiðsla 866. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 866 Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 3. maí 2019, um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024 750. mál. Í umsögninni er sett fram sú skýlausa krafa sveitarfélaga landsins að Alþingi dragi til baka áform ríkisstjórnarinnar um frystingu framlaga til jöfnunarsjóðs.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar átelur þau áform sem birtast í fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020-2024 um frystingu framlaga til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árunum 2020 og 2021. Vinnubrögð stjórnvalda í málinu eru þeim til mikils vansa en fulltrúum sveitarfélaga var tilkynnt einhliða um þessa ákvörðun fyrir skemmstu og var þar með farið á svig við lög um opinber fjármál sem kveða á um að við mótun fjármálaáætlunar skuli ráðherra leita samkomulags við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Einhliða ákvörðun ríkisvaldsins af þessu tagi er í andstöðu við það formlega samráðsferli ríkis og sveitarfélaga sem hefur þróast á undanförnum árum og fela áform þessi í sér algjöran trúnaðarbrest gagnvart sveitarfélögunum í landinu. Ekki getur með nokkrum hætti talist eðlilegt að áhersla á að bæta afkomu ríkissjóðs skili sér í skerðingum á tekjum sveitarfélaganna, sem standa undir mjög stórum hluta almannaþjónustu í landinu.
Áhrif frystingar framlaga Jöfnunarsjóðs hefur mest áhrif á fámennari og dreifbýlli sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins og gerir þeim mun erfiðara um vik að veita íbúum sínum sem besta þjónustu. Sem dæmi um þetta má nefna að ef tillagan nær fram að ganga mun áætluð tekjuskerðing Sveitarfélagsins Skagafjarðar nema um 117,9 mkr. á þessu 2ja ára tímabili auk 8,6 mkr. vegna málefna fatlaðs fólks.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir mótmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga gagnvart áformum ríkisstjórnarinnar um að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og krefst þess að Alþingi dragi til baka öll áform um frystingu framlaga til sjóðsins. Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson gerir tillögu um að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráð svohljóðandi:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar átelur þau áform sem birtast í fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020-2024 um frystingu framlaga til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árunum 2020 og 2021. Vinnubrögð stjórnvalda í málinu eru þeim til mikils vansa en fulltrúum sveitarfélaga var tilkynnt einhliða um þessa ákvörðun fyrir skemmstu og var þar með farið á svig við lög um opinber fjármál sem kveða á um að við mótun fjármálaáætlunar skuli ráðherra leita samkomulags við Samband íslenskra sveitarfélaga. Einhliða ákvörðun ríkisvaldsins af þessu tagi er í andstöðu við það formlega samráðsferli ríkis og sveitarfélaga sem hefur þróast á undanförnum árum og fela áform þessi í sér algjöran trúnaðarbrest gagnvart sveitarfélögunum í landinu. Ekki getur með nokkrum hætti talist eðlilegt að áhersla á að bæta afkomu ríkissjóðs skili sér í skerðingum á tekjum sveitarfélaganna, sem standa undir mjög stórum hluta almannaþjónustu í landinu. Áhrif frystingar framlaga Jöfnunarsjóðs hefur mest áhrif á fámennari og dreifbýlli sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins og gerir þeim mun erfiðara um vik að veita íbúum sínum sem besta þjónustu. Sem dæmi um þetta má nefna að ef tillagan nær fram að ganga mun áætluð tekjuskerðing Sveitarfélagsins Skagafjarðar nema um 117,9 mkr. á þessu 2ja ára tímabili auk 8,6 mkr. vegna málefna fatlaðs fólks. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir mótmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga gagnvart áformum ríkisstjórnarinnar um að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og krefst þess að Alþingi dragi til baka öll áform um frystingu framlaga til sjóðsins.
Samþykkt með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 866. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 866 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. apríl 2019 frá nefndasviði Alþingis þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022, 771. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 866. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 866 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. apríl 2019 samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga sem hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Þær umræður og ábendingar sem fram koma í tengslum við umræðuskjalið verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 866. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 866 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. maí 2019 úr máli 1905050 hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn Sjafnar Guðmundsdóttur, Reykjarhóli, 570 Fljót, f.h. Reykjarhóls ehf, kt. 561014-0350, um leyfi til að reka gististað í flokki III að Reykjarhóli, 570 Fljót.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 866. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. - 19.10 1905085 Áskorun sýslum. á Norðurlandi vestra til stjórnvalda um eflingu sýslumannsembættanna sem miðstöðvar stjórnsýslu o.fl.Byggðarráð Skagafjarðar - 866 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 10. maí 2019 frá Bjarna G. Stefánssyni, sýslumanni á Norðurlandi vestra. Embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra vill vekja athygli alþingismanna kjördæmisins svo og kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum á Norðurlandi vestra, á áskorun sem sýslumenn hafa í sameiningu beint til stjórnvalda í kjölfar álits stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis frá 29. apríl sl. vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í marsmánuði 2019. Nánar tiltekið er skorað á fjárveitingarvaldið að tryggja rekstur embættanna þannig að markmið um eflingu embættanna sem miðstöðvar stjórnsýslu ríkisins í héraði, sem sett voru með lögum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu í héraði nr. 50/2014, geti náð fram að ganga. Um er að ræða sameiginlegt hagsmunamál allra íbúa umdæmisins, enda veruleg hætta á lækkuðu þjónustustigi embættisins svo og fækkun starfa, verði viðeigandi ráðstafanir ekki gerðar hið fyrsta til að tryggja rekstrargrundvöll fyrir starfsemi þess. Staðan er því miður orðin þannig að vegna vanfjármögnunar sýslumannsembætta um allt land eiga embættin orðið afar erfitt með að sinna lögbundnum skyldum sínum.
Byggðarráð tekur undir áskorun sýslumanna til stjórnvalda um að tryggja rekstur embættanna og efla þau sem miðstöðvar stjórnsýslu ríkisins í héraði. Jafnframt hefur byggðarráð áhyggjur af þróun starfsstöðvar á Sauðárkróki þar sem starfsfólki hefur fækkað og þjónustustigið lækkað. Skorar byggðarráð á stjórnvöld að snúa þeirri þróun við í anda þeirrar byggðastefnu sem boðuð hefur verið. Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson gerir tillögu um að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráð svohljóðandi:
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 10. maí 2019 frá Bjarna G. Stefánssyni, sýslumanni á Norðurlandi vestra. Embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra vill vekja athygli alþingismanna kjördæmisins svo og kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum á Norðurlandi vestra, á áskorun sem sýslumenn hafa í sameiningu beint til stjórnvalda í kjölfar álits stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis frá 29. apríl sl. vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í marsmánuði 2019. Nánar tiltekið er skorað á fjárveitingarvaldið að tryggja rekstur embættanna þannig að markmið um eflingu embættanna sem miðstöðvar stjórnsýslu ríkisins í héraði, sem sett voru með lögum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu í héraði nr. 50/2014, geti náð fram að ganga. Um er að ræða sameiginlegt hagsmunamál allra íbúa umdæmisins, enda veruleg hætta á lækkuðu þjónustustigi embættisins svo og fækkun starfa, verði viðeigandi ráðstafanir ekki gerðar hið fyrsta til að tryggja rekstrargrundvöll fyrir starfsemi þess. Staðan er því miður orðin þannig að vegna vanfjármögnunar sýslumannsembætta um allt land eiga embættin orðið afar erfitt með að sinna lögbundnum skyldum sínum. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir áskorun sýslumanna til stjórnvalda um að tryggja rekstur embættanna og efla þau sem miðstöðvar stjórnsýslu ríkisins í héraði. Jafnframt hefur byggðarráð áhyggjur af þróun starfsstöðvar á Sauðárkróki þar sem starfsfólki hefur fækkað og þjónustustigið lækkað. Skorar sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar á stjórnvöld að snúa þeirri þróun við í anda þeirrar byggðastefnu sem boðuð hefur verið.
Samþykkt með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 866. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 866 Lagt fram til kynningar bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, dagsett 3. maí 2019, varðandi lög um opinber innkaup og breytingar er varða sveitarfélög. Þann 31. maí 2019 taka gildi viðmiðunarfjárhæðir skv. 1. mgr. 23. gr. Við það breytast viðmiðunarfjárhæðir sveitarfélaga vegna útboðsskyldu innanlands og verða þær sömu og gilda um stofnanir ríkisins. Útboðsskylda á innanlands verður eftir breytinguna 15,5 m.kr. fyrir vöru- og þjónustusamninga og 49 m.kr. fyrir verkframkvæmdir. Útboðsskylda á EES-svæðinu verður eftir sem áður 28.752.100 kr. fyrir vöru- og þjónustusamninga og 721.794.800 kr. vegna verkframkvæmda. Bókun fundar Afgreiðsla 866. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 866 Lögð fram til kynningar tilkynning um nýsköpunardag hins opinbera, 4. júní 2019. Hvernig er hægt að bæta þjónustu hins opinbera með nýsköpun? Dagskráin verður haldin í Veröld Húsi Vigdísar Finnbogadóttur við Háskóla Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 866. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 866 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 23. apríl 2019 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi breytingar á reglum um fjármál sveitarfélaga og eftirfylgni ráðuneytisins með fjárhagsáætlunum, viðaukum og ársreikningum þeirra. Bókun fundar Afgreiðsla 866. fundar byggðarráðs staðfest á 384. fundi sveitarstjórnar 29. maí 2019 með níu atkvæðum.
Fundi slitið - kl. 17:17.