Byggðarráð Skagafjarðar - 869
Málsnúmer 1906003F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 385. fundur - 26.06.2019
Fundargerð 869. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 385. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 869 Lagt fram bréf dagsett 26. apríl 2019, frá Hrafnshóli ehf., þar sem félagið sækir um lóðina "Freyjugötureit" á Sauðárkróki til að þróa og byggja þar íbúðarhúsnæði á næstu árum. Óskað er eftir að úthlutunin gildi til allt að 10 árum, samkvæmt nánara samkomulagi. Fulltrúar Hrafnshóls ehf., Sigurður Garðarsson og Ómar Guðmundsson komu á fund byggðarráðs til viðræðu ásamt fulltrúum skipulags- og byggingarnefndar, Einari E. Einarssyni og Álfhildi Leifsdóttur auk skipulags- og byggingarfulltrúa Jóni Erni Berndsen.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna drög að samningi við Hrafnshól ehf. vegna lóðarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 869. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 869 Erindið áður á 866. fundi byggðarráðs þann 15. maí 2019. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. apríl 2019 frá RARIK ohf. þar sem óskað er eftir viðræðum um að Sveitarfélagið Skagafjörður taki yfir götulýsingarkerfi sem RARIK hefur rekið í sveitarfélaginu. Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIK kom á fundinn og kynnti erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 869. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 869 Málið rætt og samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 869. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 869 Lögð fram umsókn dagsett 21. maí 2019, frá stjórn Villa Nova ehf. um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr., 5. gr. laga nr. 4/1995.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk sem nemur 30% af fasteignaskatti ársins 2019 skv. 5. gr. reglna sveitarfélagins um styrki til greiðslu fasteignaskatts. Bókun fundar Afgreiðsla 869. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 869 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. mars 2019, úr máli 1903184 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Tómasar Árdal, kt. 210959-5489, Lerkihlíð 6, Sauðárkróki, f.h. Stá ehf., kt.520997-2029, um breytingu á gildandi rekstrarleyfi. Stá ehf. er með veitingaleyfi í flokki III og óskar eftir að fara í gistileyfi í flokki V, svefnpokagisting, að Aðalgötu 7 (Mælifell), 550 Sauðárkrókur.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 869. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir óska bókað að þau sitji hjá. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 869 Lagt fram bréf dagsett 31. maí 2019 frá Markaðsstofu Norðurlands. Óskað er eftir áframhaldandi stuðningi sveitarfélagsins við verkefnið "Flugklasinn Air 66N" árin 2020-2023. Markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring til framtíðar.
Byggðarráð samþykkir að styðja áfram við verkefnið og styrkir það um 300 kr. pr. íbúa árið 2020 og felur sveitarstjóra að óska eftir því að forsvarsmenn flugklasans komi á fund byggðarráðs til viðræðu um verkefnið. Bókun fundar Afgreiðsla 869. fundar byggðarráðs staðfest á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 með níu atkvæðum.