Fara í efni

Samræmd próf haust 2018 og vor 2019

Málsnúmer 1906241

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 144. fundur - 01.07.2019

Lögð fram niðurstaða samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 9. bekk í grunnskólum í Skagafirði. Fræðslunefnd fagnar góðum árangri nemenda í 4. og 7. bekk sérstaklega, þar sem nemendur skólanna skipa sér í efstu 25% einkunna á landsvísu í samræmdu könnunarprófi í íslensku og stærðfræði, í þremur af fjórum tilvikum. Í 4. bekk eru nemendur hæstir yfir landið í íslensku og í öðru sæti í stærðfræði. Árangur þessi er afar gleðilegur og tilefni til að óska skólunum til hamingju með hann. Fræðslunefnd hvetur jafnframt skólana til að rýna vel í allar niðurstöður og leggja sérstaka rækt við þá nemendur sem hallari fæti standa. Samræmd könnunarpróf eru einn af mörgum mælikvörðum sem notaðir eru í skólastarfi til að meta árangur nemenda og mikilvægt að taka hann alvarlega eins og aðra mælikvarða.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 148. fundur - 23.10.2019

Fræðslustjóri fór yfir viðbrögð grunnskólanna vegna niðurstöðu samræmdra könnunarprófa sbr. bókun nefndarinnar þann 1. júlí s.l.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 151. fundur - 16.12.2019

Niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk sem fram fóru í september s.l. Fræðslustjóri og kennsluráðgjafi fóru yfir helstu niðurstöður þeirra. Fræðslunefnd fagnar góðum niðurstöðum en felur skólastjórum jafnframt að bregðast við þar sem betur má fara.
Jóhann Bjarnason sat fundinn undir liðum 4-9

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 158. fundur - 27.08.2020

Lagðar voru fram niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 9. bekk í grunnskólum í Skagafirði sem fóru fram í mars s.l. Fræðslustjóri fór yfir helstu niðurstöður. Fræðslunefnd hvetur skólana til að rýna niðurstöður vel og bregðast við því sem betur má fara.