Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Fulltrúar leikskólans, Anna Árnína Stefánsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir sátu fundinn undir liðum 1, 2,3, 4 og 7. Fulltrúar grunnskólans sátu fundinn undir liðum 4,5,6 og 7.
1.Leikskóladagatöl 2019 - 2020
Málsnúmer 1906186Vakta málsnúmer
Lögð fram skóladagatöl fyrir leikskóla Skagafjarðar skólaárið 2019-2020. Skóladagatölin hafa verið samþykkt í foreldraráðum leikskólanna. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatölin.
2.Skólaakstur undanþága leikskólabarn
Málsnúmer 1905159Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá á 142. fundi nefndarinnar þann 23. maí s.l. Erindi frá Steindóri Búa Sigurbergssyni, Bústöðum, þar sem hann óskar eftir að 5 ára gamalt barn hans fái að nota skólarútuna á milli heimilis og leikskólans Birkilundar. Tvö eldri systkin barnsins ganga í Varmahlíðarskóla. Rætt hefur verið við skólabílstjóra og leik- og grunnskólastjóra um fyrirkomulag og farið yfir skilmála um öryggisbúnað í bifreiðinni og fleira. Vegalengd á milli heimilis og skóla er um 40 km. Með hliðsjón af mikilvægi þess að barnið fái að ganga í leikskóla með jafnöldrum sínum sem og með hliðsjón af vegalengd á milli heimilis og skóla samþykkir fræðslunefnd að gera undanþágu frá 5. gr. reglna sveitarfélagsins um skólaakstur í dreifbýli og heimila barninu að nota skólabílinn. Fræðslunefnd leggur áherslu á mikið og gott samráð heimilis, skólabílstjóra og leikskóla vegna þessa.
3.Skólaakstur - undanþága f. leikskólabarn
Málsnúmer 1905011Vakta málsnúmer
Erindi hefur borist frá Þorgils Magnússyni, Stóra-Holti, þar sem hann óskar eftir að 3ja ára gamalt barn hans fái að nota skólarútuna á milli heimilis og leikskólans Tröllaborgar á Hofsósi. Eldri bróðir barnsins er að hefja nám í grunnskólanum á Hofsósi. Systkinin hafa fram til þessa verið í leikskóla á Siglufirði. Rætt hefur verið við skólabílstjóra og leik- og grunnskólastjóra um fyrirkomulag og farið yfir skilmála um öryggisbúnað í bifreiðunum og fleira. Vegalengd á milli heimilis og skóla er um 40 km. Með hliðsjón af mikilvægi þess að barnið fái að ganga í leikskóla með jafnöldrum sínum sem og með hliðsjón af vegalengd á milli heimilis og skóla samþykkir fræðslunefnd að gera undanþágu frá 5. gr. reglna sveitarfélagsins um skólaakstur í dreifbýli og heimila barninu að nota skólabílinn. Fræðslunefnd leggur áherslu á mikið og gott samráð heimilis, skólabílstjóra og leikskóla vegna þessa.
4.Menntastefna Skagafjarðar
Málsnúmer 1812211Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar drög að Menntastefnu Skagafjarðar. Málið áður til kynningar á 142. fundi fræðslunefndar þann 23. maí s.l. Menntastefnan verður til umræðu og frekari mótunar á árlegum fræðsludegi skólanna í Skagafirði þann 15. ágúst n.k. Mikilvægt er að ábendingar og athugasemdir fulltrúa fræðslunefndar hafi borist umsjónarmanni, Helgu Harðardóttur, kennsluráðgjafa, fyrir þann tíma. Fræðslunefnd samþykkir að óska eftir umsögn félags- og tómstundanefndar sem hefur frístundastarfið í sínum málaflokki.
5.Samræmd próf haust 2018 og vor 2019
Málsnúmer 1906241Vakta málsnúmer
Lögð fram niðurstaða samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 9. bekk í grunnskólum í Skagafirði. Fræðslunefnd fagnar góðum árangri nemenda í 4. og 7. bekk sérstaklega, þar sem nemendur skólanna skipa sér í efstu 25% einkunna á landsvísu í samræmdu könnunarprófi í íslensku og stærðfræði, í þremur af fjórum tilvikum. Í 4. bekk eru nemendur hæstir yfir landið í íslensku og í öðru sæti í stærðfræði. Árangur þessi er afar gleðilegur og tilefni til að óska skólunum til hamingju með hann. Fræðslunefnd hvetur jafnframt skólana til að rýna vel í allar niðurstöður og leggja sérstaka rækt við þá nemendur sem hallari fæti standa. Samræmd könnunarpróf eru einn af mörgum mælikvörðum sem notaðir eru í skólastarfi til að meta árangur nemenda og mikilvægt að taka hann alvarlega eins og aðra mælikvarða.
6.Útboð skólaakstur innanbæjar
Málsnúmer 1905177Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá á 142. fundi fræðslunefndar þann 23. maí s.l. Opnuð hafa verið tilboð í skólaakstur innanbæjar á Sauðárkróki, en frestur til að skila inn tilboðum rann út kl. 13:30, fimmtudaginn 27. júní. Tvö tilboð bárust í aksturinn, frá Hópferðabílum Skagafjarðar ehf. (HBS) og Suðurleiðum ehf. Tilboð HBS hljóðaði upp á 10.092.922 krónur á ári hverju m.v. 114 daga skv. útboðslýsingu. Tilboð Suðurleiða hljóðaði upp á 11.086.272 krónur á ári m.v. 114 daga skv. útboðslýsingu. Fræðslunefnd samþykkir að fresta málinu og skoða fyrirkomulag skólaaksturs á Sauðárkróki frekar.
7.Heilsueflandi samfélag
Málsnúmer 1809169Vakta málsnúmer
Á fundi sínum þann 21. janúar s.l. lagði félags- og tómstundanefnd til við sveitarstjórn að Sveitarfélagið Skagafjörður sæktist eftir því að gerast þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi samfélag sem Embætti landlæknis veitir forstöðu. Markmið verkefnisins er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Skipaður verði þverfaglegur stýrihópur með aðkomu lykilhagsmunaaðila til að vinna að verkefninu. Sveitarstjórn samþykkti tillögu félags- og tómstundanefndar þann 13. mars s.l. Samningur þessa efnis verður undirritaður af landlækni og sveitarstjóra á fræðsludeginum 15. ágúst n.k., en dagskrá hans fylgir með í gögnum fundarins. Fræðslunefnd fagnar ákvörðun þessari og væntir þess að hún verði til hagsbóta og heilla fyrir alla íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Fundi slitið - kl. 18:00.