Fara í efni

Veitunefnd - 61

Málsnúmer 1908002F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 387. fundur - 21.08.2019

Fundargerð 61. fundar veitunefndar frá 12. ágúst 2019 lögð fram til afgreiðslu á 387. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson og Gisli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 61 Lagður fram tölvupóstur frá Sigurjóni Þórðarsyni framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra þar sem kynntar eru samþykktir sem heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra samþykkti á fundi sínum 25. júní sl., um annars vegar hvernig skuli standa að því að fjarlægja númerslausar bifreiðar og hins vegar um starfsleyfi verktaka.
    Umhverfis- og samgöngunefnd hefur óskað eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa vegna samþykktana og mun veitunefnd fylgjast með framvindu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar veitunefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 61 Farið var yfir stöðu framkvæmda við lagningu hitaveitu og ljósleiðara frá Hofsósi að Neðra Ási og Ásgarði. Búið er að leggja stofnlögn hitaveitu og ljósleiðara að Marbæli.
    Verktakakostnaður við verkið var komið í um 50% af tilboðsupphæð um mánaðarmót júlí / ágúst og telst verkið á áætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar veitunefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 61 Lagður var fyrir tölvupóstur frá Herði Tryggvasyni, tæknifræðingi hjá ÍSOR, varðandi vinnu við frekari rannsóknir á jarðhitasvæðinu í Reykjarhóli í Varmahlíð.
    Í tölvupóstinum er lögð fram kostnaðaráætlun við borun fjögurra rannsóknarholna í Reykjarhól. Áætlunin innifelur undirbúning, borun, úrvinnslu og greinargerð vegna verksins.
    Tilgangur rannsóknanna er að staðsetja nýja vinnsluholu í Reykjarhól.
    Kostnaðaráætlun vegna verksins eru um 10,5 milljónir.
    Veitunefnd felur sviðstjóra og verkefnastjóra að undirbúa framkvæmd verksins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar veitunefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 61 Farið var yfir vinnu vegna öflunar á auknu neysluvatni fyrir Sauðárkrók.
    Í júlímánuði voru boraðar fjórar kaldavatnsholur, tvær í Veðramóti og tvær í Skarðsdal. Borunin tókst vel og er ljóst að holurnar munu bæta stöðu kaldavatnsmála á Sauðárkróki til muna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar veitunefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 61 Farið var yfir kostnað vegna lagningu ljósleiðara frá Ásgarði að Vatnsleysu samhliða lagningu rafstrengs um hluta svæðisins.
    Sviðstjóra falið að halda áfam viðræðum við verktaka um lagningu ljósleiðara með rafstreng.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar veitunefndar staðfest á 387. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2019 níu atkvæðum.