Fara í efni

Landbúnaðarnefnd - 206

Málsnúmer 1908011F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 388. fundur - 25.09.2019

Fundargerð 206. fundar landbúnaðarnefndarfrá 26. ágúst lögð fram til afgreiðslu á 388. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 206 Landbúnaðarnefnd hittist í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki til að halda áfram vettvangsskoðun um sveitarfélagið, frá því í síðustu viku, til að kanna ástand skilarétta. Lagt af stað kl. 10:00.
    Eftirtaldar réttir voru skoðaðar: Staðarrétt, Grófargilsrétt, Mælifellsrétt og Hlíðarrétt. Einnig var litið við í Breiðagerðisrétt.
    Jón Sigurjónsson þurfti að víkja af fundinum kl. 13:30 áður en kom að afgreiðslu mála á dagskrá fundarins.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að fyrir næsta fund verði lögð fram samantekt um ástand réttanna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 206. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 206 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. júní 2019 frá Jóni Kolbeini Jónssyni, héraðsdýralækni Norðurlands vestra, varðandi lausagöngu sauðfjár í landi sveitarfélagsins við Sauðárkrók.
    Upplýst er á fundinum að brugðist hafi verið við ábendingum og lausnir til að lágmarka ágang búfénaðar í bæjarland Sauðárkróks ræddar.
    Landbúnaðarnefnd áréttar skyldur búfjáreigenda innan þéttbýlis að halda búpeningi sínum innan girðingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 206. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 206 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Staðarhrepps fyrir árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 206. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 206 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Staðarafréttar fyrir árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 206. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 206 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsóss og Unadals fyrir árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 206. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 206 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Deildardals fyrir árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 206. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 206 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hegraness fyrir árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 206. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 206 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hóla- og Viðvíkurdeilda fyrir árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 206. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.