Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

66. fundur 05. mars 2020 kl. 13:00 - 13:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
  • Eyrún Sævarsdóttir
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri
  • Árni Egilsson
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Regína Valdimarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Formaður leitar samþykkis fundarmanna um setu Eyrúnar Sævarsdóttur í stað Axels Kárasonar sem er forfallaður ásamt varamanni. Samþykkt.

Steinn Leó Sveinsson, nýráðinn sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, sat fundinn. Steinn kemur til starfa í byrjun apríl.
Veitunefnd býður Stein Leó velkominn til starfa og þakkar Indriða Þór, fráfarandi sviðstjóra, fyrir gott samstarf síðustu ár og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

1.Til upplýsinga vegna heimsfaraldurs kórónaveiru

Málsnúmer 2002282Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram til kynningar verklagsreglur og áætlun um meðhöndlun úrgangs og smithættu af úrgangi vegna heimsfaraldurs COVID-19.

2.Gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga

Málsnúmer 1911101Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar svarbréf frá Skagafjarðarveitum vegna fyrirspurnar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis varðandi gjaldskrár vatnsveitna.

3.Hitaveita - Hofsós að Neðri Ási og Ásgarði - verkframkvæmd

Málsnúmer 1904025Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu framkvæmda við hitaveitu frá Hofsósi að Ásgarði og Neðra Ási.
Unnið er að frágangi á dælustöðvum og er stefnt á að vatni verði hleypt á stofnlögn í apríl mánuði.

4.Undirbúningur hitaveituframkvæmda í Hegranesi

Málsnúmer 1908088Vakta málsnúmer

Farið var yfir drög að útboðsgögnum fyrir hitaveitu- og ljósleiðara á norðanverðu Hegranesi.
Gert er ráð fyrir að verkið verði boðið út í mars mánuði.

Fundi slitið - kl. 13:50.