Byggðarráð Skagafjarðar - 883
Málsnúmer 1910005F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 389. fundur - 16.10.2019
Fundargerð 883. fundar byggðarráðs frá 9. október 2019 lögð fram til afgreiðslu á 389. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Ólafur Bjarni Haraldsson, Stefán Vagn Stefánsson, Álfhildur Leifsdóttir, Gísli Sigurðsson, Álfhildur Leifsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson, Ólafur Bjarni Haraldsson, kvöddu sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 883 Lögð fram gögn varðandi fjárhagsáætlun 2020-2024.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2020-2024 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar og umfjöllunar í nefndum. Byggðarráð samþykkir einnig að fyrri umræða í sveitarstjórn verði 13. nóvember n.k. og síðari umræða verði 11. desember 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 883. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 883 Byggðarráð samþykkir að standa fyrir íbúafundum á Hofsósi, Hólum, Varmahlíð og Sauðárkróki haustið 2019 í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2020-2024. Á þeim fundum verður leitast við að fá fram sjónarmið íbúa um þjónustu, framkvæmdir og rekstur sveitarfélagsins á tímabilinu. Bókun fundar Afgreiðsla 883. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 883 Bjarni Jónsson fulltrúi VG og óháðra leggur fram svohljóðandi tillögu:
Byggðaráð sem jafnframt er stjórn eignasjóðs, samþykkir að fara ásamt starfsmönnum eignasjóðs í kynnisferð um sveitarfélagið til að kynna sér ástand og viðhaldsþörf húseigna og aðstöðu stofnanna sveitarfélagsins. Verði það gert sem liður í undirbúningi fjárhagsáætlunar og mati og ákvarðanatöku um viðhaldsþörf og endurbætur á húseignum og aðstöðu stofnanna sveitarfélagsins. Slík vettvangsathugun var framkvæmd að tillögu undirritaðs sl. haust og reyndist afar gagnleg fyrir þá vinnu.
Byggðarráð samþykkir tillöguna. Bókun fundar Afgreiðsla 883. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 883 Lagt fram erindi dagsett 23. september 2019 frá FISK-Seafood ehf. þar sem Sveitarfélaginu Skagafirði er boðinn forkaupsréttur að skipinu Hannesi Andréssyni SH-737, skipaskrárnúmer 1371, með vísan til 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/206 um stjórn fiskveiða. Ætlun fyrirtækisins er að selja skipið án aflahlutdeilda sem hafa verið og verða fluttar á önnur skip FISK-Seafood ehf.
Byggðarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 883. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 883 Á fundi félags- og tómstundanefndar þann 26. ágúst s.l. samþykkti nefndin að leita eftir umfjöllun og umsögn annarra fagnefnda sveitarfélagsins um Jafnréttisstefnu 2018-2022.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera tillögu að breytingu að Jafnréttisstefnu 2018-2022 og aðgerðaráætlun í samræmi við umræður á fundinum. Stefnan verði rædd aftur á næsta fundi byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 883. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 883 Erindið áður á dagskrá 882. fundar byggðarráðs þann 1. október 2019. Í framhaldi af vinnu Háskólans á Hólum við sjálfsmatsskýrslu um skólann kom fram vilji hjá háskólaráði að stofnaður yrði starfshópur, skipaður af fulltrúum ráðsins og sveitarfélagsins, til að vinna sameiginlega að sem bestum framgangi Háskólans á Hólum.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 883. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 883 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. september 2019 frá Álfhildi Leifsdóttur þar sem hún innir eftir upplýsingum varðandi málefni Byggðasafns Skagfirðinga og óskar eftir að svör við spurningum hennar verði gerð opinber. Sveitarstjóri lagði fram skrifleg svör við fyrirspurnum Álfhildar sem birt verða á heimasíðu sveitarfélagsins.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum óskar bókað:
"Sú biðstaða og óvissa sem ríkir um það fjölbreytta starf sem Byggðasafnið hefur staðið fyrir er áhyggjuefni og óviðunandi. Fornleifadeildin er á krossgötum og hluti safnins komið í ótímabundna geymslu, svo fátt eitt sé nefnt. Mikilvægt er að sveitarfélagið hlúi sem best að starfsfólki Byggðasafnsins og búi því hvetjandi starfsumhverfi.
Af svörum við fyrirspurn um stöðu Byggðasafnsins að dæma ríkir enn mikil óvissa um hvenær og hvernig bætt verður úr aðstöðu Byggðasafnsins fyrir starfsemi og sýningarhald og ljóst að núverandi staða er sveitarfélaginu og safninu kostnaðarsöm, svo sem vegna geymslurýmis, varðveisluvinnu og húsaleigu í gamla Minjahúsinu sem komið er úr eigu sveitarfélagsins."
Ólafur Bjarni Haraldsson, ByggðaLista óskar bókað:
"Það að fasteigninni að Aðalgötu 16b (Minjahús) var ráðstafað, áður en safninu var fundin varanlegur staður er orðið mjög kostnaðarsamt fyrir sveitarfélagið og má þar nefna yfir 10 milljón króna leigugreiðslur af eigninni. Þrátt fyrir að aðstaðan fyrir varðveislu muna í Minjahúsinu á Sauðárkróki hafi ekki þótt boðleg til langframa, þá hefði verið mun farsælla að finna safninu varanlegan stað áður en eigninni var ráðstafað. Einnig má ætla að núverandi ástand hamli mjög starfsemi Byggðasafnsins og er það miður."
Fulltrúar meirihluta byggðarráðs, Stefán Vagn Stefánsson, Framsóknarflokki og Gísli Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki, óskað bókað:
"Nú er verið að leggja loka hönd á tímabundið geymsluhúsnæði fyrir byggðasafnið sem mun leysa núverandi húsnæði af hólmi sem uppfyllti ekki kröfur safnsins. Framtíðarsýn varðandi varðveislurými byggðasafnsins er skýr, en gert er ráð fyrir fullkomnu varðveislurýmis í nýju menningarhúsi og fyrir fundinum liggja drög af samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki. Fulltrúar meirihluta eru ósammála því að óvissa ríki um starfssemi byggðasafnsins og vonast til að flutningur í nýtt húsnæði dragist ekki frekar en orðið er."
Bókun fundar Bjarni Jónsson, VG og óháðum óskar bókað:
"Sú biðstaða og óvissa sem ríkir um það fjölbreytta starf sem Byggðasafnið hefur staðið fyrir er áhyggjuefni og óviðunandi. Fornleifadeildin er á krossgötum og hluti safnins komið í ótímabundna geymslu, svo fátt eitt sé nefnt. Mikilvægt er að sveitarfélagið hlúi sem best að starfsfólki Byggðasafnsins og búi því hvetjandi starfsumhverfi. Af svörum við fyrirspurn um stöðu Byggðasafnsins að dæma ríkir enn mikil óvissa um hvenær og hvernig bætt verður úr aðstöðu Byggðasafnsins fyrir starfsemi og sýningarhald og ljóst að núverandi staða er sveitarfélaginu og safninu kostnaðarsöm, svo sem vegna geymslurýmis, varðveisluvinnu og húsaleigu í gamla Minjahúsinu sem komið er úr eigu sveitarfélagsins."
Ólafur Bjarni Haraldsson tók til máls:
"Það að fasteigninni að Aðalgötu 16b (Minjahús) var ráðstafað, áður en safninu var fundin varanlegur staður er orðið mjög kostnaðarsamt fyrir sveitarfélagið og má þar nefna yfir 10 milljón króna leigugreiðslur af eigninni. Þrátt fyrir að aðstaðan fyrir varðveislu muna í Minjahúsinu á Sauðárkróki hafi ekki þótt boðleg til langframa, þá hefði verið mun farsælla að finna safninu varanlegan stað áður en eigninni var ráðstafað. Einnig má ætla að núverandi ástand hamli mjög starfsemi Byggðasafnsins og er það miður."
Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir, ByggðaLista
Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og óskað bókað: "Nú er verið að leggja loka hönd á tímabundið geymsluhúsnæði fyrir byggðasafnið sem mun leysa núverandi húsnæði af hólmi sem uppfyllti ekki kröfur safnsins. Framtíðarsýn varðandi varðveislurými byggðasafnsins er skýr, en gert er ráð fyrir fullkomnu varðveislurýmis í nýju menningarhúsi og fyrir fundinum liggja drög af samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki. Fulltrúar meirihluta eru ósammála því að óvissa ríki um starfssemi byggðasafnsins og vonast til að flutningur í nýtt húsnæði dragist ekki frekar en orðið er."
Fulltrúar meirihluta, Stefán Vagn Stefánsson, Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Regína Valdimarsdóttir og Gísli Sigurðsson.
Álfhildur Leifsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarndi bókun: Ljóst er af þessum svörum að núverandi staða er sveitarfélaginu kostnaðarsöm þó ekki sé allur kostnaður talinn t.d. hvað varðar pökkun og öðru sem tengist skrásetningu og flutningum gripa. Það geymsluhúsnæði sem nú er lögð lokahönd á kemur ekki til með að leysa núverandi húsnæði fyllilega af hólmi eins og bókun meirihluta á byggðarráðsfundi 883 fullyrðir, því ekki er um að ræða annað en geymsluhúsnæði fyrir Byggðasafn í kössum. Í Minjahúsinu var m.a. sýningarrými, rannsóknarrými forleifadeildar ásamt skrifstofum starfsfólks. Þegar ekki er lengur rými fyrir starfsemi af því tagi þá skipta geymslur ekki öllu máli í stóra samhenginu.
Byggðasafnið er að stórum hluta starfsfólk þess. Starfsfólkið sem vinnur með gripina og segir sögu þeirra. Þetta mikilvæga starfsfólk starfar nú við breyttar og takmarkaðar aðstæður. Ekki er hægt að skilja svörin með þeim hætti að gert sé ráð fyrir plássi fyrir sýningar eða rannsóknir eins og áður og er því óhætt að segja að óvissa sé um fjölbreytt starf Byggðasafnsins sem er óviðunandi.
Fulltrúi framsóknarflokks sagði á síðasta sveitarstjórnarfundi: "Þetta er ekki lögbundið verkefni sem við höfum sem sveitarfélag þannig það er spurning hvort við eigum að gera það, kannski við hættum því, svolítið dýrt?" Er ég uggandi eftir þessi orð sem viðhöfð eru um verðlaunabyggðasafn Skagfirðinga.
Spurningar til meirihluta eru því: stendur til að Byggðasafnið hafi sýningar- og rannsóknarrými staðsett á Sauðárkróki á næstu árum?
Eru áætlanir hjá meirihluta um að hætta rekstri Byggðasafnsins eins og fulltrúi meirihluta velti upp á síðasta sveitarstjórnarfundi, þar með talið þeim gríðarlega segli sem Glaumbær er í okkar sveitarfélagi?
Álfhildur Leifsdóttir
Fulltrúi VG og óháðra
Þá kvöddu sér hljóðs, Gísli Sigurðsson, Álfhildur Leifsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson, Ólafur Bjarni Haraldsson.
Afgreiðsla 883. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 883 Lagt fram bréf frá kirkjukór Glaumbæjarprestakalls, dagsett 29. september 2019, þar sem kórinn óskar eftir fjárstuðningi til messuferðar til Edinborgar í Skotlandi.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
Ólafur Bjarni Haraldsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa máls. Bókun fundar Afgreiðsla 883. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með átta atkvæðum. Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 883 Lögð fram til kynningar drög að samkomulagi milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og sveitarfélaganna í Skagafirði um byggingu menningarhúss í Skagafirði. Markmið samkomulagsins er eftirfarandi:
Til grundvallar samkomulagi þessu er viljayfirlýsing um fjármögnun og undirbúning byggingar menningarhúss í Skagafirði, dagsett 5. maí 2018. Samkomulag er milli aðila um áframhaldandi samstarf og að stofnframlagi verði varið til viðbyggingar og endurbóta á Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Þar mun rúmast bókasafn, listasafn, skjalasafn auk rýmis fyrir varðveislu og sviðslistir.
Markmið samkomulagsins er að framangreindar byggingar verði ekki einungis vettvangur fyrir safnastarfsemi og sviðslistir á Sauðárkróki heldur að gegni einnig húsin lykilhlutverki sem slík í Skagafirði og á Norðurlandi vestra. Gert er því ráð fyrir að nágrannasveitarfélög og íbúar þeirra hafi afnotarétt af menningarhúsunum eins og við verður komið, enda séu slík afnot í samræmi við almenna nýtingu húsanna.
Byggðarráð samþykkir að forsætisráðherra verði boðið sérstaklega til undirskriftar samkomulags um byggingu menningahúss í Skagafirði þegar þar að kemur, á milli mennta- og menningarmálaráðuneytis fyrir hönd stjórnarráðsins og sveitarfélaganna í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 883. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.