Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Dagskrá
1.Umhverfis- og samgöngunefnd - 160
Málsnúmer 1909029FVakta málsnúmer
Fundargerð 160. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 2. október 2019 lögð fram til afgreiðslu á 389. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 160 Fundargerðir Siglingaráðs lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 160. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 160 Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá Hafnasambandi Íslands ásamt leiðbeiningum fyrir stjórnendur farþegaskipa sem koma til Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 160. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 160 Lagt var fyrir fundinn erindi frá smábátafélaginu Drangey varðandi löndunaraðstöðu fyrir smábáta í Sauðárkrókshöfn.
Í erindinu segir m.a.:
"Tilefni bréfsins er slæm löndunaraðstaða smábáta í Sauðárkrókshöfn, sem einkum tengist viðlegu togarans Drangeyjar þegar hún er í höfn. Að sumarlagi landa dag hvern að staðaldri um 10 smábátar á Sauðárkróki og þegar Drangey er í höfn er oft ekki hægt að koma fyrir meira en einum til tveimur bátum í rýminu við löndunarkrana smábátanna."
Í niðurlagi erindis er þess óskað að á þessu ástandi verði fundin lausn.
Nefndin felur hafnarstjóra að leita leiða til að verða við beiðni smábátafélagsins Drangey varðandi löndun smábáta. Nefndin bendir á að í skipulagsvinnu hafnasvæðis verður m.a. unnið að úrbótum á löndunaraðstöðu smábátasjómanna. Bókun fundar Afgreiðsla 160. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 160 Lagðar voru fyrir fundinn mögulegar útfærslur að flotbryggjum ætluðum m.a. til móttöku á léttabátum úr skemmtiferðaskipum í Sauðárkrókshöfn. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður um 15 milljónir króna.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að gengið verði frá pöntun á flotbryggjueiningum samkvæmt tillögu 01 dags. 10. september 2019 og vísar málinu til afgreiðslu í byggðarráði. Nefndin leggur til að sá hluti kostnaðar sem fellur til árið 2019 verði greiddur af Hafnarsjóði. Bókun fundar Afgreiðsla 160. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 160 Lagt var fyrir nefndina erindi frá Rúnari Gíslasyni lögreglumanni á Sauðárkróki varðandi blint horn á Aðalgötu á Sauðárkróki. Segir þar m.a. að hætta geti skapast á þessu horni þegar lögreglumenn á leið á vettvang keyra út af bílastæði við lögreglustöðina. Lagt er til í erindinu að settur verði upp spegill á móts við innkeyrslu á bílastæðið til að minnka hættu á óhappi á þessum stað.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur sviðstjóra að vinna að úrlausn málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 160. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 160 Rætt var um gerð gjaldskrár vegna efnistöku á Gránumóum við Sauðárkrók.
Nefndin felur sviðstjóra að gera tillögu að gjaldskrá vegna efnistöku í malarnámum.
Nefndin felur sviðstjóra að fara yfir svæðið á Gránumóum og fjarlægja rusl og annan úrgang sem ekki á heima á svæðinu, nefndin hvetur notendur svæðisins á Gránumóum að ganga snyrtilega um svæðið. Bókun fundar Afgreiðsla 160. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. - 1.7 1909199 Tilkynning um fyrirhugaðar niðurfellingar af vegaskrá(7853-01, 7889-01, 7858-01, 7456-01)Umhverfis- og samgöngunefnd - 160 Lagðar voru fyrir fundinn tilkynningar frá Vegagerðinni um niðurfellingu vega af vegaskrá. Ábyrgð Vegagerðarinnar á viðhaldi og þjónustu vega fellur niður á þeim vegum sem falla út af vegaskrá.
Tilkynnt er um niðurfellingu eftirfarandi vega;
Reykjarhólsvegur í Fljótum, 7853-01
Reykjarhólsvegur í Fljótum, 7889-01
Ysta-Mósvegur í Fljótum, 7858-01
Lágmúlavegur á Skaga, 7456-01
Nefndin felur sviðstjóra að kanna ástæður þess að Reykjarhólsvegur 7853-01 sé felldur út af vegaskrá. Bókun fundar Afgreiðsla 160. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 160 Lagður var fyrir tölvuóstur frá Guðbjörgu Steinunni Sigfúsdóttur varðandi umhverfismál í Varmahlíð.
Nefndin felur garðyrkjustjóra að skoða umrædd svæði í Varmahlíð og koma með hugmyndir að fegrun og nýtingu svæðisins. Bókun fundar Afgreiðsla 160. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 160 Vinna við kortlagningu leiksvæða í Skagafirði er hafin og voru lögð fram drög á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 160. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 160 Lögð voru fyrir nefndarmenn drög að jafnréttisáætlun og aðgerðaráætlun í jafnréttismálum fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
Nefndin ræddi efni áætlananna og fagnar vinnu við gerð jafnréttisstefnu. Bókun fundar Afgreiðsla 160. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
2.Fundagerðir stjórnar SÍS 2019
Málsnúmer 1901002Vakta málsnúmer
874. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. september 2019 lögð fram til kynningar á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019.
3.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits N.l. vestra 2019
Málsnúmer 1901006Vakta málsnúmer
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 3. og 25. september og 2. október 2019 lagðar fram til kynningar á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019.
4.Fundagerðir stjórnar Norðurár bs. 2019
Málsnúmer 1901009Vakta málsnúmer
Fundargerð 92.fundur stjórnar Norðurár bs. frá 11. september 2019 lögð fram til kynningar á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019.
5.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 15
Málsnúmer 1910018FVakta málsnúmer
Fundargerð 15. fundar Skagfirskra leiguíbúða hses frá 11. október 2019 lögð fram til kynningar á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019.
6.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 14
Málsnúmer 1909027FVakta málsnúmer
Fundargerð 14. fundar Skagfirskra leiguíbúða hses frá 27. september 2019 lögð fram til kynningar á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019
7.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 13
Málsnúmer 1909019FVakta málsnúmer
Fundargerð 13. fundar Skagfirskra leiguíbúða hses frá 20. september 2019 lögð fram til kynningar á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019.
8.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 12
Málsnúmer 1908012FVakta málsnúmer
Fundargerð 12. fundar Skagfirskra leiguíbúða hses frá 23. ágúst 2019 lögð fram til kynningar á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019.
9.Aðal- og varmaður VG og óháðra í fræðslunefnd - endurtilnefning
Málsnúmer 1910119Vakta málsnúmer
Endurtilnefning áheyrnarfulltrúa og vara áheyrnarfulltrúa Vg og óháðra í fræðslunefnd.
Auður Björk Birgisdóttir kemur inn í stað Sigurjóns Þórðarsonar og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir kemur í stað Bjarna Jónssonar sem vara áheyrnarfulltrúa.
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og skoðast þær því rétt kjörnar.
Auður Björk Birgisdóttir kemur inn í stað Sigurjóns Þórðarsonar og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir kemur í stað Bjarna Jónssonar sem vara áheyrnarfulltrúa.
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og skoðast þær því rétt kjörnar.
10.Veitunefnd - 62
Málsnúmer 1909021FVakta málsnúmer
Fundargerð 62. fundar veitunefndar frá 25. september 2019 lögð fram til afgreiðslu á 387. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
-
Veitunefnd - 62 Farið var yfir stöðu framkvæmda við lagningu hitaveitu og ljósleiðara frá Hofsósi að Neðra Ási og Ásgarði. Lagningu stofnlagna er lokið og er vinna við plægingu á heimtaugum hafin. Vinna við sökkla og steyptar plötur vegna dæluhúsa á Hofsósi og Sleitustöðum er einnig hafin. Dæluhúsin verða svo hífð á staðinn þegar frágangi á steyptri plötu er lokið. Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar veitunefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 níu atkvæðum.
-
Veitunefnd - 62 Lögð var fram bókun byggðarráðs frá 21. ágúst sl. þar sem byggðarráð samþykkti að fela veitunefnd að kostnaðargreina og vinna að hönnun hitaveitu í þeim hluta Hegraness sem ekki er þegar tengdur við hitaveitu. Mælst var til þess að þessari vinnu verði hraðað sem kostur er.
Nefndin samþykkir að unnið verði að uppfærðri kostnaðargreiningu og hönnun en gróf drög að hönnun og kostnaðaráætlun liggja þegar fyrir. Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar veitunefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 62 Lögð voru fram til umsagnar drög að jafnréttisstefnu og aðgerðaráætlun jafnréttisstefnu. Fjallað var um áætlunina og komu nefndarmenn með nokkrar ábendingar sem þurfa frekari umræðu áður en endanleg áætlun er samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar veitunefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 níu atkvæðum.
-
Veitunefnd - 62 Tekið fyrir erindi frá FISK Seafood ehf. dags. 16. ágúst 2019 varðandi samruna Hólalax og FISK Seafood, þar sem óskað er eftir að veitunefnd fjalli að nýju um réttindi og skyldur Hólalax í kjölfar samruna fyrirtækjanna. Í bréfinu er tilgreint að FISK Seafood hafi með samrunanum yfirtekið öll réttindi og skyldur Hólalax, þ.m.t. varðandi orkuviðskipti.
Veitunefnd fellst á það eftir skoðun málsins að réttindi og skyldur Hólalax gagnvart Skagafjarðarveitum fylgi með samruna fyrirtæksins við FISK Seafood en óskar jafnframt eftir viðræðum við fyrirtækið á grundvelli 8. greinar samnings um orkuviðskipti frá 1991.
Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar veitunefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 62 Lögð voru fram drög að kostnaðaráætlun vegna lagningu heimæðar að Fagraholti í Hofsstaðaplássi.
Sviðsstjóra falið að vinna áfram að málinu.
Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar veitunefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 62 Lögð voru fram til kynningar drög að samkomulagi við Kaupfélag Skagfirðinga varðandi styrk Kaupfélagsins til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli.
Nefndin lýsir ánægju sinni með samkomulagið og þátttöku KS í verkefninu. Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar veitunefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 62 Farið var yfir stöðu lagningu ljósleiðara samhliða rafstrengs RARIK á svæðinu frá Ásgarði að Vatnsleysu. Lagningu stofnstrengs samhliða rafstreng er lokið og unnið er að lagningu heimtauga. Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar veitunefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 níu atkvæðum.
11.Byggðarráð Skagafjarðar - 882
Málsnúmer 1909018FVakta málsnúmer
Fundargerð 882. fundar byggðarráðs frá 1. október 2019 lögð fram til afgreiðslu á 389. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 882 Lagt fram bréf dagsett 18. september 2019 frá Hólaskóla - Háskólanum á Hólum varðandi tilnefningu í starfshóp. Í framhaldi af vinnu við sjálfsmatsskýrslu um skólann kom fram vilji hjá háskólaráði að stofnaður yrði starfshópur, skipaður af fulltrúum ráðsins og sveitarfélagsins, til að vinna sameiginlega að sem bestum framgangi Háskólans á Hólum.
Undir þessum lið komu til fundarins Erla Björk Örnólfsdóttir rektor, Jón Eðvald Friðriksson og Laufey Kristín Skúladóttir, fulltrúar í háskólaráði Háskólans á Hólum.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna fulltrúa í fyrrgreindan starfshóp. Bókun fundar Afgreiðsla 882. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 882 Farið yfir vinnugögn vegna fjárhagsáætlunar 2020-2024. Bókun fundar Afgreiðsla 882. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 882 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. september 2019 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra varðandi óinnheimtanlegar kröfur þar sem skuldarar eru fluttir úr landi.
Byggðarráð samþykkir að afskrifa sveitarsjóðsgjöld að höfuðstólsfjárhæð 205.774 kr. auk dráttarvaxta. Bókun fundar Afgreiðsla 882. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 882 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 882. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 882 Lagt fram bréf dagsett 16. september 2019 frá Ólafi Jónssyni, Espilundi 6, Akureyri varðandi jarðgöng undir Tröllaskaga.
Byggðarráð þakkar Ólafi fyrir erindið. Fyrir liggur sameiginleg bókun sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og bæjarstjórnar Akureyrarbæjar um mikilvægi þessa verkefnis fyrir Norðurland. Bókun fundar Afgreiðsla 882. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 882 Lagt fram bréf dagsett 20. september 2019 frá Tré lífsins. Bréfið er sent til að kanna áhuga sveitarfélagsins til Minnigargarða og afstöðu til þess að opna slíkan garð í sveitarfélaginu. Í Minningargarð er gert ráð fyrir að aska látinna einstaklinga verði jarðsett ásamt því að tré verður gróðursett til minningar um hinn látna.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 882. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 882 Lagt fram bréf dagsett 18. september 2019 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, þar sem tilkynnt er um ársfund sjóðsins og dagskrá þann 2. október 2019.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri sæki fundinn. Bókun fundar Afgreiðsla 882. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 882 Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 26. september 2019. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög), 101. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 882. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
- 11.9 1909258 Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmra uppbyggingar háhraða fjarskiptanetaByggðarráð Skagafjarðar - 882 Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 25. september 2019. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmra uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 122. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 882. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 882 Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 26. september 2019. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál.
Byggðarráð fagnar framkomnu frumvarpi og tekur undir megin markmið þess. Bókun fundar Afgreiðsla 882. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 882 Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 26. september 2019. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, 22. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 882. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 882 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 220/2019, "Drög að reglugerð um gerð strandsvæðisskipulags". Umsagnarfrestur er til og með 04.10.2019. Lagt fram. Bókun fundar Afgreiðsla 882. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 882 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 237/2019, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011". Umsagnarfrestur er til og með 07.10.2019. Lagt fram. Bókun fundar Afgreiðsla 882. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 882 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir tímabilið janúar-júlí 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 882. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 882 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 19. september 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi hvatningu til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 882. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 882 Lagður fram til kynningar ársreikningur Flugu hf. fyrir árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 882. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 882 Lögð fram til kynningar fundargerð 17. aðalfundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands þann 20. september 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 882. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
12.Skipulags- og byggingarnefnd - 360
Málsnúmer 1910020FVakta málsnúmer
Fundargerð 360. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 10. október 2019 lögð fram til afgreiðslu á 389. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi annars varaforseta, kynnti fundargerð. Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 360 Fundurinn er opinn íbúafundur til að ræða áherslur, stefnu og verklag við mótun nýs Aðalskipulags fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð til a.m.k. næstu 12 ára.
Megintilgangur fundarins er að fá fram fleiri sjónarmið og ábendingar frá íbúum um það sem leggja á áherslu á í mótun nýs aðalskipulags og vekja áhuga á mikilvægi aðalskipulags fyrir þróun samfélagsins.
Því leitaði Skipulags- og byggingarnefnd til sérfræðinga, hagaðila og almennings til að ræða áherslur og framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið.
Í inngangsorðum Einars Einarsson, formanns skipulags- og byggingarnefndar fór hann yfir skipulagsferlið, vinnu- og tímaplan og gerði stuttlega grein fyrir niðurstöðum vinnufundar með grunnskólanemendum.
Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri fjallaði í erindi sínu um íbúaþróun og þörf á nýjum íbúðum.
Sigurður Árnason og Eva Pandóra Baldursdóttir sérfræðingar frá Byggðastofnun um atvinnuþróun í sveitarfélaginu, stöðu og tækifæri og Guðrún Lárusdóttir, formaður Búnaðarsambands Skagfirðinga um stöðu landbúnaðar horfur og tækifæri.
Að loknum erindum frummælenda var sett upp vinnustofa þar sem fundarmenn fjölluðu um þrjú þemu, íbúaþróun og húsnæðismál, atvinnu og landbúnað.
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar þeim mörgu sem tóku þátt í fundinum og frummælendum fyrir fróðleg erindi.
Bókun fundar Afgreiðsla 360. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
13.Skipulags- og byggingarnefnd - 359
Málsnúmer 1910001FVakta málsnúmer
Fundargerð 359. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 10. október 2019 lögð fram til afgreiðslu á 389. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi annars varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 359 Sólveig Olga Sigurðardóttir kt. 311273-3109, sækir fh. þinglýstra eigenda jarðarinnar Sjávarborgar II, landnúmer 145955, um heimild til að stofna 3.080 m² lóð úr landi jarðarinnar Sjávarborg II og nefna lóðina Sjávarborg 2a.
Meðfylgjandi er afstöðumynd lóðar Sjávarborgar 2a unnin af Sólveigu Olgu, dags. 02.10.2019. Verknúmer 2019-SB21.
Innan fyrirhugaðrar lóðar er fjöleignahús skráð matshluti 05 og véla/verkfærageymsla skráð matshluti 12 á jörðinni Sjávarborg II.
Yfirferðarréttur að lóðinni verður samkvæmt framangreindum uppdrætti.
Þá er óskað eftir lausn lóðarinnar úr landbúnaðarnotum.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Sjávarborg II Landnúmer 145955. Erindið samþykkt.
Bókun fundar Afgreiðsla 359. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 359 Júlíus Þór Júlíusson kt 160575-4339 sækir f.h. Hoffells ehf. kt. 500118-0670 um lóðirnar nr 1-3 við Sætún á Hofsósi fyrir raðhús. Erindið samþykkt, skipulag- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá skráningu lóðanna.
Bókun fundar Afgreiðsla 359. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 359 Ingimar Jóhannsson kt. 091049-4149 sækir fyrir hönd Sauðárkrókskirkjugarðs, um stöðuleyfi fyrir tveim 40 feta geymslugámum, sunnan við núverandi aðstöðuhúsi í garðinum. Landnrúmer 218111. Ráðgert er, ef stöðuleyfi fæst, að fjarlægja skúrana sem nú standa við norðurhlið garðsins. Stöðuleyfi samþykkt.
Bókun fundar Afgreiðsla 359. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 359 Arnfríður Jónasdóttir kt. 140853-5349 og Kristján Jónasson kt. 190158-6759 þinglýstir eigendur sumarhúss með nafnið Vorboðinn óska eftir heimild Skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að breyta nafni bústaðarins og lóðarinnar í Skógarsel. Bústaðurinn er á 1 ha. lóð með landnúmer 146186. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 359. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 359 Endurskoðun aðalskipulags og næstu skref rædd. Lokaundirbúningur vegna íbúafundar. Stefán Gunnar Thors sat fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 359. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
14.Skipulags- og byggingarnefnd - 358
Málsnúmer 1909028FVakta málsnúmer
Fundargerð 358. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 1. október 2019 lögð fram til afgreiðslu á 389. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi annars varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 358 Jón Sæmundsson kt. 040639-4629, þinglýstur eigandi Fosshóls í Sæmundarhlíð, (landnr. 145971), óskar heimildar skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að skipta lóð úr landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki 7870-01, dags. 23. sept. 2019. Þá er óskað eftir að lóðin fái heitið Fosshóll 1.
Ennfremur er óskað eftir því að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram tilheyra Fosshóli (landnr. 145971) eftir ofangreindar breytingar. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 358. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 358 Rúnar Þór Númason kt. 130486-5349 og Valdís Brynja Hálfdánardóttir kt. 270981-4889 þinglýstir eigendur Þrastarstaða (landnr. 146605), óska eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að stofna nýjan byggingarreit á landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Númer uppdráttar er S-101 í verki 3083. Uppdráttur dagsettur 10. september. 2019. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fenginni umsögn Minjavarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 358. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 358 Bjarni Egilsson kt. 240155-3469 og Egill Þórir Bjarnason kt. 060889-3769 fh. Hvalnesbúsins ehf þinglýsts eiganda Hvalness á Skaga, (landnr. 145892), óska eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að stofna byggingarreit á jörðinni skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki 7556-01, dags. 11. sept.2019. Fyrir liggur umsögn Minjavarðar norðurlands vestra. Erindið samþykkt.
Bókun fundar Afgreiðsla 358. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 358 Kristján Bjarni Halldórsson kt 090966-4999 formaður Golfklúbbs Sauðárkróks óskar eftir að gert verði ráð fyrir stækkun golfvallarins á Hlíðarenda í framtíðarskipulagi sveitarfélagsins. Erindinu vísað til vinnu við endurskoðun Aðalskipulags sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 358. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 358 Fyrir liggur erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála móttekið 23. september sl, stjórnsýslukæra, þar sem kærð er ákvörðun Skipulags- og byggingarnefndar, að fella niður fyrri ákvörðun er varðar byggingarlóðina Ásholt í Skagafirði. Samþykkt að fela skipulags- og byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að svara erindinu með greinargerð. Bókun fundar Afgreiðsla 358. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 358 Atli V. Hjartarson kt. 110366-5829 sækir um leyfi til að breikka bílastæði við Fellstún 17, um 6,3 metra til suðurs og steypa stétt fyrir framan húsið að austanverðu. Þá er einnig sótt um leyfi til að reisa steyptan vegg frá norðurenda bílskúrs, 10 metra í vestur og 5 metra til suðurs og koma fyrir heitum potti á lóðinni. Erindið áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 1. ágúst sl.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda. Erindið samþykkt. Framkvæmdin verði unnin á kostnað umsækjanda og undir eftirliti tæknideildar.
Bókun fundar Afgreiðsla 358. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 358 Fyrirliggjandi er fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar kt. 290664-4119 Skagfirðingabraut 13 um heimild til að byggja bílskúr á lóðinni Skagfirðingabraut 13. Framlagður aðaluppdráttur er gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Með vísan í 44. grein skipulagslaga 123/2010 var samþykkt að grenndarkynna erindið. Frestur til að skila umsögnum var til og með 26. september 2019. Á auglýstum umsagnartíma barst ein umsögn, og var hún án athugasemda við framkvæmdina. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrihugaðan byggingarreit á lóðinni í samræmi við kynnt gögn.
Bókun fundar Afgreiðsla 358. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 358 Fyrir liggur erindi Helgu Óskarsdóttur kt. 310184-3659 og Guðjóns Sveins Magnússonar kt. 250572-4929 varðandi nafngift lóðarinnar Helluland land B lóð 2, í Hegranesi.
Óska þau heimildar Skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að nefna lóðina Aðalból. Í lögum um örnefni segir að ný örnefni skuli vera í samræmi við staðhætti og örnefnahefð. Ekki er hefð fyrir því að nafn eins og Aðalból sé gefið jörð eða býli sem er skipt úr annarri jörð.
Bæjarheiti með forliðinn aðal- eru upphafleg býli eða höfuðból sveitarinnar. Af þeim sökum myndi nafnið Aðalból sem heiti á lóð úr landi Hellulands í Hegranesi teljast brjóta í bága við þær venjur sem hafa ráðið nafngiftum býla hér á landi og gefa villandi sögulegar upplýsingar.
Af ofangreindum ástæðum hafnar Skipulags- og byggingarnefnd nafninu Aðalból á landinu og óskar eftir nýrri tillögu um nafn á lóðina.
Skipulags- og byggingarnefnd bendir umsækjendum á að skjóta má málinu til Örnefnanefndar, sem samkvæmt lögum um Örnefnanefnd hefur hún það hlutverk að að úrskurða um nýtt eða breytt bæjarnafn, götunafn eða annað það nafn sem notað er til skráningar á staðfangi hafi risið ágreiningur um það efni og honum verið skotið til nefndarinnar.“
Bókun fundar Afgreiðsla 358. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 358 94. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 358. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 358 95. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 358. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
15.Skipulags- og byggingarnefnd - 357
Málsnúmer 1909026FVakta málsnúmer
Fundargerð 357. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 26. september 2019 lögð fram til afgreiðslu á 389. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi annars varaforseta, kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson kvöddu sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 357 Fundurin var haldinn í Árskóla á Sauðárkróki og var vinnufundur með nemendum 7. og 9. bekkjar Árskóla, Grunnskólans austan vatna og Varmahlíðarskóla vegna vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar til amk. næstu 12 ára. Unnið var með spurningar um samfélag, menntun og atvinnu, umhverfi og sjálfbærni. Tilgangurinn að fá nýjar og ferska hugmyndir frá ungu kynslóðinni sem sannarlega komu fram á fundinum. Nemendum og kennurum sérstaklega þökkuð þáttakan og góðan fund. Bókun fundar Afgreiðsla 357. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
16.Félags- og tómstundanefnd - 269
Málsnúmer 1909020FVakta málsnúmer
Fundargerð 269. fundar félags- og tómstundanefndar frá 25. september 2019 lögð fram til afgreiðslu á 389. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Félags- og tómstundanefnd - 269 Lögð fram til kynningar tvö minnisblöð. Annað um haustsamverur í Grunnskólanum austan Vatna og hitt um möguleika til íþróttaæfinga á skólatíma. Frístundastjóri fór yfir málið. Félags- og tómstundanefnd samþykkir þær tillögur sem fram koma í minnisblöðunum og sem lúta m.a. að seinkun skólaaksturs á mánudögum vegna íþróttaæfinga og jafnframt hugmyndir um að auka tíma til félagsstarfa með nemendum. Frístundastjóra falið að vinna áfram að útfærslu málsins með hliðsjón af reynslunni. Bókun fundar Afgreiðsla 269. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 269 Lagt fram erindi frá Jafnréttisstofu þar sem óskað er eftir tilnefningu til jafnréttisviðurkenningar fyrir árið 2019. Jafnréttisviðurkenningu geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála í víðri merkingu. Bókun fundar Afgreiðsla 269. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 269 Farið var yfir þá stöðu sem áður hefur verið kynnt í nefndinni um að samstarfssamningur um þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra rennur út um næstu áramót. Félagsmálastjóri kynnti að verið væri að skipa starfshóp sem ætlað er að útfæra yfirfærslu málaflokksins til sveitarfélaganna. Bókun fundar Afgreiðsla 269. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 269 Eitt mál tekið fyrir og samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 269. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
17.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 68
Málsnúmer 1910006FVakta málsnúmer
Fundargerð 68. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 9. október 2019 lögð fram til afgreiðslu á 389. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 68 Tekið fyrir erindi um rafræna varðveislu gagna Héraðskjalasafns Skagfirðinga frá Sólborgu Unu Pálsdóttur, héraðsskjalaverði, dagsett 24.09.2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur héraðsskjalaverði að setja upp langtíma áætlun um rafræna varðveislu gagna sveitarfélagins og stofnanna þess. Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 68 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fór í vettvangsferð í Byggðasafn Skagfirðinga. Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri, kynnti starfsemina og varðveislumál. Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
18.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 67
Málsnúmer 1909023FVakta málsnúmer
Fundargerð 67. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 25. september 2019 lögð fram til afgreiðslu á 389. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Ólafur Bjarni Haraldsson og Bjarni Jónsson kvöddu sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 67 Tekin fyrir styrkbeiðni dagsett 26. ágúst 2019 frá Kirkjukór Sauðárkróks vegna kórferðalags til Kaupmannahafnar.
Atvinnu-, menningar og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja kórinn um 200.000 kr.
Tekið af lið 05890. Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 67 Tekin fyrir styrktarbeiðni frá Pilsaþyt í Skagafirði vegna saums á kyrtli sem yrði til afnota fyrir Fjallkonu Skagafjarðar á 17. júní dagsett 05.09.19.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um 300.000 kr og felur starfmönnum nefndarinnar að gera samstarfssamning við Pilsaþyt um verkefnið.
Tekið af lið 05712. Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 67 Lögð fram gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2020. Gjaldskráin er óbreytt frá fyrra ári.
Atvinnu-, menningar og kynningarnefnd samþykkir að gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga verði óbreytt frá fyrra ári. Bókun fundar Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði til að gjaldskránni verði vísað til afgreiðslu byggðarráðs. Samþykkt samhljóða.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 67 Tekið fyrir erindi frá safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, Berglindi Þorsteinsdóttur, um breyttan opnunar Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ. Dagsett 28.05.2019.
Atvinnu-, menningar og kynningarnefnd ákveður að fresta ákvörðun um opnunartíma Byggðasafns Skagfirðinga og mun jafnframt fara í vettvangsferð og ræða starfsemi safnsins. Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 67 Tekin fyrir fyrirspurn Ragnheiðar Halldórsdóttur nefndarmanni um stöðu framkvæmda í varðveislurými Byggðasafns Skagfirðinga dagsett 23.09.19
Farið var yfir stöðu framkvæmda á varðveislurými Byggðasafnsins er hún eftirfarandi:
- Eldvarnahurðar munu berast í þessari viku og verður þá farið í uppsetningu á þeim.
- Lagnavinna vegna brunakerfis er að hefjast en búið er að útvega allt efni og brunastöðin sjálf er einnig klár.
- Búið er að malbika bílastæði fyrir framan varðveislurýmin.
Ragnheiður Halldórsdóttir (Byggðalista) óskar bókað:
Fulltrúi ByggðaLista leggur til að nefndin fari í vettvangsferð að Borgarflöt 17-19 og taki út þær framkvæmdir sem þar hafa átt sér stað síðustu mánuði. Með því geta nefndarmenn og starfsmenn nefndarinnar séð svart á hvítu hver staða húsnæðisins er í raun og veru. Á sama tíma er hægt að fá nánari upplýsingar um hvað veldur þeirri miklu töf sem hefur orðið á framkvæmdum í húsnæðinu og hversu lengi verkið mun tefjast í viðbót. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 (málaflokk 05 - menningarmál) var gert ráð fyrir 5,4 mkr. í húsleigu fyrir 9 mánuði sem nemur 600.000 kr. á mánuði. Nú er kominn september og geymslurýmið enn ekki tilbúið og mun því þurfa að framlengja leigusamninginn. En það hefur verið ljóst síðan í desember 2018 að ráðast þyrfti í frekari öryggisráðstafanir í geymslurýminu vegna starfsemi bifreiðaþjónustu í sama húsnæði. Þær úrbætur sem þörf var á í húsnæðinu voru nokkrar en þó ekki það miklar að verkið ætti að taka eins langan tíma og raun ber vitni. Vettvangsferð mun leiða af sér að hægt verði að leggja raunverulegt mat á stöðu framkvæmda og hvenær verði hægt að hefja flutning munanna.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd er samþykk því að fara í vettvangsferð á helstu starfsstöðvar Byggðasafnsins og skoða starfsemi safnsins heildstætt. Bókun fundar Ólafur Bjarni Haraldsson tók til máls og ítrekar bókun ByggðaListans.
Við viljum ítreka bókun Ragnheiðar Halldórsdóttur fulltrúi ByggðaListans, þar sem hún lagði til að nefndin færi í vettvangsferð að Borgarflöt 17-19 og taki út þær framkvæmdir sem þar hafa átt sér stað síðustu mánuði. Með því geta nefndarmenn og starfsmenn nefndarinnar séð svart á hvítu hver staða húsnæðisins er í raun og veru. Á sama tíma er hægt að fá nánari upplýsingar um hvað veldur þeirri miklu töf sem hefur orðið á framkvæmdum í húsnæðinu og hversu lengi verkið mun tefjast í viðbót. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 (málaflokk 05 - menningarmál) var gert ráð fyrir 5,4 mkr. í húsleigu fyrir 9 mánuði sem nemur 600.000 kr. á mánuði. Nú er kominn september og geymslurýmið enn ekki tilbúið og mun því þurfa að framlengja leigusamninginn. En það hefur verið ljóst síðan í desember 2018 að ráðast þyrfti í frekari öryggisráðstafanir í geymslurýminu vegna starfsemi bifreiðaþjónustu í sama húsnæði. Þær úrbætur sem þörf var á í húsnæðinu voru nokkrar en þó ekki það miklar að verkið ætti að taka eins langan tíma og raun ber vitni. Vettvangsferð mun leiða af sér að hægt verði að leggja raunverulegt mat á stöðu framkvæmda og hvenær verði hægt að hefja flutning munanna.
Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir, ByggðaLista.
Afgreiðsla 67. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 67 Tekin fyrir til kynningar úthlutuðu aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2019/2020 sem barst nefndinni þann 02.09.2019.
Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 67 Lögð fram til kynningar skýrsla um ferðamenn í Skagafirði 2010-2018.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að finna leiðir til að afla ítarlegri upplýsinga um komur ferðamanna í Skagafirði en þær sem koma fram í þessari skýrslu.
Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
19.Byggðarráð Skagafjarðar - 884
Málsnúmer 1910021FVakta málsnúmer
Fundargerð 884. fundar byggðarráðs frá 14. október 2019 lögð fram til afgreiðslu á 389. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 884 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 884. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
20.Byggðarráð Skagafjarðar - 883
Málsnúmer 1910005FVakta málsnúmer
Fundargerð 883. fundar byggðarráðs frá 9. október 2019 lögð fram til afgreiðslu á 389. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Ólafur Bjarni Haraldsson, Stefán Vagn Stefánsson, Álfhildur Leifsdóttir, Gísli Sigurðsson, Álfhildur Leifsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson, Ólafur Bjarni Haraldsson, kvöddu sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 883 Lögð fram gögn varðandi fjárhagsáætlun 2020-2024.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2020-2024 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar og umfjöllunar í nefndum. Byggðarráð samþykkir einnig að fyrri umræða í sveitarstjórn verði 13. nóvember n.k. og síðari umræða verði 11. desember 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 883. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 883 Byggðarráð samþykkir að standa fyrir íbúafundum á Hofsósi, Hólum, Varmahlíð og Sauðárkróki haustið 2019 í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2020-2024. Á þeim fundum verður leitast við að fá fram sjónarmið íbúa um þjónustu, framkvæmdir og rekstur sveitarfélagsins á tímabilinu. Bókun fundar Afgreiðsla 883. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 883 Bjarni Jónsson fulltrúi VG og óháðra leggur fram svohljóðandi tillögu:
Byggðaráð sem jafnframt er stjórn eignasjóðs, samþykkir að fara ásamt starfsmönnum eignasjóðs í kynnisferð um sveitarfélagið til að kynna sér ástand og viðhaldsþörf húseigna og aðstöðu stofnanna sveitarfélagsins. Verði það gert sem liður í undirbúningi fjárhagsáætlunar og mati og ákvarðanatöku um viðhaldsþörf og endurbætur á húseignum og aðstöðu stofnanna sveitarfélagsins. Slík vettvangsathugun var framkvæmd að tillögu undirritaðs sl. haust og reyndist afar gagnleg fyrir þá vinnu.
Byggðarráð samþykkir tillöguna. Bókun fundar Afgreiðsla 883. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 883 Lagt fram erindi dagsett 23. september 2019 frá FISK-Seafood ehf. þar sem Sveitarfélaginu Skagafirði er boðinn forkaupsréttur að skipinu Hannesi Andréssyni SH-737, skipaskrárnúmer 1371, með vísan til 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/206 um stjórn fiskveiða. Ætlun fyrirtækisins er að selja skipið án aflahlutdeilda sem hafa verið og verða fluttar á önnur skip FISK-Seafood ehf.
Byggðarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 883. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 883 Á fundi félags- og tómstundanefndar þann 26. ágúst s.l. samþykkti nefndin að leita eftir umfjöllun og umsögn annarra fagnefnda sveitarfélagsins um Jafnréttisstefnu 2018-2022.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera tillögu að breytingu að Jafnréttisstefnu 2018-2022 og aðgerðaráætlun í samræmi við umræður á fundinum. Stefnan verði rædd aftur á næsta fundi byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 883. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 883 Erindið áður á dagskrá 882. fundar byggðarráðs þann 1. október 2019. Í framhaldi af vinnu Háskólans á Hólum við sjálfsmatsskýrslu um skólann kom fram vilji hjá háskólaráði að stofnaður yrði starfshópur, skipaður af fulltrúum ráðsins og sveitarfélagsins, til að vinna sameiginlega að sem bestum framgangi Háskólans á Hólum.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 883. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 883 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. september 2019 frá Álfhildi Leifsdóttur þar sem hún innir eftir upplýsingum varðandi málefni Byggðasafns Skagfirðinga og óskar eftir að svör við spurningum hennar verði gerð opinber. Sveitarstjóri lagði fram skrifleg svör við fyrirspurnum Álfhildar sem birt verða á heimasíðu sveitarfélagsins.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum óskar bókað:
"Sú biðstaða og óvissa sem ríkir um það fjölbreytta starf sem Byggðasafnið hefur staðið fyrir er áhyggjuefni og óviðunandi. Fornleifadeildin er á krossgötum og hluti safnins komið í ótímabundna geymslu, svo fátt eitt sé nefnt. Mikilvægt er að sveitarfélagið hlúi sem best að starfsfólki Byggðasafnsins og búi því hvetjandi starfsumhverfi.
Af svörum við fyrirspurn um stöðu Byggðasafnsins að dæma ríkir enn mikil óvissa um hvenær og hvernig bætt verður úr aðstöðu Byggðasafnsins fyrir starfsemi og sýningarhald og ljóst að núverandi staða er sveitarfélaginu og safninu kostnaðarsöm, svo sem vegna geymslurýmis, varðveisluvinnu og húsaleigu í gamla Minjahúsinu sem komið er úr eigu sveitarfélagsins."
Ólafur Bjarni Haraldsson, ByggðaLista óskar bókað:
"Það að fasteigninni að Aðalgötu 16b (Minjahús) var ráðstafað, áður en safninu var fundin varanlegur staður er orðið mjög kostnaðarsamt fyrir sveitarfélagið og má þar nefna yfir 10 milljón króna leigugreiðslur af eigninni. Þrátt fyrir að aðstaðan fyrir varðveislu muna í Minjahúsinu á Sauðárkróki hafi ekki þótt boðleg til langframa, þá hefði verið mun farsælla að finna safninu varanlegan stað áður en eigninni var ráðstafað. Einnig má ætla að núverandi ástand hamli mjög starfsemi Byggðasafnsins og er það miður."
Fulltrúar meirihluta byggðarráðs, Stefán Vagn Stefánsson, Framsóknarflokki og Gísli Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki, óskað bókað:
"Nú er verið að leggja loka hönd á tímabundið geymsluhúsnæði fyrir byggðasafnið sem mun leysa núverandi húsnæði af hólmi sem uppfyllti ekki kröfur safnsins. Framtíðarsýn varðandi varðveislurými byggðasafnsins er skýr, en gert er ráð fyrir fullkomnu varðveislurýmis í nýju menningarhúsi og fyrir fundinum liggja drög af samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki. Fulltrúar meirihluta eru ósammála því að óvissa ríki um starfssemi byggðasafnsins og vonast til að flutningur í nýtt húsnæði dragist ekki frekar en orðið er."
Bókun fundar Bjarni Jónsson, VG og óháðum óskar bókað:
"Sú biðstaða og óvissa sem ríkir um það fjölbreytta starf sem Byggðasafnið hefur staðið fyrir er áhyggjuefni og óviðunandi. Fornleifadeildin er á krossgötum og hluti safnins komið í ótímabundna geymslu, svo fátt eitt sé nefnt. Mikilvægt er að sveitarfélagið hlúi sem best að starfsfólki Byggðasafnsins og búi því hvetjandi starfsumhverfi. Af svörum við fyrirspurn um stöðu Byggðasafnsins að dæma ríkir enn mikil óvissa um hvenær og hvernig bætt verður úr aðstöðu Byggðasafnsins fyrir starfsemi og sýningarhald og ljóst að núverandi staða er sveitarfélaginu og safninu kostnaðarsöm, svo sem vegna geymslurýmis, varðveisluvinnu og húsaleigu í gamla Minjahúsinu sem komið er úr eigu sveitarfélagsins."
Ólafur Bjarni Haraldsson tók til máls:
"Það að fasteigninni að Aðalgötu 16b (Minjahús) var ráðstafað, áður en safninu var fundin varanlegur staður er orðið mjög kostnaðarsamt fyrir sveitarfélagið og má þar nefna yfir 10 milljón króna leigugreiðslur af eigninni. Þrátt fyrir að aðstaðan fyrir varðveislu muna í Minjahúsinu á Sauðárkróki hafi ekki þótt boðleg til langframa, þá hefði verið mun farsælla að finna safninu varanlegan stað áður en eigninni var ráðstafað. Einnig má ætla að núverandi ástand hamli mjög starfsemi Byggðasafnsins og er það miður."
Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir, ByggðaLista
Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og óskað bókað: "Nú er verið að leggja loka hönd á tímabundið geymsluhúsnæði fyrir byggðasafnið sem mun leysa núverandi húsnæði af hólmi sem uppfyllti ekki kröfur safnsins. Framtíðarsýn varðandi varðveislurými byggðasafnsins er skýr, en gert er ráð fyrir fullkomnu varðveislurýmis í nýju menningarhúsi og fyrir fundinum liggja drög af samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki. Fulltrúar meirihluta eru ósammála því að óvissa ríki um starfssemi byggðasafnsins og vonast til að flutningur í nýtt húsnæði dragist ekki frekar en orðið er."
Fulltrúar meirihluta, Stefán Vagn Stefánsson, Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Regína Valdimarsdóttir og Gísli Sigurðsson.
Álfhildur Leifsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarndi bókun: Ljóst er af þessum svörum að núverandi staða er sveitarfélaginu kostnaðarsöm þó ekki sé allur kostnaður talinn t.d. hvað varðar pökkun og öðru sem tengist skrásetningu og flutningum gripa. Það geymsluhúsnæði sem nú er lögð lokahönd á kemur ekki til með að leysa núverandi húsnæði fyllilega af hólmi eins og bókun meirihluta á byggðarráðsfundi 883 fullyrðir, því ekki er um að ræða annað en geymsluhúsnæði fyrir Byggðasafn í kössum. Í Minjahúsinu var m.a. sýningarrými, rannsóknarrými forleifadeildar ásamt skrifstofum starfsfólks. Þegar ekki er lengur rými fyrir starfsemi af því tagi þá skipta geymslur ekki öllu máli í stóra samhenginu.
Byggðasafnið er að stórum hluta starfsfólk þess. Starfsfólkið sem vinnur með gripina og segir sögu þeirra. Þetta mikilvæga starfsfólk starfar nú við breyttar og takmarkaðar aðstæður. Ekki er hægt að skilja svörin með þeim hætti að gert sé ráð fyrir plássi fyrir sýningar eða rannsóknir eins og áður og er því óhætt að segja að óvissa sé um fjölbreytt starf Byggðasafnsins sem er óviðunandi.
Fulltrúi framsóknarflokks sagði á síðasta sveitarstjórnarfundi: "Þetta er ekki lögbundið verkefni sem við höfum sem sveitarfélag þannig það er spurning hvort við eigum að gera það, kannski við hættum því, svolítið dýrt?" Er ég uggandi eftir þessi orð sem viðhöfð eru um verðlaunabyggðasafn Skagfirðinga.
Spurningar til meirihluta eru því: stendur til að Byggðasafnið hafi sýningar- og rannsóknarrými staðsett á Sauðárkróki á næstu árum?
Eru áætlanir hjá meirihluta um að hætta rekstri Byggðasafnsins eins og fulltrúi meirihluta velti upp á síðasta sveitarstjórnarfundi, þar með talið þeim gríðarlega segli sem Glaumbær er í okkar sveitarfélagi?
Álfhildur Leifsdóttir
Fulltrúi VG og óháðra
Þá kvöddu sér hljóðs, Gísli Sigurðsson, Álfhildur Leifsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson, Ólafur Bjarni Haraldsson.
Afgreiðsla 883. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 883 Lagt fram bréf frá kirkjukór Glaumbæjarprestakalls, dagsett 29. september 2019, þar sem kórinn óskar eftir fjárstuðningi til messuferðar til Edinborgar í Skotlandi.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
Ólafur Bjarni Haraldsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa máls. Bókun fundar Afgreiðsla 883. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með átta atkvæðum. Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 883 Lögð fram til kynningar drög að samkomulagi milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og sveitarfélaganna í Skagafirði um byggingu menningarhúss í Skagafirði. Markmið samkomulagsins er eftirfarandi:
Til grundvallar samkomulagi þessu er viljayfirlýsing um fjármögnun og undirbúning byggingar menningarhúss í Skagafirði, dagsett 5. maí 2018. Samkomulag er milli aðila um áframhaldandi samstarf og að stofnframlagi verði varið til viðbyggingar og endurbóta á Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Þar mun rúmast bókasafn, listasafn, skjalasafn auk rýmis fyrir varðveislu og sviðslistir.
Markmið samkomulagsins er að framangreindar byggingar verði ekki einungis vettvangur fyrir safnastarfsemi og sviðslistir á Sauðárkróki heldur að gegni einnig húsin lykilhlutverki sem slík í Skagafirði og á Norðurlandi vestra. Gert er því ráð fyrir að nágrannasveitarfélög og íbúar þeirra hafi afnotarétt af menningarhúsunum eins og við verður komið, enda séu slík afnot í samræmi við almenna nýtingu húsanna.
Byggðarráð samþykkir að forsætisráðherra verði boðið sérstaklega til undirskriftar samkomulags um byggingu menningahúss í Skagafirði þegar þar að kemur, á milli mennta- og menningarmálaráðuneytis fyrir hönd stjórnarráðsins og sveitarfélaganna í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 883. fundar byggðarráðs staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
Fundi slitið - kl. 17:25.