Lagður fram tölvupóstur frá stjórn íbúasamtakanna Byggjum upp Hofsós og nágrenni, dagsettur 7. október 2019. Íbúasamtökin Byggjum upp Hofsós og nágrenni óska þess að Sveitarfélagið Skagafjörður greiði kostnað við uppsetningu á aparólu sem samtökin og Minningarsjóður Rakelar Pálmadóttur hafa keypt í sameiningu. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi erindi og leggur til þess allt að 715 þúsund krónur og tekur það af fjárhagslið 214890. Byggðarráð leggur áherslu á að í verkefni sem þessu verði tímanlega haft samráð við sveitarfélagið varðandi mögulega aðkomu þess. Byggðarráð fagnar frumkvæði heimamanna í málinu.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi erindi og leggur til þess allt að 715 þúsund krónur og tekur það af fjárhagslið 214890. Byggðarráð leggur áherslu á að í verkefni sem þessu verði tímanlega haft samráð við sveitarfélagið varðandi mögulega aðkomu þess. Byggðarráð fagnar frumkvæði heimamanna í málinu.