Fara í efni

Skíðasvæðið í Tindastóli

Málsnúmer 1910208

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 886. fundur - 31.10.2019

Lagt fram bréf dagsett 11. október 2019 frá skíðadeild Tindastóls þar sem deildin óskar eftir því að fá leyfi til að nefna skíðasvæðið í Tindastóli, AVIS skíðasvæðið í Tindastóli. Skíðadeild Tindastóls er rekstraraðili skíðasvæðisins samkvæmt samningi við Sveitarfélagið Skagafjörð.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins til næsta fundar og óskar eftir afriti af samningnum á milli skíðadeildarinnar og AVIS.

Álfhildur Leifsdóttir (Vg) leggur fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að Sveitarfélagið Skagafjörður móti sér stefnu um með hvaða hætti samningar einkaaðila eru gerðir við íþróttafélög um nafngiftir á íþróttamannvirkjum í eigu sveitarfélagsins.
Það er mikilvægt að mál af þessum toga fari réttar boðleiðir innan stjórnsýslunnar og að allir sitji þar við sama borð.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að koma með tillögu að stefnu.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 888. fundur - 13.11.2019

Málið áður á dagskrá 886. fundar byggðarráðs, þann 31. október 2019. Lagt fram bréf dagsett 11. október 2019 frá skíðadeild Tindastóls þar sem deildin óskar eftir því að fá leyfi til að nefna skíðasvæðið í Tindastóli, AVIS skíðasvæðið í Tindastóli. Skíðadeild Tindastóls er rekstraraðili skíðasvæðisins samkvæmt samningi við Sveitarfélagið Skagafjörð.
Málið rætt og samþykkt að fresta afgreiðslu málsins þar til tillaga að stefnu um nafngiftir íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu hefur verið lögð fram.