Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Viðbót við fyrirspurn vegna Byggðasafns
Málsnúmer 1910148Vakta málsnúmer
2.Rekstrarupplýsingar 2019
Málsnúmer 1904245Vakta málsnúmer
Lagðar fram óendurskoðaðar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-ágúst 2019. Niðurstaða rekstrar í A og B hluta er innan marka fjárhagsáætlunar og gefur fyrirheit um að niðurstaða ársins verði betri en áætlað var.
3.Forskoðun á kostum sameiningar
Málsnúmer 1910220Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Capacent, móttekið 24. október 2019 varðandi sameiningar sveitarfélaga m.t.t. þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um stefnu í málefnum sveitarfélaga. Fyrirtækið óskar eftir samtali við sveitarstjórn til að kynna þá aðstoð sem Capacent gæti veitt við forskoðun á kostum sameiningar sveitarfélaga.
4.Samstarf sveitarfélaga á Nl. vestra í málefnum fatlaðs fólks
Málsnúmer 1910126Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar afrit af bréfi dagsettu 3. október 2019, frá Landssamtökunum Þroskahjálp til félagsmálaráðuneytisins varðandi samstarf sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í málefnum fatlaðs fólks.
5.Ráðstefna á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar Nordregio Forum 2019 - 27.-28. nóvember 2019
Málsnúmer 1910133Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 15. október 2019 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem ráðuneytið kynnir ráðstefnu, Nordregio Forum 2019, 27.-28. nóvember 2019 í Hörpu, Reykjavík. "Hæfni svæða með seiglu (Skills for resilient regions)".
6.Samráð; Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
Málsnúmer 1910117Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. október 2019 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 253/2019 - Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Umsagnarfrestur er til og með 31.10.2019.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill árétta fyrri athugasemd þess um málið hvað varðar það að aðeins er óskað eftir umsögnum um þætti sem lúta að skipulagi og mörkum þjóðgarðs á miðhálendinu en ekki um kosti og galla þess yfir höfuð að stofna þjóðgarðinn.
Má í því sambandi geta þess að á miðhálendinu er fjöldi svæða sem eru friðlýst. Velta má fyrir sér hvort ríkið ætti að sinna friðlýstum svæðum betur en nú er gert hvað varðar fjárhagslegan og faglegan grundvöll þeirra áður en ráðist er í stofnun nýs þjóðgarðs á miðhálendinu.
Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum. Með öðrum orðum er verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna. Má í tengslum við það nefna að stærstur hluti þess svæðis sem tillagan gerir ráð fyrir að þjóðgarður nái til er afréttareign í þjóðlendu. Í því felast m.a. mikilvægir hagsmunir fyrir atvinnustarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði og getur kallað á ýmis konar breytingar varðandi umferð, girðingar, nýtingu afréttareignar innan þjóðgarðs og aðra þætti sem tengist valdheimildum sveitarfélagsins.
Tillaga um afmörkun þjóðgarðsins tekur ekki mið af aðalskipulagi sveitarfélaga. Þá er ekki fjallað um hvert skuli vera gildi aðalskipulaga varðandi afmörkun svæðisins. Kort með tillögum að afmörkun þjóðgarðssvæðisins eru ekki nægjanlega skýr svo hægt sé að bera saman tillöguna við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar með nákvæmum hætti.
Byggðarráð varpar fram þeirri tillögu til að sætta sjónarmið að hin svokölluðu svæðisráð yrðu aðeins ráðgefandi hvað varðar þætti sem lúta að skipulagsmálum en skipulagsvaldið yrði áfram hjá sveitarfélögunum í landinu.
Mörk þjóðgarðs virðast fyrst og fremst eiga að ráðast af eignarhaldi eða ráðstöfunarrétti ríkisins á landi, þ.e. þjóðlendum, en ekki sjálfstæðu mati á þörf fyrir friðun einstakra landsvæða á faglegum forsendum þar sem tekið er ríkt tillit til fjölmargra hagaðila sem þyrftu að koma að málinu.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir verulega fyrirvara við að afmörkun miðhálendisþjóðgarðs verði innan sveitarfélagsins að svo stöddu og miðað við þær forsendur sem byggt er á í fyrirliggjandi tillögu. Allar tillögur í þeim efnum þurfa að byggjast á hagsmunum og aðkomu heimaaðila á hverju svæði fyrir sig.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar áréttar jafnframt fyrri kröfu sína um að teknar verði saman upplýsingar um stöðu annarra þjóðgarða, rekstrargrundvöll þeirra og hvernig mat heimamanna á hverjum stað fyrir sig er á að til hafi tekist, áður en lengra er haldið áfram með undirbúning þjóðgarðs á miðhálendinu.
Álfhildur Leifsdóttir Vg og óháð áréttar eftirfarandi:
Miðhálendisþjóðgarður sem er í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar stuðlar að náttúrvernd á einstöku svæði sem geymir fágætan gróður og sérstæðar jarðmyndanir. Hann yrði sá stærsti í Evrópu með tilheyrandi aðdráttarafli. Rannsókn sem gerð hefur verið á 12 svæðum hérlendis sýnir að beinn efnahagslegur ávinningur er ótvíræður af friðlýstum svæðum. Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila að meðaltali 23 krónur sér til baka.
Þjóðgarðurinn skapar störf bæði í þjónustu og landvörslu sem mikilvægt er tryggja að verði í heimabyggð.
Leggja þarf áherslu á að unnið verði náið með heimamönnum í öllu ferlinu og hagsmuna heimafólks og sérstaklega bænda gætt í hvívetna.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill árétta fyrri athugasemd þess um málið hvað varðar það að aðeins er óskað eftir umsögnum um þætti sem lúta að skipulagi og mörkum þjóðgarðs á miðhálendinu en ekki um kosti og galla þess yfir höfuð að stofna þjóðgarðinn.
Má í því sambandi geta þess að á miðhálendinu er fjöldi svæða sem eru friðlýst. Velta má fyrir sér hvort ríkið ætti að sinna friðlýstum svæðum betur en nú er gert hvað varðar fjárhagslegan og faglegan grundvöll þeirra áður en ráðist er í stofnun nýs þjóðgarðs á miðhálendinu.
Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum. Með öðrum orðum er verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna. Má í tengslum við það nefna að stærstur hluti þess svæðis sem tillagan gerir ráð fyrir að þjóðgarður nái til er afréttareign í þjóðlendu. Í því felast m.a. mikilvægir hagsmunir fyrir atvinnustarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði og getur kallað á ýmis konar breytingar varðandi umferð, girðingar, nýtingu afréttareignar innan þjóðgarðs og aðra þætti sem tengist valdheimildum sveitarfélagsins.
Tillaga um afmörkun þjóðgarðsins tekur ekki mið af aðalskipulagi sveitarfélaga. Þá er ekki fjallað um hvert skuli vera gildi aðalskipulaga varðandi afmörkun svæðisins. Kort með tillögum að afmörkun þjóðgarðssvæðisins eru ekki nægjanlega skýr svo hægt sé að bera saman tillöguna við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar með nákvæmum hætti.
Byggðarráð varpar fram þeirri tillögu til að sætta sjónarmið að hin svokölluðu svæðisráð yrðu aðeins ráðgefandi hvað varðar þætti sem lúta að skipulagsmálum en skipulagsvaldið yrði áfram hjá sveitarfélögunum í landinu.
Mörk þjóðgarðs virðast fyrst og fremst eiga að ráðast af eignarhaldi eða ráðstöfunarrétti ríkisins á landi, þ.e. þjóðlendum, en ekki sjálfstæðu mati á þörf fyrir friðun einstakra landsvæða á faglegum forsendum þar sem tekið er ríkt tillit til fjölmargra hagaðila sem þyrftu að koma að málinu.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir verulega fyrirvara við að afmörkun miðhálendisþjóðgarðs verði innan sveitarfélagsins að svo stöddu og miðað við þær forsendur sem byggt er á í fyrirliggjandi tillögu. Allar tillögur í þeim efnum þurfa að byggjast á hagsmunum og aðkomu heimaaðila á hverju svæði fyrir sig.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar áréttar jafnframt fyrri kröfu sína um að teknar verði saman upplýsingar um stöðu annarra þjóðgarða, rekstrargrundvöll þeirra og hvernig mat heimamanna á hverjum stað fyrir sig er á að til hafi tekist, áður en lengra er haldið áfram með undirbúning þjóðgarðs á miðhálendinu.
Álfhildur Leifsdóttir Vg og óháð áréttar eftirfarandi:
Miðhálendisþjóðgarður sem er í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar stuðlar að náttúrvernd á einstöku svæði sem geymir fágætan gróður og sérstæðar jarðmyndanir. Hann yrði sá stærsti í Evrópu með tilheyrandi aðdráttarafli. Rannsókn sem gerð hefur verið á 12 svæðum hérlendis sýnir að beinn efnahagslegur ávinningur er ótvíræður af friðlýstum svæðum. Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila að meðaltali 23 krónur sér til baka.
Þjóðgarðurinn skapar störf bæði í þjónustu og landvörslu sem mikilvægt er tryggja að verði í heimabyggð.
Leggja þarf áherslu á að unnið verði náið með heimamönnum í öllu ferlinu og hagsmuna heimafólks og sérstaklega bænda gætt í hvívetna.
7.Samráð; Frumvarp, hollustuhættir og mengunarvarnir (viðaukar)
Málsnúmer 1910036Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. október 2019 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 243/2019, "Frumvarp, hollustuhættir og mengunarvarnir (viðaukar)". Umsagnarfrestur var framlengdur til og með 25.10.2019.
Lögð fram umsögn sem sveitarstjóri sendi inn í samráðsgátt með samþykki byggðarráðsmanna.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir andstöðu við drög að breytingum á lögum nr. 7/1998, viðauka sem nú eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Það sem skortir verulega á er að skýra út hvaða vandamál frumvarpinu sé ætlað að leysa, en almenn sátt er um að Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra veiti leyfi fyrir atvinnurekstri í sveitarfélaginu.
Flest bendir til þess að markmið frumvarpsins, þ.e. einföldun regluverks í þágu íbúa og atvinnulífs, náist ekki fram með því og snúist jafnvel upp í andhverfu sína.
Skagfirsk fyrirtæki og Skagfirðingar eiga auðveldara með að fá leiðbeiningar um kröfur sem rekstur þarf að uppfylla hjá Heilbrigðiseftirlitinu á staðnum en að senda ótilgreindar upplýsingar og gögn til Umhverfisstofnunar til þess að skráning taki gildi. Enn er ekki ljóst hvaða gögn þurfa að fylgja með skráningu til að hún taki gildi en ætla má að það taki mið af eðli starfsemi og að ekki verði gerð sama krafa til ryðvarnarverkstæðis og hárgreiðslustofu svo einhver dæmi séu nefnd til sögunnar.
Áður en lengra er haldið þarf væntanlega að fá upplýsingar um hvort hárgreiðslustofa á Sauðárkróki eða Hofsósi sem starfrækt er hálfan daginn í íbúðagötu fengi áfram gilda skráningu ef frumvarpið næði fram að ganga.
Kostnaðarauki fyrir lítil fyrirtæki í sveitarfélaginu er óljós. Reynslan sýnir að þegar verkefni hafa verið flutt frá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga til ríkisstofnana hafi allur tilkostnaður aukist til mikilla muna. Eitt skýrasta dæmið er þegar bændur í Hjaltadalnum reyndu fyrir sér með eldi á bleikju sem hliðarbúgrein en þá hækkaði eftirlitsgjaldið úr 22.400 kr. í 187.000 kr.
Með frumvarpinu er verið að færa Umhverfisstofnun verkefni og tekjur frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, en áætlað tekjutap eftirlitsins er um 5 milljónir kr. á ári. Með öðrum orðum er verið að boða flutninga á störfum og fjármunum frá sveitarfélögunum til ríkisins sem er algerlega á skjön við stefnu stjórnvalda um að efla og flytja verkefni til sveitarfélaganna.
Í 6. kafla greinargerðar með frumvarpinu er lagt mat á áhrif þess og þar er boðuð fækkun starfsfólks heilbrigðiseftirlitanna: Hjá heilbrigðisnefndum sveitarfélaga mun frumvarpið leiða til þess að umsvif þeirra við útgáfu starfsleyfa og við reglubundið eftirlit mun minnka frá og með 1. júlí 2020. Það mun hafa í för með sér að tekjur heilbrigðisnefnda af útgáfu starfsleyfa og reglulegu eftirliti mun minnka en á móti kemur að veitt þjónustu dregst að sama skapi saman.
Ef frumvarpið nær fram að ganga þurfa sveitarfélögin sem bera ábyrgð á rekstrinum að bregðast við með niðurskurði eða með auknu rekstrarframlagi. Frumvarpið setur fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra í uppnám fyrir árið 2020.
Samantekt: Farið er fram á að frumvarpið verði dregið til baka eða framlagningu þess frestað, a.m.k. þar til betri mynd verður komin á eftirfarandi þætti: 1. Skýra út hvaða vandamál frumvarpinu er ætlað að leysa. 2. Skýra nánar verkferla og kröfur sem gerðar verða til þess að skráning taki gildi. 3. Upphæð skráningargjalds.
Lögð fram umsögn sem sveitarstjóri sendi inn í samráðsgátt með samþykki byggðarráðsmanna.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir andstöðu við drög að breytingum á lögum nr. 7/1998, viðauka sem nú eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Það sem skortir verulega á er að skýra út hvaða vandamál frumvarpinu sé ætlað að leysa, en almenn sátt er um að Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra veiti leyfi fyrir atvinnurekstri í sveitarfélaginu.
Flest bendir til þess að markmið frumvarpsins, þ.e. einföldun regluverks í þágu íbúa og atvinnulífs, náist ekki fram með því og snúist jafnvel upp í andhverfu sína.
Skagfirsk fyrirtæki og Skagfirðingar eiga auðveldara með að fá leiðbeiningar um kröfur sem rekstur þarf að uppfylla hjá Heilbrigðiseftirlitinu á staðnum en að senda ótilgreindar upplýsingar og gögn til Umhverfisstofnunar til þess að skráning taki gildi. Enn er ekki ljóst hvaða gögn þurfa að fylgja með skráningu til að hún taki gildi en ætla má að það taki mið af eðli starfsemi og að ekki verði gerð sama krafa til ryðvarnarverkstæðis og hárgreiðslustofu svo einhver dæmi séu nefnd til sögunnar.
Áður en lengra er haldið þarf væntanlega að fá upplýsingar um hvort hárgreiðslustofa á Sauðárkróki eða Hofsósi sem starfrækt er hálfan daginn í íbúðagötu fengi áfram gilda skráningu ef frumvarpið næði fram að ganga.
Kostnaðarauki fyrir lítil fyrirtæki í sveitarfélaginu er óljós. Reynslan sýnir að þegar verkefni hafa verið flutt frá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga til ríkisstofnana hafi allur tilkostnaður aukist til mikilla muna. Eitt skýrasta dæmið er þegar bændur í Hjaltadalnum reyndu fyrir sér með eldi á bleikju sem hliðarbúgrein en þá hækkaði eftirlitsgjaldið úr 22.400 kr. í 187.000 kr.
Með frumvarpinu er verið að færa Umhverfisstofnun verkefni og tekjur frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, en áætlað tekjutap eftirlitsins er um 5 milljónir kr. á ári. Með öðrum orðum er verið að boða flutninga á störfum og fjármunum frá sveitarfélögunum til ríkisins sem er algerlega á skjön við stefnu stjórnvalda um að efla og flytja verkefni til sveitarfélaganna.
Í 6. kafla greinargerðar með frumvarpinu er lagt mat á áhrif þess og þar er boðuð fækkun starfsfólks heilbrigðiseftirlitanna: Hjá heilbrigðisnefndum sveitarfélaga mun frumvarpið leiða til þess að umsvif þeirra við útgáfu starfsleyfa og við reglubundið eftirlit mun minnka frá og með 1. júlí 2020. Það mun hafa í för með sér að tekjur heilbrigðisnefnda af útgáfu starfsleyfa og reglulegu eftirliti mun minnka en á móti kemur að veitt þjónustu dregst að sama skapi saman.
Ef frumvarpið nær fram að ganga þurfa sveitarfélögin sem bera ábyrgð á rekstrinum að bregðast við með niðurskurði eða með auknu rekstrarframlagi. Frumvarpið setur fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra í uppnám fyrir árið 2020.
Samantekt: Farið er fram á að frumvarpið verði dregið til baka eða framlagningu þess frestað, a.m.k. þar til betri mynd verður komin á eftirfarandi þætti: 1. Skýra út hvaða vandamál frumvarpinu er ætlað að leysa. 2. Skýra nánar verkferla og kröfur sem gerðar verða til þess að skráning taki gildi. 3. Upphæð skráningargjalds.
8.Samráð; Drög að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024
Málsnúmer 1910140Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. október 2019 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 257/2019, "Drög að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024". Umsagnarfrestur er til og með 31.10.2019.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með tillögu að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaráætlun 2020-2024.
Í áætlununum er gert ráð fyrir tæpum 400 m.kr til samgönguframkvæmda í Sveitarfélaginu Skagafirði, af 632,8 milljörðum króna sem alls er úthlutað til samgöngumála á tímabilinu. Þetta gerir 0,06% af úthlutuðu fjármagni til samgöngumála sem renna til framkvæmda í Skagafirði. Ef miðað væri við hlutfall íbúa Skagafjarðar af heildaríbúafjölda landsins og sama hlutfall rynni til Skagafjarða af úthlutuðu fé til samgöngumála, þá ættu ríflega 7,4 milljarðar króna að renna til framkvæmda í samgöngumálum í Skagafirði.
Sérstök vonbrigði eru að ekki er tekið tillit til umsagnar byggðarráðs við grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi. Gerð er alvarleg athugasemd við að ekki sé gert ráð fyrir Sauðárkróksflugvelli sem hluta af flugvöllum í innanlandskerfinu. Um áratugaskeið hefur verið reglubundið áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Sauðárkróks og eru væntingar til þess að það hefjist að nýju við innleiðingu „skoskrar leiðar“ í stuðningi við notkun íbúa á landsbyggðinni á innanlandsflugi sem einn þátt nauðsynlegra almenningssamgangna. Ólíðandi er með öllu að Norðurland vestra sé eini landshlutinn utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar sem ekki nýtur flugsamganga við þessa miðstöð stjórnsýslu og þjónustu í landinu. Reglulegt áætlunarflug á milli höfuðborgarinnar Reykjavíkur og Sauðárkróks skiptir mjög miklu máli varðandi samkeppnisstöðu, þjónustu og mannlíf á Norðurlandi vestra. Þá skiptir reglulegt áætlunarflug mjög miklu máli í þjónustu við vaxandi fjölda ferðamanna sem sækja svæðið heim. Nauðsynlegt er að gera breytingar á samgönguáætlun sem gera ráð fyrir Sauðárkróksflugvelli sem hluta af flugvöllum í innanlandskerfi.
Þá er ólíðandi með öllu að ekki séu markaðar fjárveitingar til neinna vegaframkvæmda í Skagafirði í samgönguáætlun. Enn fremur að ekki sé gert ráð fyrir neinum fjármunum til undirbúnings og framkvæmda við jarðgöng á Mið-Norðurlandi. Brýn þörf er fyrir jarðgöngum á milli Fljóta og Siglufjarðar sem leysa myndu af hólmi hættulegan veg um Almenninga, veg sem hvenær sem er getur sigið og hrunið í sjó fram. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar og bæjarstjórn Akureyrar sendu jafnframt fyrr á þessu ári frá sér áskorun til stjórnvalda um að fjármagna grunnrannsóknir og samanburð á kostum á legu mögulegra jarðganga undir Tröllaskaga, auk rannsókna á samfélags- og efnahagslegum áhrifum slíkra ganga. Ekki er stafkrók að finna um þann undirbúning í samgönguáætlun.
Athygli vekur enn fremur hve rýrar fjárveitingar eru til reiðvega í samgönguáætlun en bæta þarf verulega í þann lið. Þá vekur furðu að ekki sé gert ráð fyrir fé til hjólreiðastíga í Skagafirði, einu fjölmennasta sveitarfélagi landsbyggðarinnar þar sem er að finna 4. stærsta þéttbýliskjarnann á landsbyggðinni, utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar á Hvítár/Hvítársvæðinu.
Þakka ber fyrir það fé sem veitt er til framkvæmda í höfnum Skagafjarðar. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir til Vegagerðar og samgönguráðuneytis er þó ekki að finna fjárveitingar til kaups á nauðsynlegum dráttarbát í Sauðárkrókshöfn né til framkvæmda við nýjan hafnargarð á Sauðárkróki. Nauðsynlegt er að endurskoða samgönguáætlun og veita fé til beggja verkefna á fimm ára samgönguáætlun.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með tillögu að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaráætlun 2020-2024.
Í áætlununum er gert ráð fyrir tæpum 400 m.kr til samgönguframkvæmda í Sveitarfélaginu Skagafirði, af 632,8 milljörðum króna sem alls er úthlutað til samgöngumála á tímabilinu. Þetta gerir 0,06% af úthlutuðu fjármagni til samgöngumála sem renna til framkvæmda í Skagafirði. Ef miðað væri við hlutfall íbúa Skagafjarðar af heildaríbúafjölda landsins og sama hlutfall rynni til Skagafjarða af úthlutuðu fé til samgöngumála, þá ættu ríflega 7,4 milljarðar króna að renna til framkvæmda í samgöngumálum í Skagafirði.
Sérstök vonbrigði eru að ekki er tekið tillit til umsagnar byggðarráðs við grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi. Gerð er alvarleg athugasemd við að ekki sé gert ráð fyrir Sauðárkróksflugvelli sem hluta af flugvöllum í innanlandskerfinu. Um áratugaskeið hefur verið reglubundið áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Sauðárkróks og eru væntingar til þess að það hefjist að nýju við innleiðingu „skoskrar leiðar“ í stuðningi við notkun íbúa á landsbyggðinni á innanlandsflugi sem einn þátt nauðsynlegra almenningssamgangna. Ólíðandi er með öllu að Norðurland vestra sé eini landshlutinn utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar sem ekki nýtur flugsamganga við þessa miðstöð stjórnsýslu og þjónustu í landinu. Reglulegt áætlunarflug á milli höfuðborgarinnar Reykjavíkur og Sauðárkróks skiptir mjög miklu máli varðandi samkeppnisstöðu, þjónustu og mannlíf á Norðurlandi vestra. Þá skiptir reglulegt áætlunarflug mjög miklu máli í þjónustu við vaxandi fjölda ferðamanna sem sækja svæðið heim. Nauðsynlegt er að gera breytingar á samgönguáætlun sem gera ráð fyrir Sauðárkróksflugvelli sem hluta af flugvöllum í innanlandskerfi.
Þá er ólíðandi með öllu að ekki séu markaðar fjárveitingar til neinna vegaframkvæmda í Skagafirði í samgönguáætlun. Enn fremur að ekki sé gert ráð fyrir neinum fjármunum til undirbúnings og framkvæmda við jarðgöng á Mið-Norðurlandi. Brýn þörf er fyrir jarðgöngum á milli Fljóta og Siglufjarðar sem leysa myndu af hólmi hættulegan veg um Almenninga, veg sem hvenær sem er getur sigið og hrunið í sjó fram. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar og bæjarstjórn Akureyrar sendu jafnframt fyrr á þessu ári frá sér áskorun til stjórnvalda um að fjármagna grunnrannsóknir og samanburð á kostum á legu mögulegra jarðganga undir Tröllaskaga, auk rannsókna á samfélags- og efnahagslegum áhrifum slíkra ganga. Ekki er stafkrók að finna um þann undirbúning í samgönguáætlun.
Athygli vekur enn fremur hve rýrar fjárveitingar eru til reiðvega í samgönguáætlun en bæta þarf verulega í þann lið. Þá vekur furðu að ekki sé gert ráð fyrir fé til hjólreiðastíga í Skagafirði, einu fjölmennasta sveitarfélagi landsbyggðarinnar þar sem er að finna 4. stærsta þéttbýliskjarnann á landsbyggðinni, utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar á Hvítár/Hvítársvæðinu.
Þakka ber fyrir það fé sem veitt er til framkvæmda í höfnum Skagafjarðar. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir til Vegagerðar og samgönguráðuneytis er þó ekki að finna fjárveitingar til kaups á nauðsynlegum dráttarbát í Sauðárkrókshöfn né til framkvæmda við nýjan hafnargarð á Sauðárkróki. Nauðsynlegt er að endurskoða samgönguáætlun og veita fé til beggja verkefna á fimm ára samgönguáætlun.
9.Umsagnarbeiðni; Tillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og aðgerðaráætlun 2019-2023
Málsnúmer 1910132Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. október 2019 frá nefnasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023, 148. mál.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir ánægju með góða vinnu og undirbúning við tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga og styður framkomnar tillögur.
Byggðarráð er sammála meginmarkmiðum þingsályktunarinnar um að tryggja sjálfbærar byggðir og sveitarfélög um land allt og að þjónusta samgöngu- og fjarskiptakerfa mæti þörfum samfélagsins.
Byggðarráð tekur enn fremur undir áherslur um að sveitarfélögin verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi, að sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga verði virt, og að tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu. Byggðarráð telur aðgerðir þær sem boðaðar eru í þingsályktunartillögunni séu vel til þess fallnar að efla sveitarstjórnarstigið og getu sveitarfélaganna í landinu til að veita íbúum sínum sem besta þjónustu.
Byggðarráð leggur ríka áherslu á að staðið verði við fjárhagslegan stuðning við sameiningar sveitarfélaganna og að tekjustofnar þeirra verðir styrktir til að auka fjárhagslega sjálfbærni þeirra og getu til að veita öfluga þjónustu í öllum byggðum með jafnræði íbúanna að leiðarljósi.
Byggðarráð telur enn fremur rétt að leiða eigi til lykta þá vinnu sem nú stendur yfir við endurskoðun á fjármálakafla sveitarstjórnarlaga áður en tekin verður ákvörðun um lækkun skuldaviðmiðs laganna fyrir A- og B-hluta reikningsskila sveitarfélaga.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir ánægju með góða vinnu og undirbúning við tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga og styður framkomnar tillögur.
Byggðarráð er sammála meginmarkmiðum þingsályktunarinnar um að tryggja sjálfbærar byggðir og sveitarfélög um land allt og að þjónusta samgöngu- og fjarskiptakerfa mæti þörfum samfélagsins.
Byggðarráð tekur enn fremur undir áherslur um að sveitarfélögin verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi, að sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga verði virt, og að tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu. Byggðarráð telur aðgerðir þær sem boðaðar eru í þingsályktunartillögunni séu vel til þess fallnar að efla sveitarstjórnarstigið og getu sveitarfélaganna í landinu til að veita íbúum sínum sem besta þjónustu.
Byggðarráð leggur ríka áherslu á að staðið verði við fjárhagslegan stuðning við sameiningar sveitarfélaganna og að tekjustofnar þeirra verðir styrktir til að auka fjárhagslega sjálfbærni þeirra og getu til að veita öfluga þjónustu í öllum byggðum með jafnræði íbúanna að leiðarljósi.
Byggðarráð telur enn fremur rétt að leiða eigi til lykta þá vinnu sem nú stendur yfir við endurskoðun á fjármálakafla sveitarstjórnarlaga áður en tekin verður ákvörðun um lækkun skuldaviðmiðs laganna fyrir A- og B-hluta reikningsskila sveitarfélaga.
10.Umsagnarbeiðni; þingsályktunartillaga um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum
Málsnúmer 1910108Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. október 2019 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum., 41. mál.
1. Ríki og sveitarfélögum verði skylt að útvega öldruðum, sem hafa gengist undir færni- og heilsumat, dvalar- eða hjúkrunarrými eigi síðar en 60 dögum eftir að niðurstöður mats um að viðkomandi eigi rétt á slíku úrræði liggja fyrir.
Afstaða byggðarráðs:
Óraunhæf krafa í núverandi umhverfi öldrunarþjónustu. Hér mætti halda áherslunni á skjóta lausn í málefnum þeirra sem metnir hafa verið í þörf fyrir hjúkrunarrými en heimila sveitarfélögum að nýta fjármagn sem samsvarar kostnaði við hjúkrunarrými ef ekki losnar rými áður en mat rennur út. Samkvæmt núverandi reglum gildir færni- og heilsumat í 12 mánuði.
2. Færni- og heilsumat skuli gefið út eigi síðar en 10 dögum eftir að umsókn um það berst.
Afstaða byggðarráðs:
Hæpið að setja kröfu á heilbrigðisstarfsfólk sem tilgreinir þrengri tímaramma en Stjórnsýslulögin (14 dagar). Jafnframt gert lítið úr fagþekkingu og starfssviði þeirra sem veita umsögn um færni og heilsumat ef bregðast þarf við beiðni um greinargerð um leið og hún berst. Um þessar umsóknir verður að gilda sama meðalhófsregla og um aðrar umsóknir um opinbera þjónustu.
3. Öldruðum einstaklingum, sem dvalist hafa lengur en 10 daga á sjúkrahúsi án sérstakrar meðferðar, verði útvegað dvalar- eða hjúkrunarrými.
Afstaða byggðarráðs:
Í slíkum tilfellum væri mun nær að líta til nágranna landa okkar, t.a.m. Svíþjóðar þar sem sveitarfélög eru beitt sektum ef þau geta ekki tekið á móti fólki sem ekki er lengur í virkri meðferð á sjúkrahúsi. Þó ber að hafa í huga að þar reka sveitarfélögin (kommúnurnar) bæði sjúkrahúsin og nærþjónustuna svo þau eru að hagræða eigin rekstri með aðgerðunum. Algeng ástæða þess að fólk getur ekki útskrifast heim er að heimahjúkrun og heimaþjónusta hafa ekki bolmagn til að þjónusta fólk heima. Árangursríkara væri að efla heilsugæslu t.a.m. með stöðugildum sérmerktum öldrunarþjónustunni (sambærilegt sérhæfingu í meðgöngu- og ungbarnavernd) og færa fjármagn til sveitarfélaga til að sinna stuðningsþjónustu og auka jafnt og þétt í samræmi við breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar.
4. Læknar geti ákveðið að einstaklingur sem bersýnilega þarf að fá vistun í hjúkrunarrými þurfi ekki að undirgangast færni- og heilsumat til þess að fá dvöl á viðeigandi stofnun.
Afstaða byggðarráðs:
Með þessari tillögu er gengið fram hjá eðlilegu ferli við vinnslu umsókna um sértæka þjónustu og þverfaglegu samstarfi heilbrigðisstétta. Stakur fagaðili ætti aldrei að geta tekið ákvörðun um varanlega búsetu í hjúkrunarrými.
5. Maki eða sambúðarmaki heimilismanns á stofnun fyrir aldraða skuli, án tillits til þess hvort hann hafi gengist undir færni- og heilsumat, eiga þess kost að dvelja á stofnun ásamt heimilismanni. Viðkomandi öðlist þá sjálfstæðan rétt sem
heimilismaður á stofnun fyrir aldraða.
Afstaða byggðarráðs:
Hér ætti að leggja áherslu á að veita þjónustu inn á heimili eins mikið og lengi og mögulegt er. Heilbrigður einstaklingur ætti ekki að geta flutt inn í sértækt þjónustuúrræði þar sem veitt er sólarhrings hjúkrunarþjónusta.
Stuðningur og ráðgjöf við maka og fjölskyldur ætti aftur að vera eðlilegur hluti af ferlinu þegar einstaklingur glímir við langvarandi veikindi. Slíkt ætti að gilda óháð lífaldri og dánarstað.
1. Ríki og sveitarfélögum verði skylt að útvega öldruðum, sem hafa gengist undir færni- og heilsumat, dvalar- eða hjúkrunarrými eigi síðar en 60 dögum eftir að niðurstöður mats um að viðkomandi eigi rétt á slíku úrræði liggja fyrir.
Afstaða byggðarráðs:
Óraunhæf krafa í núverandi umhverfi öldrunarþjónustu. Hér mætti halda áherslunni á skjóta lausn í málefnum þeirra sem metnir hafa verið í þörf fyrir hjúkrunarrými en heimila sveitarfélögum að nýta fjármagn sem samsvarar kostnaði við hjúkrunarrými ef ekki losnar rými áður en mat rennur út. Samkvæmt núverandi reglum gildir færni- og heilsumat í 12 mánuði.
2. Færni- og heilsumat skuli gefið út eigi síðar en 10 dögum eftir að umsókn um það berst.
Afstaða byggðarráðs:
Hæpið að setja kröfu á heilbrigðisstarfsfólk sem tilgreinir þrengri tímaramma en Stjórnsýslulögin (14 dagar). Jafnframt gert lítið úr fagþekkingu og starfssviði þeirra sem veita umsögn um færni og heilsumat ef bregðast þarf við beiðni um greinargerð um leið og hún berst. Um þessar umsóknir verður að gilda sama meðalhófsregla og um aðrar umsóknir um opinbera þjónustu.
3. Öldruðum einstaklingum, sem dvalist hafa lengur en 10 daga á sjúkrahúsi án sérstakrar meðferðar, verði útvegað dvalar- eða hjúkrunarrými.
Afstaða byggðarráðs:
Í slíkum tilfellum væri mun nær að líta til nágranna landa okkar, t.a.m. Svíþjóðar þar sem sveitarfélög eru beitt sektum ef þau geta ekki tekið á móti fólki sem ekki er lengur í virkri meðferð á sjúkrahúsi. Þó ber að hafa í huga að þar reka sveitarfélögin (kommúnurnar) bæði sjúkrahúsin og nærþjónustuna svo þau eru að hagræða eigin rekstri með aðgerðunum. Algeng ástæða þess að fólk getur ekki útskrifast heim er að heimahjúkrun og heimaþjónusta hafa ekki bolmagn til að þjónusta fólk heima. Árangursríkara væri að efla heilsugæslu t.a.m. með stöðugildum sérmerktum öldrunarþjónustunni (sambærilegt sérhæfingu í meðgöngu- og ungbarnavernd) og færa fjármagn til sveitarfélaga til að sinna stuðningsþjónustu og auka jafnt og þétt í samræmi við breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar.
4. Læknar geti ákveðið að einstaklingur sem bersýnilega þarf að fá vistun í hjúkrunarrými þurfi ekki að undirgangast færni- og heilsumat til þess að fá dvöl á viðeigandi stofnun.
Afstaða byggðarráðs:
Með þessari tillögu er gengið fram hjá eðlilegu ferli við vinnslu umsókna um sértæka þjónustu og þverfaglegu samstarfi heilbrigðisstétta. Stakur fagaðili ætti aldrei að geta tekið ákvörðun um varanlega búsetu í hjúkrunarrými.
5. Maki eða sambúðarmaki heimilismanns á stofnun fyrir aldraða skuli, án tillits til þess hvort hann hafi gengist undir færni- og heilsumat, eiga þess kost að dvelja á stofnun ásamt heimilismanni. Viðkomandi öðlist þá sjálfstæðan rétt sem
heimilismaður á stofnun fyrir aldraða.
Afstaða byggðarráðs:
Hér ætti að leggja áherslu á að veita þjónustu inn á heimili eins mikið og lengi og mögulegt er. Heilbrigður einstaklingur ætti ekki að geta flutt inn í sértækt þjónustuúrræði þar sem veitt er sólarhrings hjúkrunarþjónusta.
Stuðningur og ráðgjöf við maka og fjölskyldur ætti aftur að vera eðlilegur hluti af ferlinu þegar einstaklingur glímir við langvarandi veikindi. Slíkt ætti að gilda óháð lífaldri og dánarstað.
11.Ný umferðarlög - hámarks ökuhraði í þéttbýli
Málsnúmer 1909185Vakta málsnúmer
Lögð fram svohljóðandi bókun 161. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 15. október 2019.
"Nýsamþykkt umferðarlög kveða á um að hámarkshraði í þéttbýli skuli standa á heilum tug og má því ekki vera 35 km/klst eins og raunin er á Sauðárkróki í dag. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að löglegur hámarkshraði verði lækkaður úr 35km/klst niður í 30km/klst á þeim svæðum sem núverandi hraðatakmarkanir ná til."
Byggðarráð samþykkir breytinguna fyrir sitt leiti og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
"Nýsamþykkt umferðarlög kveða á um að hámarkshraði í þéttbýli skuli standa á heilum tug og má því ekki vera 35 km/klst eins og raunin er á Sauðárkróki í dag. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að löglegur hámarkshraði verði lækkaður úr 35km/klst niður í 30km/klst á þeim svæðum sem núverandi hraðatakmarkanir ná til."
Byggðarráð samþykkir breytinguna fyrir sitt leiti og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
12.Atlantic Leather
Málsnúmer 1910106Vakta málsnúmer
Sjá trúnaðarbók.
13.Sundlaugin á Sólgörðum
Málsnúmer 1910124Vakta málsnúmer
Lagt fram ódagsett bréf, móttekið 14. október 2019, frá Alfreð Gesti Símonarsyni umsjónarmanni sundlaugarinnar á Sólgörðum og stjórn Íbúa- og átthagafélags Fljóta varðandi rekstur og viðhald sundlaugarinnar á Sólgörðum í Fljótum. Einnig lögð fram bókun 270. fundar félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar 2020-2024.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar 2020-2024.
14.Fjárhagsáætlun 2020 - 2024
Málsnúmer 1908008Vakta málsnúmer
Farið yfir gögn vegna fjárhagsáætlunar 2020-2024.
15.Gjaldskrá 2020 Byggðasafn Skagfirðinga - Glaumbær
Málsnúmer 1905078Vakta málsnúmer
Vísað frá 67. fundi Atvinnu- menningar- og kynningarnefndar þann 25. september 2019 til byggaðrráðs.
Lögð fram gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2020. Gjaldskráin er óbreytt frá árinu 2019.
Byggðarráð samþykkir afgreiðslu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og vísar gjaldskránni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2020. Gjaldskráin er óbreytt frá árinu 2019.
Byggðarráð samþykkir afgreiðslu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og vísar gjaldskránni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
16.Fasteignagjöld - gjaldskrá 2020
Málsnúmer 1910154Vakta málsnúmer
Álagning fasteignagjalda 2020 rædd.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
17.Útsvarshlutfall árið 2020
Málsnúmer 1910156Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um óbreytta hlutfallstölu útsvars í Sveitarfélaginu Skagafirði á árinu 2020, þ.e. 14,52%.
Byggðarráð samþykkir að útsvarshlutfall ársins 2020 verði 14,52% og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir að útsvarshlutfall ársins 2020 verði 14,52% og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar.
18.Umsókn um langtímalán 2019
Málsnúmer 1901295Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum Stefáns Vagns Stefánssonar (B) og Gísla Sigurðssonar (D) að beina því til sveitarstjórnar að taka verðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 74,5 milljónir króna til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Álfhildur Leifsdóttir (Vg) óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Álfhildur Leifsdóttir (Vg) óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
19.Skíðasvæðið í Tindastóli
Málsnúmer 1910208Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 11. október 2019 frá skíðadeild Tindastóls þar sem deildin óskar eftir því að fá leyfi til að nefna skíðasvæðið í Tindastóli, AVIS skíðasvæðið í Tindastóli. Skíðadeild Tindastóls er rekstraraðili skíðasvæðisins samkvæmt samningi við Sveitarfélagið Skagafjörð.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins til næsta fundar og óskar eftir afriti af samningnum á milli skíðadeildarinnar og AVIS.
Álfhildur Leifsdóttir (Vg) leggur fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að Sveitarfélagið Skagafjörður móti sér stefnu um með hvaða hætti samningar einkaaðila eru gerðir við íþróttafélög um nafngiftir á íþróttamannvirkjum í eigu sveitarfélagsins.
Það er mikilvægt að mál af þessum toga fari réttar boðleiðir innan stjórnsýslunnar og að allir sitji þar við sama borð.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að koma með tillögu að stefnu.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins til næsta fundar og óskar eftir afriti af samningnum á milli skíðadeildarinnar og AVIS.
Álfhildur Leifsdóttir (Vg) leggur fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að Sveitarfélagið Skagafjörður móti sér stefnu um með hvaða hætti samningar einkaaðila eru gerðir við íþróttafélög um nafngiftir á íþróttamannvirkjum í eigu sveitarfélagsins.
Það er mikilvægt að mál af þessum toga fari réttar boðleiðir innan stjórnsýslunnar og að allir sitji þar við sama borð.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að koma með tillögu að stefnu.
20.Viljayfirlýsing
Málsnúmer 1910232Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að viljayfirlýsingu milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um uppbyggingu skólamannvirkja í Varmahlíð. Hreppsnefnd Akrahrepps hefur samþykkt viljayfirlýsinguna fyrir sitt leiti á fundi sínum 30. október 2019.
Byggðarráð samþykkir framlagða viljayfirlýsingu.
Byggðarráð samþykkir framlagða viljayfirlýsingu.
21.Málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra frá 1. janúar 2020
Málsnúmer 1906059Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Húnaþingi vestra, móttekið 21. október 2019, þar sem tilkynnt er um svohljóðandi bókun 1018. fundar byggðarráðs Húnaþings vestra sama dag.
"1909077 Málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Á síðustu misserum hefur farið fram undirbúningur innan Húnaþings vestra vegna mögulegrar yfirtöku á málaflokknum um n.k. áramót. Á 1008. fundi byggðarráðs Húnaþings vestra þann 12. ágúst sl. var ákveðið að endurnýja ekki núgildandi samning. Sveitarfélög á Norðurlandi vestra hafa lýst áhuga á að áfram verði samstarf á öllu svæðinu. Í ljósi þessa felur byggðarráð sveitarstjóra að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi með ákveðnum breytingum frá núgildandi samningi."
Byggðarráð fagnar niðurstöðu byggðarráðs Húnaþings vestra á 1018. fundi ráðsins og ítrekar fyrri vilja byggðarráðs um samstarf allra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðs fólks á svæðinu.
"1909077 Málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Á síðustu misserum hefur farið fram undirbúningur innan Húnaþings vestra vegna mögulegrar yfirtöku á málaflokknum um n.k. áramót. Á 1008. fundi byggðarráðs Húnaþings vestra þann 12. ágúst sl. var ákveðið að endurnýja ekki núgildandi samning. Sveitarfélög á Norðurlandi vestra hafa lýst áhuga á að áfram verði samstarf á öllu svæðinu. Í ljósi þessa felur byggðarráð sveitarstjóra að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi með ákveðnum breytingum frá núgildandi samningi."
Byggðarráð fagnar niðurstöðu byggðarráðs Húnaþings vestra á 1018. fundi ráðsins og ítrekar fyrri vilja byggðarráðs um samstarf allra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðs fólks á svæðinu.
Fundi slitið - kl. 15:05.
Byggðarráð samþykkir að fyrirspurnir og svör verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins.
Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna og óháðra óskar bókað:
"Augljóst er að mikill kostnaður hefur hlotist af makaskiptum húsanna Aðalgötu 21 og Minjahússins. Er með ólíkindum að Sveitarfélagið Skagafjörður sé að leigja Minjahúsið, sem áður var í eigu sveitarfélagsins, á rúmar 600 þúsund krónur á mánuði í á annað ár, meðan Aðalgata 21 skilar engum leigutekjum á sama tíma.
Er það miður að ekki sé gert ráð fyrir föstum sýningarsal fyrir Byggðasafn Skagfirðinga á Sauðárkróki til framtíðar, því verðlaunasafnið yrði mjög líklega einn af þeim seglum sem tíðrætt er um að vanti hér í sveitarfélagið. Má þar sérstaklega nefna gömlu verkstæðin sem þyrftu að fá viðeigandi pláss. Það er því sorglegt að aðstöðuleysi Byggðasafnsins til sýningarhalds hér á Sauðárkróki verði viðvarandi."
Ólafur Bjarni Haraldsson, fulltrúi ByggðaListans, óskar bókað:
"Það að fasteigninni að Aðalgötu 16b (Minjahús) var ráðstafað, áður en safninu var fundin varanlegur staður er orðið mjög kostnaðarsamt fyrir sveitarfélagið og má þar nefna yfir 10 milljón króna leigugreiðslur af eigninni. Þrátt fyrir að aðstaðan fyrir varðveislu muna í Minjahúsinu á Sauðárkróki hafi ekki þótt boðleg til langframa, þá hefði verið mun farsælla að finna safninu varanlegan stað áður en eigninni var ráðstafað. Einnig má ætla að núverandi ástand hamli mjög starfsemi Byggðasafnsins og er það miður."
Fulltrúar meirihluta byggðarráðs, Stefán Vagn Stefánsson, Framsóknarflokki og Gísli Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki, óskað bókað:
"Nú er verið að leggja loka hönd á tímabundið geymsluhúsnæði fyrir byggðasafnið sem mun leysa núverandi húsnæði af hólmi sem uppfyllti ekki kröfur safnsins. Framtíðarsýn varðandi varðveislurými byggðasafnsins er skýr, en gert er ráð fyrir fullkomnu varðveislurýmis í nýju menningarhúsi og fyrir fundinum liggja drög af samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki."